Síða 1 af 1
Myndagetraun nr 60 (lokið)
Posted: 24.mar 2012, 17:06
frá hobo
Hvað heita þessir tindar tveir í mistrinu?

Gafst upp á rómverska númerakerfinu, fattaði að við búum ekki í Rómaborg til forna :)
Re: Myndagetraun nr 60
Posted: 24.mar 2012, 17:37
frá cameldýr
hobo wrote:Gafst upp á rómverska númerakerfinu
60= LX :)
Re: Myndagetraun nr 60
Posted: 24.mar 2012, 19:52
frá olei
Þetta munu vera Eystri og Syðri- Geirvörtur. Dalverpið á milli þeirra heitir Brjóstaskora. Nær á myndinni eru bakkar sem nefnast Köldurif. Vinstrast á myndinni er svo Venusarhæð og meðfram henni hlykkjast lymskulega lækjarskorningur sem nefnist Þvagleggur. Ekki er unnt að greina frá nafni árinnar að svo stöddu ...
Re: Myndagetraun nr 60
Posted: 25.mar 2012, 09:11
frá hobo
Gott að menn eru með húmorinn í lagi.
Hér er horft í suðaustur, en á fyrri myndinni er horft í austur.

Re: Myndagetraun nr 60
Posted: 25.mar 2012, 22:54
frá Brjótur
Skyldi það vera Hattfellið sem er þarna á seinni myndinni ?
Re: Myndagetraun nr 60
Posted: 26.mar 2012, 08:55
frá hobo
Jú það getur passað.
Þá er bara spurning hver fattar upp á hinum.
Re: Myndagetraun nr 60
Posted: 26.mar 2012, 10:12
frá Polarbear
er hitt fjallið þá ekki Einhyrningur? eða er ég á kolvitlausum stað á landinu? :)
Re: Myndagetraun nr 60
Posted: 26.mar 2012, 10:18
frá khs
Þetta hlýtur að vera á fjallabaksleið
Re: Myndagetraun nr 60
Posted: 26.mar 2012, 10:57
frá Tómas Þröstur
Eins og myndin sé tekin ofarlega uppi á bröttu brekkunni á Hungursfitsleið (þar sem gott er að hafa driflæsingar)
Re: Myndagetraun nr 60
Posted: 26.mar 2012, 12:44
frá hobo
Jú Tómas þetta er rétt hjá þér. Myndin er tekin í fyrrasumar í jeppaspjallsferð.
Tindarnir heita Illasúla og Stórasúla ef ég las landakortið rétt.
Re: Myndagetraun nr 60
Posted: 26.mar 2012, 19:56
frá Magnús Ingi
Það sést hvorug súlan á þessari mynd þessi sem er hægra megin við Hattafell á myndinni heitir Stórkonufell með útigönguhöfða upp að miðju fjalla eða svo séð fra þessu sjónarhorngi og svo held ég að hitt fjallið heiti litla Mófell ég er s samt ekki 100% viss um það
Re: Myndagetraun nr 60
Posted: 27.mar 2012, 08:44
frá hobo
Magnús Ingi wrote:Það sést hvorug súlan á þessari mynd þessi sem er hægra megin við Hattafell á myndinni heitir Stórkonufell með útigönguhöfða upp að miðju fjalla eða svo séð fra þessu sjónarhorngi og svo held ég að hitt fjallið heiti litla Mófell ég er s samt ekki 100% viss um það
Ég er nokkuð viss um að þú sért ekki staðsettur rétt á kortinu.
Stórkonufell og Útigönguhöfði eru
vinstra megin við Hattafellið.
En súlurnar er pottþétt á
mynd nr. 1
Re: Myndagetraun nr 60
Posted: 27.mar 2012, 21:41
frá Magnús Ingi
hahaha smá miskilingur í mér hélt að þú værir að tala um mynd 2 Hörður:)