3. miðstöðvarhraði Starex

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
brich
Innlegg: 70
Skráður: 24.apr 2012, 14:24
Fullt nafn: Björgvin Richardsson

3. miðstöðvarhraði Starex

Postfrá brich » 13.jún 2013, 08:58

3. miðstöðvarhraðinn virkar ekki í Starex - 1,2 og 4 virka fínt.
Takkinn eða mótstaðan?
Einhver sem hefur hugmynd hvar best væri að leita?
kkv,
Björgvin


Fór ekki fyrstur yfir jöklana 3 á 35" Hilux - en keypti mér einn slíkan sama ár.
Hef síðan farið flestallt sem fært er á hálendinu.


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: 3. miðstöðvarhraði Starex

Postfrá villi58 » 13.jún 2013, 09:53

Skoðaðu mótstöðu.

User avatar

Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: 3. miðstöðvarhraði Starex

Postfrá Haffi » 13.jún 2013, 11:28

Yfirleitt ef mótstaðan fer, þá virkar ekkert nema hæsta stilling. Ég myndi athuga takkann
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: 3. miðstöðvarhraði Starex

Postfrá Stebbi » 13.jún 2013, 20:57

Haffi wrote:Yfirleitt ef mótstaðan fer, þá virkar ekkert nema hæsta stilling. Ég myndi athuga takkann


Sammála, ef að mótstöðurnar eru raðtengdar eins og er oftast þá ætti 3 hraði og allt fyrir neðan að hætta að virka ef sá hluti brennur yfir.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


haffiamp
Innlegg: 269
Skráður: 21.jan 2012, 22:15
Fullt nafn: Hafþór Ægir Þórsson
Bíltegund: Terrano II 36"

Re: 3. miðstöðvarhraði Starex

Postfrá haffiamp » 11.júl 2013, 08:31

kanski lausn komin en ég átti galloper og þar hættu nr 1 og 2 að virka... þá fór sá hluti í mótstöðu en hún var með þrjú viðnám
mesti hraði fer ekki í gegn um mótstöðu eins og flestir vita en ég fór í miðbæjarradíó og keypti 2 stk viðnám á 300 kr og lóðaði sjálfur í mótstöðuna, þetta voru litlir kuppar og þurfti aðeins að vanda sig svo að báðir kæmust fyrir en þetta hafðist og hefur virkað í 1 og hálft ár núna


Höfundur þráðar
brich
Innlegg: 70
Skráður: 24.apr 2012, 14:24
Fullt nafn: Björgvin Richardsson

Re: 3. miðstöðvarhraði Starex

Postfrá brich » 10.apr 2014, 16:15

Jæja, skipti um rofann og ekkert breyttist - getur verið að mótstaðan sé öðruvísi uppbyggð en gerist og gengur og að hún sé farin?
Fór ekki fyrstur yfir jöklana 3 á 35" Hilux - en keypti mér einn slíkan sama ár.
Hef síðan farið flestallt sem fært er á hálendinu.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: 3. miðstöðvarhraði Starex

Postfrá Sævar Örn » 10.apr 2014, 16:25

bilanagreining í rafmagnsvandamálum er yfirleitt svona

mæla, sanna og laga

ekki giska, laga, og bölva

en líkurnar á því að þetta sé mótstaðan eru talsvert miklar, hinsvegar skaltu kippa henni úr og mæla viðnámið yfir tengin og þá sérðu væntanlega pól sem leiðir ekki yfir viðnám og þá er það viðnám brunnið

Þá er annaðhvort að fá annað viðnámsbretti í umbði eða partasölu eða gera eins og þeir sem vanari eru rafmagnsviðgerðum að lóða nýtt viðnám í brettið
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1069
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: 3. miðstöðvarhraði Starex

Postfrá gislisveri » 10.apr 2014, 16:46

Ég hef nokkrum sinnum lent í því að 1-2 hraðar bila í mótstöðunni, þær eru ekki allar eins og lýst er að ofan.
Um að gera að prófa hana.

User avatar

smaris
Innlegg: 233
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: 3. miðstöðvarhraði Starex

Postfrá smaris » 10.apr 2014, 20:42

Þetta er örugglega mótstaðan. Viðnámin eru öll tengd saman í annan endann (miðstöðvar meigin) en aðskilin í hinn endann (takka megin). Þess vegna dettur bara út einn hraði.

Kv. Smári.

User avatar

Þráinn
Innlegg: 90
Skráður: 02.mar 2011, 19:34
Fullt nafn: Þráinn Ársælsson
Bíltegund: Chevrolet K2500
Staðsetning: Vík í Mýrdal
Hafa samband:

Re: 3. miðstöðvarhraði Starex

Postfrá Þráinn » 13.apr 2014, 23:58

smaris wrote:Þetta er örugglega mótstaðan. Viðnámin eru öll tengd saman í annan endann (miðstöðvar meigin) en aðskilin í hinn endann (takka megin). Þess vegna dettur bara út einn hraði.

Kv. Smári.

fyrir 4 hraða er oftast notuð bara 2 viðnám
1 hraði í gegnum bæði viðnámin
2 hraði í gegnum stærra viðnámið
3 hraði í gegnum minna viðnámið
4 hraði ekkert viðnám

og vitna ég í sævar:
mæla, sanna og laga

ekki giska, laga, og bölva :)


Höfundur þráðar
brich
Innlegg: 70
Skráður: 24.apr 2012, 14:24
Fullt nafn: Björgvin Richardsson

Re: 3. miðstöðvarhraði Starex

Postfrá brich » 15.apr 2014, 11:13

Ekki bölvaði ég :-) - enda var rofinn hvort eða er líka farinn, 4 hraði datt inn og út og snertlurnar illa brenndar. Þess vegna var byrjað þar.
En mótstaðan var farin, ný komin í og allt eins og blómstrið eina.
Fór ekki fyrstur yfir jöklana 3 á 35" Hilux - en keypti mér einn slíkan sama ár.
Hef síðan farið flestallt sem fært er á hálendinu.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur