Pajero missir kraft við inngjöf

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
stormur78
Innlegg: 5
Skráður: 09.sep 2013, 21:19
Fullt nafn: Kristmundur Þór Guðjónsson
Bíltegund: Pajero

Pajero missir kraft við inngjöf

Postfrá stormur78 » 09.sep 2013, 21:30

Var kaupa mér Pajero 2000 árg 3.5 bensín og lenti í því að bremsurör fór á öðrum degi. Ég lét gera við hann á verkstæði og það endaði í frekar stóri aðgerð. Það þurfti meðal annars að taka úr honum bensíntankinn og leggja þurfti rúma 5 metra af röri plús að það var skipt um kælivatnsrör. Þegar ég sæki bílinn í dag þá er bíllinn búinn að missa allan kraft og byrjar að hiksta við þyngri inngjöf. Þeir á verksæði fá bilunakóða 49 sem á að þýða að einn spíss er óvirkur en vita samt ekki hvað er að og afhenda mér bílinn í þessu ástandi.

Einhverjar hugmyndir hvað gæti verið að þar sem þetta gerist eftir að verkstæðið er búið að vera að fikta og taka hluti í sundur.

Kv. Kiddi



User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Pajero missir kraft við inngjöf

Postfrá HaffiTopp » 09.sep 2013, 22:28

Bensínstífla tilkomin þegar tankurinn hefur verið tekinn úr, hefur náð að ferðast upp í vélina. Þarf væntanlega að taka spíssana úr og hreinsa framan úr þeim. Þá þarf væntanlega að blása óhreinindunum til baka frá fuelrailinu og svo er að mér skillst smásía fyrir bensínið þarna framan á vélinni. Væri örugglega fínt að skipta henni út í leiðinni.


Ingójp
Innlegg: 149
Skráður: 09.des 2010, 04:00
Fullt nafn: Ingólfur Pétursson

Re: Pajero missir kraft við inngjöf

Postfrá Ingójp » 09.sep 2013, 22:34

Bara henda bílnum í þá og láta þá græja þetta


Höfundur þráðar
stormur78
Innlegg: 5
Skráður: 09.sep 2013, 21:19
Fullt nafn: Kristmundur Þór Guðjónsson
Bíltegund: Pajero

Re: Pajero missir kraft við inngjöf

Postfrá stormur78 » 10.sep 2013, 08:58

HaffiTopp wrote:Bensínstífla tilkomin þegar tankurinn hefur verið tekinn úr, hefur náð að ferðast upp í vélina. Þarf væntanlega að taka spíssana úr og hreinsa framan úr þeim. Þá þarf væntanlega að blása óhreinindunum til baka frá fuelrailinu og svo er að mér skillst smásía fyrir bensínið þarna framan á vélinni. Væri örugglega fínt að skipta henni út í leiðinni.


Takk fyrir þetta. Ég talaði við verkstæðið og sagði þeim nkl þetta og þeir ætla að kíkja á hann aftur.

kv. Kiddi


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur