Sælir,
Ég fæ engan straum inn á glóðarkertin, er búin að mæla frá Glow Plug Relay og að kertum og það er ekki continuity. Mig vantar að finna connector E65 / E204 sem á að vera þarna á milli.
Svo er annað sem ég er ekki alveg að átta mig á, samkvæmt bókinni á að vera 12V á kertunum í 20 sek eftir að svissað er á 20 sek eftir að það er startað og 5 min eftir að hann er komin í gang. Ég fæ 12 út úr Glow Plug Relay stöðugt eftir að ég svissa á, lét bílinn ganga í 10 min og var alltaf með fullan straum. Er eitthvað time delay relay sem ég er ekki að sjá eða er það ECM sem stjórnar þssum tíma.
Kv,
Ketill
Glóðarkerta vandræði, Patrol Y61
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Glóðarkerta vandræði, Patrol Y61
Það á að vera klukka sem stjórnar þessu já. Í Y60 eru kertin 6,5V og þau fá 12V í forhitun. ca 2-3sek og svo hita seinni 3 kertin í alt að 5mín eftir gangsetningu. En því er meðal annars stýrt af bæði snúning og vatnshita. Um leið og vatnið hefur náð 60° hætta þau að hita. En ef að hann nær 2000sn fyrir þessar 60°þá hætta þau líka að hita. Ég er með 11V kerti ýr Y61 í örðum pattanum mínum og aftengdi alt orginal glóðakerta kerfið. Það er reyndar útaf því að ég er með 4,2 TD rafkerfi í mínum bíl en RD28T mótor. Þannig að kerfin passa ekki saman. í 4,2 er t.d soggreina hitari. Ég aftendi bara annað relayið og lagði stýri straum frá takka að því og hita svo bara með takka. Eini gallin er að um leið og sleppi takkanum hættir hann að hita, þannig að ég þarf að skjóta annaðslagið inná hann svona fyrst um senn á meðan að hann er að ná hita. En það er bara ef að hann gengur í hæga gangi. Það hrjáir hann ekkert í akstri þegar að hann er kaldur. En á hinum pattanum er bara orginal kerfið sem virkar eins og ég var að útskýra.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 17
- Skráður: 09.jún 2013, 00:51
- Fullt nafn: Ketill Arni Ketilsson
- Bíltegund: Patrol
Re: Glóðarkerta vandræði, Patrol Y61
Ég er einmitt búin að tengja takka inn í bíl svona til bráðabirgða.
Mér skilst að það eigi að vera straumur á kertunum í 5 mín eða þar til vatnið hefur náð 50C hita. Ég var með sí-straum á þeim (eða frá relay) frá því að ég svissaði á og þar til að ég drap á bílnum 10mín seinna þegar hann hafði náð fullum hita. Spurning hvað það er sem stjórnar þessu.
Ef ég finn ekki E65 / E204 tengið þá legg ég sennilega bara nýjan vír frá Glow Plug Relay að kertunum. Vill bara ekki gera það fyrr en ég átta mig á því afhverju ég er með sí-straum á kertunum eftir að ég svissa á. Þau brenna sennilgea fljótt upp svona.
Kv,
Ketill
Mér skilst að það eigi að vera straumur á kertunum í 5 mín eða þar til vatnið hefur náð 50C hita. Ég var með sí-straum á þeim (eða frá relay) frá því að ég svissaði á og þar til að ég drap á bílnum 10mín seinna þegar hann hafði náð fullum hita. Spurning hvað það er sem stjórnar þessu.
Ef ég finn ekki E65 / E204 tengið þá legg ég sennilega bara nýjan vír frá Glow Plug Relay að kertunum. Vill bara ekki gera það fyrr en ég átta mig á því afhverju ég er með sí-straum á kertunum eftir að ég svissa á. Þau brenna sennilgea fljótt upp svona.
Kv,
Ketill
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur