hvaða koppafeiti á að nota í hilux

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
sgsg
Innlegg: 24
Skráður: 13.jún 2012, 06:06
Fullt nafn: Sigursveinn Guðjónsson

hvaða koppafeiti á að nota í hilux

Postfrá sgsg » 23.sep 2013, 04:21

Er með hilux árger 90 og var að spá í að fara að versla koppafeiti hjá N1 í hjöruliði hjólalegur framan og liðhús á framhásingu væri gott að fá ábendingar um hvaða feiti henti best í þetta get líka verslað hjá olís en N1 er nær
Kveðja Svenni




uxinn9
Innlegg: 104
Skráður: 10.feb 2011, 22:51
Fullt nafn: Arnar Þór Hjaltason
Bíltegund: Toyota hilux Dc
Staðsetning: Akureyri

Re: hvaða koppafeiti á að nota í hilux

Postfrá uxinn9 » 23.sep 2013, 08:01

Ég held það skifti ekki máli hvaða feiti þú notar á sköftinn.
En ég nota alltaf svokallaða núl feiti á hjólalegur og liðhús hún er seigfljótandi og smyr alltaf ekki eins og koppa feiti sem rennur aldrei til nema hún sé orðin heit kv


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: hvaða koppafeiti á að nota í hilux

Postfrá Haukur litli » 23.sep 2013, 11:52

Marine feiti loðir betur við, ágætt ef þú ert duglegur í vatnssulli, en er dýrari. Ég held að Universal feitin frá N1 dugi fínt í koppa á Hilux.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: hvaða koppafeiti á að nota í hilux

Postfrá Freyr » 23.sep 2013, 15:55

Ég nota alltaf LGWA frá SKF, fæst í N1 og Landvélum. Hún er "klístruð" og maður finnur vel þegar maður smyr t.d. nýjar legur hvað hún loðir vel við m.v. ódýrari feiti. Ég nota hana í allt, koppa, krossa, legur, stýrisenda o.s.frv. Hún er um tvöfallt dýrari en einhver normal feiti, kostar um 2.000 túpan minnir mig í stað 1.000 en mér þykir það marg borga sig ef fyrir vikið líftími varahluta lengist eitthvað.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: hvaða koppafeiti á að nota í hilux

Postfrá HaffiTopp » 23.sep 2013, 16:02

Hefur liturinn eitthvað að segja með gæðinn á koppafeitinni?
Svo er oft þegar maður fær öxulhosur stendur skrifað að það verði að nota feitina sem fylgir með þar sem hún sé sérstaklega fyrir liðina.
Eru eitthver sérstök fræði í þessu eða má maður nota koppafeiti og álíka í öxulliði?

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: hvaða koppafeiti á að nota í hilux

Postfrá jeepson » 23.sep 2013, 17:11

Ég keypti feiti sem oft er kölluð stefnisrörafeiti. Hún loðir vel við járn og þarf helst bremsuhreinsir til að ná henni af. Hún er hriklaega þunn og mjög vatnshrindandi er mér tjáð. Þetta fæst hjá olís og 5kg dolla kostar líka 15þús. En þetta nota ég í liðhúsin á patrol.. Ég skal taka mynd af dolluni og henda inn fyrir ykkur sem eruð að leita af feiti. En eins og hefur komið fram hérna að þá er nú venjuleg koppafeiti fín í sköft og liði.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

jongud
Innlegg: 2700
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: hvaða koppafeiti á að nota í hilux

Postfrá jongud » 23.sep 2013, 18:29

Skeljungur;
Alvania WR
Alhliða vatnsþolin EP* feiti sem þolir mikið þrýstiálag, ver
gegn sliti, heldur eiginleikum vel. Er sérstaklega gerð fyrir
vatnsaga og titring. Hentar vel sem stefnisrörafeiti.
Gæðastaðlar: DIN 51502 KP2K-20, ISO L-XBCEB


Olís;
TEXACO VANGUARD
-olía er gerð úr sérvöldum og hreinsuðum paraffín grunnolíum, blönduð fyrsta flokks
viðloðunarefni sem veldur því að olían loðir betur við og dreifist um málmfleti þótt til staðar
sé raki eða vatn.
NOTKUN
Vanguard er notuð til að smyrja gufustrokka og stóra gírkassa í iðnaði, þ.m.t. snigildrif og
rennifletir o.fl. Einnig til að smyrja skrúfuhausa og stefnisrör þar sem mælt er með olíu sem
breytist í þeytu í vatni.
Vanguard 460
olía nýtist best við meðalþrýsting, 5-10 bör, og 170-200°C hita í gufustrokkum.
Vanguard 1000
hentar til notkunar við meiri en 7-bara þrýsting og 170º-200°C hita í gufu-
strokkum

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: hvaða koppafeiti á að nota í hilux

Postfrá StefánDal » 23.sep 2013, 19:40

Þegar ég átti 38" Hilux var mér sagt að smyrja hjólalegurnar og lokurnar með drifolíu í stað feiti. Er eitthvað til í því?

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: hvaða koppafeiti á að nota í hilux

Postfrá Startarinn » 23.sep 2013, 19:52

N1 universal feitinni var í 2 mánuði þarna í sprautunni áður en þessi mynd var tekin. eins og þið sjáið er ágætis pollur þarna undir, hitinn í þessum skúr fór aldrei yfir 12 gráður á þessum tíma, var yfirleitt mun minni.
Við hættum að nota þessa feiti á skipinu hjá mér eftir að legur hrundu í 1 mótor og ásrafalanum hjá okkur nokkrum mánuðum eftir að við byrjuðum að versla við N1.
Ég ætla ekki að fullyrða að þessar legur hafi hrunið útaf feitinni en okkur fannst þessar bilanir og þessi mynd næg ástæða til að hætta notkun á N1 universal feitinni

Photo0145.jpg
Photo0145.jpg (90.9 KiB) Viewed 3095 times
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: hvaða koppafeiti á að nota í hilux

Postfrá villi58 » 24.sep 2013, 11:21

Startarinn wrote:N1 universal feitinni var í 2 mánuði þarna í sprautunni áður en þessi mynd var tekin. eins og þið sjáið er ágætis pollur þarna undir, hitinn í þessum skúr fór aldrei yfir 12 gráður á þessum tíma, var yfirleitt mun minni.
Við hættum að nota þessa feiti á skipinu hjá mér eftir að legur hrundu í 1 mótor og ásrafalanum hjá okkur nokkrum mánuðum eftir að við byrjuðum að versla við N1.
Ég ætla ekki að fullyrða að þessar legur hafi hrunið útaf feitinni en okkur fannst þessar bilanir og þessi mynd næg ástæða til að hætta notkun á N1 universal feitinni

Photo0145.jpg

Flestar feitar sem ég hef notað blæða svona eins og á myndinni með tímanum, sagt að væri bara eðlilegt sem mér finnst trúlegt, fer eftir hitastigi hversu hratt það gerist. Verðið segir oftast hver gæðin eru.
Nota núna Fin Griece frá Kemi.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur