Sælir félagar, þá koma að því að pústið þarfnast endurnýjunar þá spyr ég ykkur.
1. Með hvaða pústverkstæði mælið þið með í nýsmíði á pústi ?
2. Hversu breitt 2.5 " eða 3.0 " ?
Þetta fer aftan á 3.0 disel turbo mótor, common rail.
Ætla mér ekki að kaupa orginal púst frá umboði þar sem það kostar báða handleggi og einn fót, ath verð þar í dag og bara stóri kúturin kostar 94 þ hjá Toyota.
Kveðjur Siggi M
Pústsmíði
Re: Pústsmíði
Lét smíða 3'' undir hiluxinn hjá bjb í hfj og það kostaði um 50 þús með kút
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 48
- Skráður: 01.feb 2010, 06:19
- Fullt nafn: Sigurður Már Ólafsson
- Bíltegund: Lexus IS 250
Re: Pústsmíði
Eitthvað hefur verðbólgu draugurin komið við hjá þeim, hringdi í bjb í dag þeir töluðu um 100 þ.
Þetta er LC 90 sem ég er með.
Kv Siggi M
Þetta er LC 90 sem ég er með.
Kv Siggi M
-
- Innlegg: 578
- Skráður: 06.feb 2010, 10:41
- Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
- Staðsetning: Keflavík south
Re: Pústsmíði
Við borguðum um 100þ síðasta sumar fyrir frekar flókið kerfi á v6 vél, undir lúxan. 2,5" hjá Pústþjónustu Bjarkars í Kef, með hvarfa og hljóðkút. Það er miklu einfaldara kerfi undir línu diesel. Það er víst töluverður verðmunur á 2,5" og 3" pústefni.
Síðast breytt af JonHrafn þann 24.nóv 2010, 06:56, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 127
- Skráður: 01.feb 2010, 23:03
- Fullt nafn: Sigurgeir Valgeirsson
- Bíltegund: Trooper 35"
Re: Pústsmíði
Sæll borgaði 30þ fyrir 2,5 púst hjá Einari áttavilta fyrir ári síðan en það var undir terrano með einum kút.
-
- Innlegg: 128
- Skráður: 18.mar 2010, 10:52
- Fullt nafn: Halldór Hafdal Halldórsson
- Staðsetning: Vatnsleysuströnd
Re: Pústsmíði
fékk 3" rör og engan kút bara rör beint afturúr undir Mussó hjá BJB í vor fyrir 30.oookr svolítill hávað í gjöf en ok í hægagangi.
Re: Pústsmíði
siggi
Talaðu við þennan
Hann heitir Smári og er í síma 898 0602 veit að hann gerir eitthvað gott fyrir þig
ef þú nefnir mig á nafn.
kv
Frikki
Talaðu við þennan
Hann heitir Smári og er í síma 898 0602 veit að hann gerir eitthvað gott fyrir þig
ef þú nefnir mig á nafn.
kv
Frikki
Patrol 4.2 44"
Re: Pústsmíði
Sæll, ég mæli með Hjá Einari, hann er sanngjarn og er snöggur að þessu, best að hringja og panta tíma. Lét hann setja 3" undir hjá mér og borgaði um 70þ með opnum kút, gott verk.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Pústsmíði
Guðjón S wrote:......borgaði um 70þ með opnum kút, gott verk.
Það fara tvennar sögur af því, ég hef persónulega reynslu af honum í nokkrum skiptum og mun frekar borga meira hjá BJB eða Pústþjónustuni Ás en að fara aftur til Einars. Læt ekki bjóða mér það aftur að láta selja mér haugryðgað drasl undir bílinn.
Síðast breytt af Stebbi þann 29.nóv 2010, 00:29, breytt 1 sinni samtals.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 48
- Skráður: 01.feb 2010, 06:19
- Fullt nafn: Sigurður Már Ólafsson
- Bíltegund: Lexus IS 250
Re: Pústsmíði
Takk fyrir góð svör og góða umræðu, er búin að láta græja 2,5" púst undir með einum opnum kút.
Mjög sáttur.
Kv Siggi M
R-4349
Mjög sáttur.
Kv Siggi M
R-4349
Re: Pústsmíði
Mig langar að benda mönnum á að ég er með verkst. í Hafnarfirði og tek að mér allskonar verkefni. Hvort sem það er að smíða eða gera við. Einnig er ég með ýmsar bílavörur til sölu. Sanngjarnt verð.
Er í Norðurhellu 8 sími 853-3340
Kv. Jói
Er í Norðurhellu 8 sími 853-3340
Kv. Jói
Prodject Toylett Hilux Longcap eða hvað á að kalla það...
Re: Pústsmíði
Ég tala útfrá reynslu reynds bifvélavirkja sem lét smíða fyrir sig púst frá BJB og hann sagði að þeir noti rusl rör í pústið og endist þar af leiðandi ekki lengi. Mín reynsla af BJB var þannig ég ég var með mótor, álíka mótor í sláttuorfi sem ég var búinn að mixa á BMX hjól og vantaði spá pust drasl á það, þegar þeir höfðu lokið sér af var þetta rosa þungt og mikið púst .... flans-rör-breiðara rör-rör og þeir rukkuðu mig heilan 17 eða 18 þús kall, fyrir utan það að flansinn passaði ekki á mótorinn. Þannig gersamlega útúrkú, en þetta var nátturulega sérsakt hjól og allt það, en það hefði mátt segja sér það að ég var ekki að leita að þessu.
Tommi
Tommi
Re: Pústsmíði
Ég setti þetta inn á f4x4.is í sumar, læt þetta flakka hér líka :)
Málið var að pústið hjá mér var orðið eitthvað lélegt, bæði var stúturinn upp að túrbínunni ónýtur svo að það var engin leið að koma honum uppá (pústaði fram hjá) og ég beyglaði pústið aftast í aldamótaferðinni í vetur sem átti eftir að laga betur.
Ég fór í eina ágæta pústþjónustu í Hafnarfirði (BJB) korter áður en ég ætlaði að leggja af stað í sumarfrí (allt á síðustu stundu eins og venjulega) og lét þá skoða þetta hvort að hægt væri að laga þetta.
Þeir tjáðu mér að þetta væri allt saman ónýtt, (þar á meðal barkinn við túrbínuna) og þyrfti að skipta öllu draslinu út, aftari hlutinn var nú aðeins nokkurra mánaða gamall sagði ég honum, en hann sagði að það borgaði sig ekki að laga þetta.
Jájá sagði ég nú bara, og með mitt litla vit á þessu spurði ég hvað kostaði nýtt púst og hvort þeir gætu reddað því áður en ég fer úr bænum?
Það var eitthvað um 80þ kallinn, en sem betur fer (segi ég nú) þá áttu þeir ekki tíma.
Þannig að ég ákvað að drífa mig bara að stað og spá bara í þessu fyrir veturinn. Áhvað samt að hringja austur í Bón og púst á Egilstöðum og tékka hvað þeir tækju fyrir að smíða nýtt rör undir Musso, fyrst ég var nú á leiðinni austur. 50 þúsund kall sagði hann, ég tjáði honum að ég væri nú nokkuð sáttur með það og yrði í sambandi þegar ég kæmi austur.
Síðan fer ég austur og panta tíma hjá þeim, og hendi bílnum til þeirra og bíð, kem síðan aftur 3 tímum seinna og hann tjáir mér að það sé allt í lagi með þetta púst, ætti að duga í allavega 2-3 ár í viðbót, eina sem þeir gerðu var að laga beygluna á aftari hlutanum og skipta um stút uppá túrbínuna. þrýstiprófaði það, og það var í góðu lagi með barkann.
Reikningurinn 17þúsund krónur með 4x4 afslætti, sem hvarflaði ekki að mér að biðja um (sá hann á reikningum þegar ég var búinn að borga)
Svo ánægður var ég að ég bauð kellingunni út að borða um kvöldið (sem gerist nú ekki oft) :)
Málið var að pústið hjá mér var orðið eitthvað lélegt, bæði var stúturinn upp að túrbínunni ónýtur svo að það var engin leið að koma honum uppá (pústaði fram hjá) og ég beyglaði pústið aftast í aldamótaferðinni í vetur sem átti eftir að laga betur.
Ég fór í eina ágæta pústþjónustu í Hafnarfirði (BJB) korter áður en ég ætlaði að leggja af stað í sumarfrí (allt á síðustu stundu eins og venjulega) og lét þá skoða þetta hvort að hægt væri að laga þetta.
Þeir tjáðu mér að þetta væri allt saman ónýtt, (þar á meðal barkinn við túrbínuna) og þyrfti að skipta öllu draslinu út, aftari hlutinn var nú aðeins nokkurra mánaða gamall sagði ég honum, en hann sagði að það borgaði sig ekki að laga þetta.
Jájá sagði ég nú bara, og með mitt litla vit á þessu spurði ég hvað kostaði nýtt púst og hvort þeir gætu reddað því áður en ég fer úr bænum?
Það var eitthvað um 80þ kallinn, en sem betur fer (segi ég nú) þá áttu þeir ekki tíma.
Þannig að ég ákvað að drífa mig bara að stað og spá bara í þessu fyrir veturinn. Áhvað samt að hringja austur í Bón og púst á Egilstöðum og tékka hvað þeir tækju fyrir að smíða nýtt rör undir Musso, fyrst ég var nú á leiðinni austur. 50 þúsund kall sagði hann, ég tjáði honum að ég væri nú nokkuð sáttur með það og yrði í sambandi þegar ég kæmi austur.
Síðan fer ég austur og panta tíma hjá þeim, og hendi bílnum til þeirra og bíð, kem síðan aftur 3 tímum seinna og hann tjáir mér að það sé allt í lagi með þetta púst, ætti að duga í allavega 2-3 ár í viðbót, eina sem þeir gerðu var að laga beygluna á aftari hlutanum og skipta um stút uppá túrbínuna. þrýstiprófaði það, og það var í góðu lagi með barkann.
Reikningurinn 17þúsund krónur með 4x4 afslætti, sem hvarflaði ekki að mér að biðja um (sá hann á reikningum þegar ég var búinn að borga)
Svo ánægður var ég að ég bauð kellingunni út að borða um kvöldið (sem gerist nú ekki oft) :)
__________________________________________________
Musso 2000 árg, 2,9 38"
Musso 2000 árg, 2,9 38"
Re: Pústsmíði
Þeir hjá BJB hafa breyst til hins verra, orðnir algjörir okrarar. Ég smíða núna alltaf púst undir bílinn sjálfur, bæði fjölskyldubílinn og fjallabílinn. Keypti einu sinni aftari hluta í Cherokeeinn minn, hljóðkút + 1-2 metra af illa beygðu röri. Þetta var algjört drasl, örþunnt og illa beygt.
Þeir hjá BJB eru í einhverri fjármálameðferð hjá Arion banka, voru með hrikaleg erlend lán á öllu. Íslenska leiðin til að rétta sig af er að hækka allt um 100% og selja ónýtt drasl.
Djöfull er maður kominn með nóg af þessu okri, allsstaðar.
Stebbi Þ.
Þeir hjá BJB eru í einhverri fjármálameðferð hjá Arion banka, voru með hrikaleg erlend lán á öllu. Íslenska leiðin til að rétta sig af er að hækka allt um 100% og selja ónýtt drasl.
Djöfull er maður kominn með nóg af þessu okri, allsstaðar.
Stebbi Þ.
Re: Pústsmíði
Betra púst er með rosalega góða og vantaða þjónustu og mjög sanngjarn sem á þetta mæli með honum http://betrapust.is/
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur