Daginn, ég var að spá hvort þið gætuð liðsinnt mér varðandi bilun í mussonum mínum.
Hann tók upp á því um helgina að ofhitna, ég tók eftir því að mælirinn var í botni á leiðinni heim og þegar heim var komið, eftir mjög rólega ferð, sauð á kælivökvanum. Það virðist sem það sé nóg af kælivökva og ég tek ekki eftir neinum lekum í vatnskassa né annars staðar í vélinni. Vélin nær að halda réttum hita í lausagangi en um leið og maður reynir hið minnsta á hana þá fer hitastigið upp en svo um leið aftur niður þegar hægt er á bílnum og hann látinn ganga lausagang. Það eru engin skrítin hljóð í vélinni og olían í lagi.
Hafið þið einhverjar hugmyndir hvað gæti verið að og með hverjum mæla menn í musso viðgerðir fyrir utan Benna?
Musso að ofhitna...
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 98
- Skráður: 23.mar 2013, 00:26
- Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
- Bíltegund: Toyota LC90
Re: Musso að ofhitna...
Já og ágætt að nefna að það er eðlilegur útblástur að koma úr honum
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Musso að ofhitna...
Þetta hljómar eins og ónýtur vatnslás, einfalt og ódýrt að skipta um hann.
Re: Musso að ofhitna...
lenti í þessu með musso sem ég átti og var ástæðan sú að sílicon kúplingin á viftuspaðanum var orðin léleg
Re: Musso að ofhitna...
Tóti fyrrum verkstæðisformaður Benna er með verkstæði á Höfðanum (Eirhöfða) þarna neðst á planinu þar sem Berhard notaðir, Litla Bílasalan og fleirri eru. l
Re: Musso að ofhitna...
Hér hafa verið nefndar tvær orsakir, vatnslás og silicon viftan. Hvoru tveggja getur verið skýring. Kannski rétt að byrja að athuga það og finnst mér þá viftan vera sennilegri skýring. Hitt er svo annað að ef hann er að sjóða vatnið upp í forðaboxið sí og æ þá er sennilega farin hjá þér heddpakkning. Mögulega er heddið sprungið en tel það ólíklegt. Erum við ekki annars að tala um 5 cyl. dísilbílinn? L.M.
Re: Musso að ofhitna...
nánast 100% að það þurfi að plana heddið,skiptu svo um silicon kúplinguna,hún er örugglega ástæðan fyrir þessu
-
- Innlegg: 460
- Skráður: 28.apr 2010, 13:36
- Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
- Bíltegund: Jeep cj5
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Musso að ofhitna...
Ef bíllinn er að hita sig undir álagi á ferð td. útá þjóðvegi þá er það eitthvað annað en silicone kúplingin þar sem vindkælingin ein og sér á að vera næg kæling þó það væri vel hlýtt úti, ég veðja á vatnslás og jafnvel skipta út kælivökvanum ef hann er orðinn gamall og þrýstiprófa svo kælikerfið til að vera fullviss um að hann sé ekki að gleypa vatn inná sig.
kv. Kristján
kv. Kristján
Re: Musso að ofhitna...
Sælir
Er engum sem dettur í hug vatnskassinn? Það er nú hlututinn sem kælir vatnið.
Kv Bjarki
Er engum sem dettur í hug vatnskassinn? Það er nú hlututinn sem kælir vatnið.
Kv Bjarki
Kv
Bjarki
Bjarki
-
- Innlegg: 460
- Skráður: 28.apr 2010, 13:36
- Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
- Bíltegund: Jeep cj5
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Musso að ofhitna...
auðvita er gott að hafa kassann líka í huga en finnst hann frekar ólíkleg orsök þar sem hann segir engann leka vera neinstaðar og bíllinn virðist byrja á þessu snögglega þessvegna finnst mér lásinn líkleg orsök og vonandi að það sé ekki alvarlegra en það :)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 98
- Skráður: 23.mar 2013, 00:26
- Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
- Bíltegund: Toyota LC90
Re: Musso að ofhitna...
Bíllinn komst að á verkstæði og í fyrstu héldu menn að þetta væri vatnslásinn en sökudólgurinn reyndist vera vatnsdælan.
Ég þakka annars góð ráð hér á þráðinn. Sem betur fer var þetta ekki heddið :)
Ég þakka annars góð ráð hér á þráðinn. Sem betur fer var þetta ekki heddið :)
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Musso að ofhitna...
Ég hefði einmitt bent á vatnsdæluna, ég hef lent í því með Musso sem frændi minn átti. Við fengum vatn inná vélina í ferð um 10 km frá Laugafelli og þurftum að rífa soggreinina af á staðnum til að ná kertum úr og vatni af vélinni áður en allt frysi fast. Það fraus vatn í intercoolernum svo hann var aftengdur til að komast í laugafell.
Eftir 6 kílómetra akstur sýður á bílnum og við erum dregnir þaðan í Laugafell og svo til byggða daginn eftir þegar þótti fullsýnt að heddpakkning hlyti að vera farinn þar sem alltaf sauð á bílnum nema vélin væri alveg álagslaus.
Við kipptum heddinu af og kom þá í ljós að ein stimpilstöng var boginn. skipt var um hana, hedd planað og þýstiprófað þó að ekki sæi á neinu og heddið sett á aftur.
Það sauð fljótlega á bílnum, við veltum fyrir okkur vatnsdælunni en útilokum hana þar sem það var bara ekki fræðilegur möguleiki að hún færi við að fá vatn inná mótorinn, eftir að hafa kippt heddinu af aftur og þrýstiprófa aftur fer bíllinn á endanum í Kistufell, þar sem orsökin finnst, brotið hjól í vatnsdælu, sem er vel á minnst úr PLASTI!!
Og það sem við lærðum af þessu...
...rannsaka ALLT sem okkur dettur í hug áður en við gefumst upp!!
Eftir 6 kílómetra akstur sýður á bílnum og við erum dregnir þaðan í Laugafell og svo til byggða daginn eftir þegar þótti fullsýnt að heddpakkning hlyti að vera farinn þar sem alltaf sauð á bílnum nema vélin væri alveg álagslaus.
Við kipptum heddinu af og kom þá í ljós að ein stimpilstöng var boginn. skipt var um hana, hedd planað og þýstiprófað þó að ekki sæi á neinu og heddið sett á aftur.
Það sauð fljótlega á bílnum, við veltum fyrir okkur vatnsdælunni en útilokum hana þar sem það var bara ekki fræðilegur möguleiki að hún færi við að fá vatn inná mótorinn, eftir að hafa kippt heddinu af aftur og þrýstiprófa aftur fer bíllinn á endanum í Kistufell, þar sem orsökin finnst, brotið hjól í vatnsdælu, sem er vel á minnst úr PLASTI!!
Og það sem við lærðum af þessu...
...rannsaka ALLT sem okkur dettur í hug áður en við gefumst upp!!
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur