Súkka/Hrælux

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Karvel
Innlegg: 171
Skráður: 02.feb 2010, 19:15
Fullt nafn: Smári Karvel Guðmundsson

Súkka/Hrælux

Postfrá Karvel » 07.nóv 2010, 23:40

Ætli 2.4 TD úr Hilux + kassi og millikassi passi í Vitöru/sidekick ?Og að það þurfi ekki að smíða allt gólfið uppá nýtt og lengja framendann ?


Isuzu

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkka/Hrælux

Postfrá Sævar Örn » 08.nóv 2010, 00:38

Passar og ekki passar, það er algengt hjá kananum að setja hilux gírkassa aftaná súkkuvélina. til að fá einhver ofurlág hlutföll skilst mér.

Það hafa verið settar vélar úr volvo í þessi húdd, og þær taka smá pláss. Skil ekki afhverju hilux myndi ekki komast, það er auðvitað pínu þrengsli milli demparaturnanna, en upp á hæðina að gera ertu nokkuð safe myndi ég álíta.

Lengdin líka því vatskassinn kæmist svolítið framar ef hann yrði festur neðar(eða boddíhækkaður og kassinn síkkaður)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
Karvel
Innlegg: 171
Skráður: 02.feb 2010, 19:15
Fullt nafn: Smári Karvel Guðmundsson

Re: Súkka/Hrælux

Postfrá Karvel » 08.nóv 2010, 19:56

ég myndi hugsa mér þetta þannig að vera með hásingar undan Toytotu, hvort þær séu ekki breiðari heldur það sem er undir súkkunum,ef svo er þá myndi skapast meira pláss milli demparaturna ?

Hugmyndin er bara í stuttu máli Súkka með Toyoto krami,
Isuzu

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1069
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Súkka/Hrælux

Postfrá gislisveri » 08.nóv 2010, 20:26

Ég held þetta sé vonlaust nema að auka burðinn og styrkja drifrásina, t.d. með Toy hásingu. Demparaturnar eru úr sögunni ef þú ert kominn á hásingu, svo það er kostur. Með klafasysteminu þyrftirðu svo stífa gorma að fjöðrunin yrði leiðinlegri en hún er.
Athugaðu samt að burðargetan á Vitara er takmörkuð þú gætir endað með að missa farþegasæti ef bíllinn þyngist mikið.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir