LC 90 gangtruflanir.

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
danfox
Innlegg: 48
Skráður: 01.feb 2010, 06:19
Fullt nafn: Sigurður Már Ólafsson
Bíltegund: Lexus IS 250

LC 90 gangtruflanir.

Postfrá danfox » 29.nóv 2010, 19:43

Sælir félagar, um helgina var smíðað undir bílinn hjá mér 2,5" opið púst, eftir að það var komið undir þá var ég var við gangtruflanir frá 2500 til 3000 rpm en bara þegar vélin er undir álagi, það kemur smá hik á mótorinn svo dettur hann aftur inn með fullu afli.

Það voru ekki neinir skynjarar gamla pústinu þannig að því er ekki um að kenna.
Þetta kemur bara þegar mótorinn er orðin heitur.
Það er ný hráolíusía og loftsía.
Þetta er 3.0 TDI common rail.

Er einhver með einhverjar góðar hugmyndir um hvað þetta gæti verið ?

Kveðja Siggi M



User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: LC 90 gangtruflanir.

Postfrá Kiddi » 29.nóv 2010, 20:10

Var hann með original pústi áður en þú settir þetta undir?


Höfundur þráðar
danfox
Innlegg: 48
Skráður: 01.feb 2010, 06:19
Fullt nafn: Sigurður Már Ólafsson
Bíltegund: Lexus IS 250

Re: LC 90 gangtruflanir.

Postfrá danfox » 29.nóv 2010, 20:18

Nei, en hvarfakúturinn var þarna og stór orginal kútur, þetta var fjarlægt.

Kv Siggi M

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: LC 90 gangtruflanir.

Postfrá Kiddi » 29.nóv 2010, 20:26

Ok, ég man þetta ekki í smáatriðum en það var eitthvað með það að tölvan með fyrstu árgerðunum af þessari Common rail vél þyldu ekki sverara púst. Veit m.a. af einum 120 bíl 2004 módelinu sem var með original púst af þeim orsökum

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: LC 90 gangtruflanir.

Postfrá ellisnorra » 29.nóv 2010, 20:44

Án þess að hafa hugmynd um þetta þá má alveg prufa að taka geymasambandið af einhverja stund til að freista þess að tölvan núlli sig?
http://www.jeppafelgur.is/


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur