Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 27.06.16
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar gerum þetta svona. Búið að hanna þetta með ykkar hjálp 1/3 og þolinmæði sem hægt er að taka úr. kveðja Snilli og Tilli.
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Góðann daginn Þið eruð að tala um að nota 20" felgur það eru líka 20" hjá Rússunum , Ég tel að í því ljósi sé ekki spurning að nota Únimogg felgusetninguna og skrúfa diskana á með öðrum boltum eða nota Múkka diska , Þetta sparar verulega vinnu og kostnað , Verður líka miklu auðveldara að fá felgur.
Felgusetningin og boltar eru líka örugglega nógu sterk,
Kveðja Þórir,
Felgusetningin og boltar eru líka örugglega nógu sterk,
Kveðja Þórir,
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir jæja 1 st 54" komin undir svona til að máta og stilla backspeis og annað. En ég er búinn að vera að horfa á stífurnar að framan. Þegar bíllinn tekur á þá leitast hann til að lyftast óvenju mikið að framan. Hvernig hafa þessar bronco stífur verið að reynast og er á einhvern hátt hægt að smíða fjöðrun sem þrýstir átakinu niður á td. framhásinguna þegar verið er að príla upp bratta brekku. Hugmyndir að góðri framfjöðrun eða stífum væru vel þegnar í bílnum er núna 80 Cruser framgormar og Range Rover að aftan. kveðja Snilli og Tilli
- Viðhengi
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir, í sambandi við stýrisarmana er ekki gott að breyta þeim mikið. Þegar millibilsstöngin er framanvið hásingu þurfa armarnir að vísa að felgunni svo stýrið virki rétt, þetta heitir ackerman angle á frummálinu:
http://s178.photobucket.com/albums/w269/teflons-torque/073_C_014_Steering/IMG017_3.gif
Bestu kveðjur, Geiri
http://s178.photobucket.com/albums/w269/teflons-torque/073_C_014_Steering/IMG017_3.gif
Bestu kveðjur, Geiri
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sæll Geiri nú er millibilsstöngin aftan á hásingunni er sama lögmál þannig. Hvað gerist ef armurinn mundi vísa nærri beint fram? kveðja Guðni
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Icerover wrote:Sælir, í sambandi við stýrisarmana er ekki gott að breyta þeim mikið. Þegar millibilsstöngin er framanvið hásingu þurfa armarnir að vísa að felgunni svo stýrið virki rétt, þetta heitir ackerman angle á frummálinu:
http://s178.photobucket.com/albums/w269/teflons-torque/073_C_014_Steering/IMG017_3.gif
Bestu kveðjur, Geiri
Ég var að skoða hjá mér, Hilux 90" stefnuna á örmunum og sýndist vera c.a. 1. - 1. 1/2 cm þannig að það virðist ekki þurfa mikið að snúa út að felgu.
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Þetta er ekkert mál með togstangararminn hann má vísa hvert sem er beint,inn eða út bara hvað hentar best eina sem er að millibilsarmarnir þurfa að vera réttir.
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
jeepcj7 wrote:Þetta er ekkert mál með togstangararminn hann má vísa hvert sem er beint,inn eða út bara hvað hentar best...
Ef armurinn fyri togstöngina vísar ekki beint fram þá verður virknin á stýrinu ósymmetrísk -þ.e. þá þarf fleiri snúninga í fulla beygju í aðra áttina en hina.
Á ekki að koma að sök ef þetta er ekkert meiriháttar frávik.
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Fyrst millibilsstöngin er aftanvið þá á/má þetta vera hina leiðina. ss amarnir frá felgubrún, eins og Hrólfur segir skiptir ekki öllu með arminn fyrir togstöngina, afsakið þessa afskiptasemi :)
http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/43/Ackermann_simple_design.svg/170px-Ackermann_simple_design.svg.png
kv. Geiri
http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/43/Ackermann_simple_design.svg/170px-Ackermann_simple_design.svg.png
kv. Geiri
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar það býr mikill fróðleikur hér á þessari síðu. Sama um hvað er spurt alltaf einhverjir með svör og tilbúnir að hjálpa. En í sambandi við fjöðrun á svona portal framhásingu hvaða uppsetning er best í því, miðað við að við ætlum að nota td. cruser 80 framgorma? Eru þessar bronco 74 framstífur ekki nógu góðar er hægt að gera betri framstífur.kveðja guðni
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
sukkaturbo wrote: En í sambandi við fjöðrun á svona portal framhásingu.... kveðja guðni
Er ekki þessi sérkennilega fjöðrunarhreyfing sem þú lýsir ekki einfaldlega tilkominn vegna þess að grindarfesting á stýfunum er langt fyrir ofan hjólmiðju og barðinn þar að auki mjög stór? Í "fullkomnum heimi!" ættir þú að lengja framstífuna til samræmis við stækkun a dekki og hafa grindarfestinguna rétt fyrir neðan hjólmiðju.
Hvernig framstífur eru notaðar á USA vörubílunum með Múkka hásingum?
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Ackerman angle miðast við það að ef maður dregur línu frá stýrisendanum í gegnum spindillinn (spindill - stýrisenda ef millistöngin er að aftan) beggja vegna þá á línan helst að skerast í miðri aftur hásingu. Við þetta fær maður réttasta beygju radiusinn. Menn verða að fara varlega í að breita stýris örmum til að draslið beygir rétt þar sem að annað dekkið þarf að beygja meira en hitt. En þetta með Bronco fram stýfurnar er erfit að segja margir vilja meina að þær séu ónothæfar en svo eru aðrir sem segja þær fínar.
Kv Jón
Kv Jón
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar spurning hvort þið eruð til í að velta upp hugmyndum af stífum og uppsetningu á þeim með okkur og setja inn linka á hugsanlega fjöðrun ef til er eitthvað á you tube eða annarsstaðar. Núna eru Bronco 74 stífur að framan og fourlink að aftan með að mér finnst með allt of síðum festingum að aftan. Er til í ykkar viskubrunni eitthvað um stífu smíði á portal hásingum þannig að neðsti hlutinn á hásingunni verði ekki stífufestingin eins og þetta er að aftan núna. Núna leitast bíllinn til að lyfta sér upp að framan þegar stígið er á bremsuna ég vil frekar að hann þrýsti sér niður á framenda við átak eða fari allur niður. Við ætlum að vera með 80 Cruser gorma að framan og Range rover að aftan eins og er núna í bílnum. kveðja Snilli og tilli
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir snillingar, mér lýst vel á þessa græjun á portölunum hjá ykkur.
Afturfjöðrun:
Ég myndi spá í hvort að það sé pláss fyrir gormana fyrir utan grindina að aftan. Pælingin með því er að hann yrði ekki eins svagur með lengra á milli gormanna. Erfitt að átta sig á því út frá myndunum, en líklega er ekki pláss fyrir gormana fyrir utan - sér í lagi ekki ef þið notið felgur með mikið backspace?
Ég mundi halda mig við fourlink að aftan.
Fyrir neðri stífurnar:
Hreinsa bracketin af hásingunni og smíða ný ofar - sem mundu nema við neðri brún á hásingarrörinu. Þannig að lítið sem ekkert af þeim eða stífunni skagi niður fyrir það. Þá sýnist mér að stífufestingin í grindinni gæti haldið sér óbreytt og stífurnar yrðu sem næst láréttar, sem er æskilegt.
Efri stífur:
Byggja turna ofan á hásingarrörið til að fá gott bil á milli efri og neðri festinga. Ég mundi reyna að hafa 20 cm hæðarmun á milli stífuboltanna, jafnvel meira í þessu tilfelli. Það er erfitt að átta sig á hvort að pláss er fyrir turna svipaða og í Patrol að aftan - þ.e með stífurnar innan við gormana vísandi út í grind. En mér sýnist að af gormarnir eru fyrir innan - eins og nú er - þá sé nóg pláss fyrir turnana út við hjól hvoru megin þannig að þeir, og þar með eftri stífurnar, verði fyrir utan grind. Sennilega einfaldast að miða við að hafa efri stífurnar jafn langar og þær neðri og reyna að láta þær halla svipað.
Afturfjöðrun:
Ég myndi spá í hvort að það sé pláss fyrir gormana fyrir utan grindina að aftan. Pælingin með því er að hann yrði ekki eins svagur með lengra á milli gormanna. Erfitt að átta sig á því út frá myndunum, en líklega er ekki pláss fyrir gormana fyrir utan - sér í lagi ekki ef þið notið felgur með mikið backspace?
Ég mundi halda mig við fourlink að aftan.
Fyrir neðri stífurnar:
Hreinsa bracketin af hásingunni og smíða ný ofar - sem mundu nema við neðri brún á hásingarrörinu. Þannig að lítið sem ekkert af þeim eða stífunni skagi niður fyrir það. Þá sýnist mér að stífufestingin í grindinni gæti haldið sér óbreytt og stífurnar yrðu sem næst láréttar, sem er æskilegt.
Efri stífur:
Byggja turna ofan á hásingarrörið til að fá gott bil á milli efri og neðri festinga. Ég mundi reyna að hafa 20 cm hæðarmun á milli stífuboltanna, jafnvel meira í þessu tilfelli. Það er erfitt að átta sig á hvort að pláss er fyrir turna svipaða og í Patrol að aftan - þ.e með stífurnar innan við gormana vísandi út í grind. En mér sýnist að af gormarnir eru fyrir innan - eins og nú er - þá sé nóg pláss fyrir turnana út við hjól hvoru megin þannig að þeir, og þar með eftri stífurnar, verði fyrir utan grind. Sennilega einfaldast að miða við að hafa efri stífurnar jafn langar og þær neðri og reyna að láta þær halla svipað.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Í framhaldi af því sem Ólafur skrifar, þá hafði ég gromana aftanvið hásingu hjá mér þar sem ég hækkaði bílinn ekki það mikið að það væri pláss fyrir þá ofaná hásinguna, út við grind. Þetta gerði ég til að hann yrði sem minnst svagur, því maður vill hafa gormana sem alla yst.
Spurning hvort það gæti hentað ykkur?

Spurning hvort það gæti hentað ykkur?

http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Takk félagar fyrir svörin. En eins og Valpinn var með þetta þá eru tvær neðri stífur með stuttum festingum sem skaga lítið niður fyrir rörið og ein efri stífa með töluvert hárri festingu til að taka á móti væginu af portalinum. Bacspeisið á felgunum hjá okkur verður mikið eða um 20 cm á myndinn er ekkert backspeis enda 15" felga. En þá velti ég upp í sambandi við gormana hvort ekki sé í lagi að taka grindina í sundur og setja 6" rör inn í og hafa gormana inn í rörinu og þá töluvert utar í eiðinni og styrkja vel. Spurning hvort það fengist samþykkt þannig í skoðun? kveðja S og T
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sæll, það er stórskemmtilegt að fá að fylgjast með þessari smíði ykkar félaga.
Mér líst betur á hugmyndina hans Ella en að hræra í grindinni, ef þið farið þá leið að hræra í grindinni þá myndi ég frekar mjókka grindina alla leið aftur, ekki bara smá bút.
Verðið þið með eldsneytistanka fyrir framan afturhásingu?
Mér líst betur á hugmyndina hans Ella en að hræra í grindinni, ef þið farið þá leið að hræra í grindinni þá myndi ég frekar mjókka grindina alla leið aftur, ekki bara smá bút.
Verðið þið með eldsneytistanka fyrir framan afturhásingu?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir aftur Kiddi og takk fyrir örvandi orð. En tankurinn nær núna frá afturstuðara og fram undir miðjan bíl og er inn í grindinni og fyllir alveg upp í grindina. Það er líklega hægt að færa gormana en fer eftir hversu mikið backspeis við komust af með varðandi hámarksbreidd sem er 250 og undanþága 255cm. Ég var búinn að lesa einhversstaðar um að búið væri að setja rör í gegnum grind að framan á einhverjum nýlegum pickup sem verið er að setja Mog hásingar undir og breita framstífum þannig að hægt væri að leggja meira á bílinn. Það var gert til að geta haft gormana utar skilst mér. kveðja S og T.
-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
hæ við notuðum allir auka stífu sem var ansi ramgerð hún stoppaði yfir veltuna á hásinguni annars fór hásingin að velta fram og afur en þetta var 82-85 en þegar soðið var i unimog rörið brotnaði oft gat á rörið það virtist vera bottstál blanda i rörinu
eg hugsaði þá að best sé að smiða allt út frá samsetningunum td með milliplötu ef hægt er en þa drekst öxullinn út sem nemur plötuni sem sett er á milli (þetta er kanski ekki hægt enda bara hugmynd) en eg sá ekki að neitt brotnaði i þessum hásingum undir lettum jeppum þó að um 500hp vélar væru notaðar og td að vera með 429- 460ford og allt fast i klaka ut i á og sleppa kúplinguni á 6000rpm og ekkert brotnaði reyndar hef ég bara séð niðurgirunar húsið brotið eftir vatn fraus i husinu svo maður þarf að ath reglulega hvort vatn komist inn i húsin
en hafið þið dreigið svona bil á svona hásingum það er rosalega þungt yfir 60km hraða svo mikil niðurgírun er eins og bremsa
eg hugsaði þá að best sé að smiða allt út frá samsetningunum td með milliplötu ef hægt er en þa drekst öxullinn út sem nemur plötuni sem sett er á milli (þetta er kanski ekki hægt enda bara hugmynd) en eg sá ekki að neitt brotnaði i þessum hásingum undir lettum jeppum þó að um 500hp vélar væru notaðar og td að vera með 429- 460ford og allt fast i klaka ut i á og sleppa kúplinguni á 6000rpm og ekkert brotnaði reyndar hef ég bara séð niðurgirunar húsið brotið eftir vatn fraus i husinu svo maður þarf að ath reglulega hvort vatn komist inn i húsin
en hafið þið dreigið svona bil á svona hásingum það er rosalega þungt yfir 60km hraða svo mikil niðurgírun er eins og bremsa
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sæll Hannibal ég var að snúa einum portalnum en á honum er 750x16,5" dekk orginal, gamall hjólbarði svona til að láta bílinn standa á. Ég hafði á orði hversu þungt væri að snúa hjólinu og hvað væri mikið viðnám í drifrásinni. Félagi minn sem er gáfumenni mikið með stóra beesippa greip þá um jógan og snéri draslinu auðveldlega með bros á vör. Svo það virðist ekki vera sama hvorumegin maður er við hjólið. kveðja Tilli
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskyra þetta en þegar ég breytti mínum gamla þá var ég að vandræðast með að halda bílnum lágum. Ég leysti þetta þannig að ég skar grindina i sundur aftast í hjólboganum og svo aftur töluvert aftar og hafði svo endaskipti á butnum, þá var hjólboginn á grindinni orðinn töluvert lengri og nóg pláss fyrir gorminn.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sæll Rúnar það er búið að breita grindinni í crusernum hún er orðin bein fyrir aftan kassa og aftur úr. kveðja S og T
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Jæja Guðni nú er komið að því að fá upplýsingar um stöðuna á breytingum, hvernig gengur ?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar nú eru tveir seinni portalarnir komnir undir og bíllinn kominn á skurðstofuhjólin svo maður nái upp á grindina. Bíllinn var settur á kerru og farið með hann í aðgerð þar sem fram fór brott nám á krabbameini og var húsið tekið af og sett í geymslu á þurrum og góðum stað þar til lækning finnst hjá Kára í Erfiðugreiningu. Síðan háþrýsti þvoði Snilli mig og grindan ásamt vél og kössum með 300 bar háþrýstidælu og 100 gráðu heitu vatni eða þannig. Svo að nú er ég fagur rauður á mörgum stöðum og ekki lengur fallega brúnn. Síðan var farið með undirvagninn á verkstæðið þar sem ég er með bestu aðstöðu í heimi og hún hengd til þerris í 2 metra hæð eins og góðra húsmæðra er siður. Búið er að skúra og gera fínt þar sem hann mun standa næstu mánuðina. Framundan er mikil kaffi drykkja og pælingar í endursmíði bílsins og treysti ég á ykkur félagana að koma með góð ráð. Byrjað verður á endursmíð á stífum og fjöðrunarbúnaði og stilla upp hásingum að nýju. Svo sem færa gorma utar jafnvel inn í rör sem tekið verður í gegnum grindina. Aðrar fram stífur og þá væri gott að fá hugmyndir um stífugerð, Patrol eða 80 Cruser, kanski sérsmíðað eitthvað?? Svo og Stífu vasa og fleira. Hliðar stífuna að framan. Sú sem er er að framan núna er töluvert styttri en togstöngin og munar um helming en halli svipaður bíllinn leitaðist til að lyfta sér upp við átak og fyrri eigandi Baldur kvartaði yfir litlu átaki á framhásinguna í brekkum eða litlu trakki í brekkum að framan. Afhverju ætli það sé?? Kanski afþví að það eru Bronco stífur að framan þessar gömlu sem klemma utan um og engin efri stífa til að halda á móti væginu í portölunum að framan. Er vitlegt að setja A stífu ofan á afturhásinguna að aftan eða turn upp fyrir eina efri stífu og hafa þetta eins og í valpinum og þá líka að framan.Jæja endilega látið ljós ykkar skína í sambandi við fjöðrunar mál á þessum Unimog Cruser. kveðja Snilli og Tilli
- Viðhengi
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sæll Guðni . Spurning að sérsmíða stýfur ( Langar stýfur )og hafa þær eins að aftan og framan . Láta þær svo tengjast við öflugan bakka ( hlífðarpönnu ) undir miðjum bíl , bolta svo bakka/hlífðarpönnuna við grindina , með þessu tekurðu álagið af grindinni og mögulega grindarbrot í grindinni í kringum suðurnar. Með þessari aðferð geturðu haft sveiflu hásingar minni í krossfjöðrun og þær keyra sig ekki undir sjálfa sig , vona að þú hafir skilið þessa útfærslu. Þetta er svipað og Long suspension kittið sem hægt er að kaupa í Wrangler og Súkku , þar kemur hlífðarplata sem stýfurnar boltast í og svo boltast hlífðarplatan í grindina.
mbkv; Árni
mbkv; Árni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sæll Árni og takk fyrir þessa hugmynd er þetta til einhversstaðar á Google eða you Tube í myndrænu formi. kveðja S og T
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sæll Guðni finn ekki margar myndir af þessu en hér er ein http://blog.powerblocktv.com/xtreme-4x4 ... er-part-i/ og þarna er á ferðinni four link fjöðrun en svo er líka hægt að vera með þetta í range rover framstýfu formi en bara lengri , ca. 30-40cm lengri
mbkv; Árni
mbkv; Árni
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Hér er önnur mynd þar sem þú sérð stykkið undir miðjum bílnum http://www.2040cars.com/Suzuki/Samurai/ ... 2a-226872/
mbkv; Árni
mbkv; Árni
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sæll Guðni hérna eru betri myndir af þessu þarft að skoða allar myndirnar til sjá þetta vel http://www.lowrangeoffroad.com/index.ph ... views.html
mbkv. Árni
mbkv. Árni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sæll aftur og takk fyrir myndirnar.Mér lýst nokkuð vel á lengdar Range Rover stífu útfærslunakveðja S og T
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Síðast breytt af Tjakkur þann 16.aug 2013, 20:57, breytt 1 sinni samtals.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Þetta er rosaleg fjöðrun mikil smíði. Alltof of mikil fyrir mig og ég yrði sjóveikur varð það við að horfa á myndbandið en takk samt . Ég held að best sé að finna sér 80 Cruser stífur að framan á góðu verði og vinna út frá þeim. kveðja Guðni
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Fyrir utan reyndar fóðringuna upp við grind sem er fín í cruiserstífunni er eitthvað annað sem græðist á henni framyfir bronco stífuna?
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sæll Hrólfur ég veit það bara ekki. En mér var sagt að Bronco stífan sem klemmist utan um hásinguna héldi henni ekki nógu vel þar sem Unimog hásingin er svo þykk og maður sér að stífan klemmist ekki nógu vel saman og hætt er á að hásinginn snúist í mikklu átaki. En annað mál vélin var rifin af grindinni og þvegin og sett á bretti og svo í góða geymslu. Afturhásingin tekin undan og verða smíðaðar nýjar stífufestingar og hún færð eitthvað aftar og gormar settir utar eða eins og hægt er miðað við 25cm backspeis og 18" breiðar felgur og 54" dekk. Grindin verður hreinsuð og tekin af henni öll rör og auka eyru og festingar og svo opnuð á kafla til að hreinsa innan úr henni og mála hana að innan með ruststopp efni frá Bílanaust og gert eins vel og hægt er.
- Viðhengi
Síðast breytt af sukkaturbo þann 10.jún 2013, 21:35, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 138
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Baldur Pálsson
- Staðsetning: Akureyri
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
sukkaturbo wrote:Sæll Hrólfur ég veit það bara ekki. En mér var sagt að Bronco stífan sem klemmist utan um hásinguna héldi henni ekki nógu vel þar sem Unimog hásingin er svo þykka og maður sér að hún klemmist ekki nógu vel saman og hætt er á að hásinginn snúist í mikklu átaki. En annað mál vélin rifin af grindinni og þvegin og sett á bretti og svo í góða geymslu. Afturhásingin tekin undan og verða smíðaðar nýjar stífufestingar og hún færð eitthvað aftar og gormar settir utar eða eins og hægt er miðað við 25cm backspeis og 18" breiðar felgur og 54" dekk. Grindin verður hreinsuð og tekin af henni öll rör og auka eyru og festingar og svo opnuð á kafla til að hreinsa innan úr henni og mála hana að innan með ruststopp efni frá bílanausteins vel og hægt er.
Sæll Guðni felgurnar sem ég var með voru 16" breiðar og backspacið 15 cm, miðað við það fannst mér ekki vera pláss fyrir meira backspace, hann var 245 cm á breidd .Nema þá að setja gorminn inn í rör þá myndi þetta sleppa.
kv
Baldur
p.s Djöfulli líst mér vel á þetta hjá ykkur hann fór greinilega í réttar hendur.Ég fer að kíkja á ykkur með restina.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sæll Baldur og takk fyrir það endilega að mæta á svæðið og pæla í þessu með okkur. Öll ráð tekin og skoðuð og það er nóg kaffi á könnunni. Heldur þú að Boddýið sé komið upp úr snjónum. kveðja Guðni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Jæja búið að skera og slípa í tvo daga. Allar festingar fyrir aftan miðja grind eru farnar og allt smíðað upp á nýtt. Opnaði grindina til að skoða inn í hana. En þar var nóg af ryði og drullu. Smíðuð var ný efri gormafesting sem kemur inn í grindina.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Ég er ekki frá því að hér séu nokkur handtök eftir í að þetta fari út að leika.... :)
Eitt mest spennandi verkefnið á spjallinu í dag :)
Eitt mest spennandi verkefnið á spjallinu í dag :)
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Þetta er alveg magnað dæmi
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
-
- Innlegg: 181
- Skráður: 26.apr 2011, 13:41
- Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
- Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir
Verðandi stífur að framan þá myndi ég ekki nota Bronco, land Cruiser eða aðrar svipaðar stífur. Ástæðan er að vegna niðurgírunar út við hjól er snúningsvægið sem verkar á stífur þegar hjólum er snúið, öfugt á við það sem gerist í bílum án niðurgírunar. Ofan á það bætist svo vægisarmur upp á um 127 mm sem er fjarlægð frá miðju hjóls að miðjulínu drifs. Þetta margfaldar snúningsvægið sem stífan sér og veldur því að bíllinn lyftist upp að fram í átökum. Til að leysa þetta er best að setja upp 4 link kerfi, með langar stífur og neðri stífan með festipunkt á hásingu ekki ofar en hjólmiðju. Hafa langt á milli efri og neðri festipunkts á hásingu, ( um 25 cm) en mun styttra á milli festipunkta í grind. Menn geta einnig útbúið stífu vasana í grindinni með nokkrum götum þannig að hægt sé að breyta millibili og halla á stífum, Þannig má breyta kröftum sem verka upp í grind.
Þegar um niðurgíraðar hásingar og 54“ dekk er að ræða eru kraftarnir sem stífurnar þurfa að bera mun stærri en í minni bílum, því komast menn ekki upp með stór mistök í uppsetningu á þessum bílum.
Herra Unimog leysir þetta með torque tube, sem er löng og nær aftur fyrir massamiðju bílsins, en það eru til mun betri uppsetningar en það fyrir okkar fjallamennsku.
kv
Kristján Finnur
Verðandi stífur að framan þá myndi ég ekki nota Bronco, land Cruiser eða aðrar svipaðar stífur. Ástæðan er að vegna niðurgírunar út við hjól er snúningsvægið sem verkar á stífur þegar hjólum er snúið, öfugt á við það sem gerist í bílum án niðurgírunar. Ofan á það bætist svo vægisarmur upp á um 127 mm sem er fjarlægð frá miðju hjóls að miðjulínu drifs. Þetta margfaldar snúningsvægið sem stífan sér og veldur því að bíllinn lyftist upp að fram í átökum. Til að leysa þetta er best að setja upp 4 link kerfi, með langar stífur og neðri stífan með festipunkt á hásingu ekki ofar en hjólmiðju. Hafa langt á milli efri og neðri festipunkts á hásingu, ( um 25 cm) en mun styttra á milli festipunkta í grind. Menn geta einnig útbúið stífu vasana í grindinni með nokkrum götum þannig að hægt sé að breyta millibili og halla á stífum, Þannig má breyta kröftum sem verka upp í grind.
Þegar um niðurgíraðar hásingar og 54“ dekk er að ræða eru kraftarnir sem stífurnar þurfa að bera mun stærri en í minni bílum, því komast menn ekki upp með stór mistök í uppsetningu á þessum bílum.
Herra Unimog leysir þetta með torque tube, sem er löng og nær aftur fyrir massamiðju bílsins, en það eru til mun betri uppsetningar en það fyrir okkar fjallamennsku.
kv
Kristján Finnur
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur