Sælir.
Er með 86 bronco II sem er með rafstýrðann millikassa, og hann skiptir sér ekki úr afturhjóladrifinu.
Sama hvort maður prufar þetta með hann í gangi eða bara á on, hvort það er kúplað og bremsað áður en ýtt er á takkann, í neutral eða hvað. það virðist bara ekkert ske þegar ýtt er á hvorugann takkann ( 4x4 eða 4x4-lo). Engin relay smella, engin ljós dofna, engin ljós kvikja auka, bara skeður nákvæmlega ekki neitt.
15 ampera öryggið undir stýrinu er heilt, það skilar sér straumur upp í panelinn ( kveikir á baklýsingunni) en ekkert meir.
Er ekki einhverstaðar relay sem ætti að heyrast í eða er þetta transistoradrifið beint úr módúlnum? Og hvar er módúllinn staðsettur?
Einnig segir google að það eigi að vera öryggjabox frammí húddi, við hliðina á loftsíuboxinu, en það er ekkert þar nema nokkur relay á stangli. Er ekki eitt höfuðöryggjabox sem keyrir allt þetta stóra, ljósin, alternatorinn oþh?
Með von um góð svör, Sævar P
bronco II fer ekki í fjórhjóladrif.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 316
- Skráður: 07.okt 2010, 15:59
- Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson
Re: bronco II fer ekki í fjórhjóladrif.
Sæll,
Það er tvennt sem mér finnst líklegast að sé að, annarsvegar á að vera lítið tölvubox sem stýrir þessu og það getur bilað. Þetta box er aftur í skotti, bílstjóramegin, á 91 explorer en ég veit ekki nákvæmlega hvar það er í B2.
Svo er endastopp í rafmótornum á millikassanum sem getur kjagast og veldur það því að rafmótorinn veit ekki hvar hann er í hringnum og hættir að virka. Þetta er einföld skrúfa með plasthring og nægir að losa skrúfuna og snúa hringnum þannig að ókjagaði endinn snúi að mekkanikinni.
linkur á viðgerð á endastoppi: http://www.explorerforum.com/forums/sho ... ?p=1102904
Þessi bilun var alveg eins í bílnum hjá mér og nægði að laga endastoppið.
Það er tvennt sem mér finnst líklegast að sé að, annarsvegar á að vera lítið tölvubox sem stýrir þessu og það getur bilað. Þetta box er aftur í skotti, bílstjóramegin, á 91 explorer en ég veit ekki nákvæmlega hvar það er í B2.
Svo er endastopp í rafmótornum á millikassanum sem getur kjagast og veldur það því að rafmótorinn veit ekki hvar hann er í hringnum og hættir að virka. Þetta er einföld skrúfa með plasthring og nægir að losa skrúfuna og snúa hringnum þannig að ókjagaði endinn snúi að mekkanikinni.
linkur á viðgerð á endastoppi: http://www.explorerforum.com/forums/sho ... ?p=1102904
Þessi bilun var alveg eins í bílnum hjá mér og nægði að laga endastoppið.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur