hversu breiður er of breiður?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

hversu breiður er of breiður?

Postfrá Sævar Páll » 14.sep 2013, 11:45

Sælir. Er aðeins að velta fyrir mér felgumálum undir bílinn hjá mér og fór að spá hversu breiður of breiður jeppi væri? Ég er t.d núna með bíl á 44 með 14.5 tommu breiðar felgur, með um 9 cm backspace, og þá mælist hann um 2.45 út fyrir ystu brún hjóla. Ég held að lögin séu upp á max 2.55, en ég gæti verið að fara með rangt mál þar. Nú eru t.d einbreiðu brýrnar flestar merktar 2.60 , sem þýðir að ef að ég fer í 18 tommu breiðar felgur með sama backspace er ég kominn á svolítið grátt svæði með að komast yfir brýr.
Hver er ykkar reynsla í þessum málum?

Með fyrirfram þökk, Sævar P



User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: hversu breiður er of breiður?

Postfrá Magni » 14.sep 2013, 12:31

2.55 er hámarksbreidd

um stærð og þyngd ökutækja
nr 155/2007.

7. gr.
Breidd ökutækis.
Leyfileg breidd bifreiðar og eftirvagns er 2,55 m með þeirri undantekningu að yfirbygging
jafnhitavagns má vera 2,60 m
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur