Sælir félagar
mig langar að henda inn hérna spurningu sem ég hef lengi velt fyrir mér en aldrei fengið ásættanleg svör við.
Nú eru menn kaupandi alls konar íhluti fyrir aukarafmagn í bílana hjá sér og oft kostar þetta mikið. Nú er til ógrynni af ónýtum bílum niðrí vöku, er ekki möguleiki að rífa rafmagnsbox úr öðrum bílum og nota?
kv Tolli sem er í miklum pælingum þessa dagana.
Aukarafkerfi
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Aukarafkerfi
Þú getur eflaust fundið box í einhverjum bíl, en þá þarft þú að finna það sem hentar þér t.d. hvað þarft þú stórt box og hvað þarf að vera í því. Þú þarft box sem tekur öll þau öryggi og realy sem þú kemur til með að nota. Best er að finna bíl sem er með aukarafmagni eins og margir jeppar eru með, eitthvað hefur nú verið til sölu hérna á spjallinu.
Kanski getur þú fundið eitthvað á partasölum box sem er í góðu lagi og rúmar það sem á að fara í það. Jamel og fleyri hljóta að eiga eitthvað handa þér. Kveðja! VR.
Kanski getur þú fundið eitthvað á partasölum box sem er í góðu lagi og rúmar það sem á að fara í það. Jamel og fleyri hljóta að eiga eitthvað handa þér. Kveðja! VR.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Aukarafkerfi
Ég er með box úr saab 9000 hjá mér, í því eru að mig minnir 6 relay og 10 öryggi, mjög fínt box og dugar vel fyrir mig.
Í terrano (allavega þessum með kringlóttu ljósunum) er box með nokkrum releyum, sennilega 5stk en ég held að það sé ekki öryggi í þeim.
Hér sést saab boxið, það er í brettinu vinstra megin í bílnum (hægra megin á myndinni) við hliðina á bremsuboosternum.

Bara til að gefa þér hugmyndir.
Í terrano (allavega þessum með kringlóttu ljósunum) er box með nokkrum releyum, sennilega 5stk en ég held að það sé ekki öryggi í þeim.
Hér sést saab boxið, það er í brettinu vinstra megin í bílnum (hægra megin á myndinni) við hliðina á bremsuboosternum.

Bara til að gefa þér hugmyndir.
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Aukarafkerfi
Takk fyrir þessi svör.
Ég ímynda mér að þegar menn eru með mjög háan dótastuðul þá geti verið nauðsynlegt að vera með þetta samsett eins og hentar hverjum og einum. En þegar um er að ræða búnað sem kallar á 3 - 4 rely og einhver auka öryggi hlýtur að vera auðvelt að græja það með boxi úr vökubíl.
kv Tolli
Ég ímynda mér að þegar menn eru með mjög háan dótastuðul þá geti verið nauðsynlegt að vera með þetta samsett eins og hentar hverjum og einum. En þegar um er að ræða búnað sem kallar á 3 - 4 rely og einhver auka öryggi hlýtur að vera auðvelt að græja það með boxi úr vökubíl.
kv Tolli
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur