Myndagetraun nr 60 (lokið)

Fyrir myndagátur, myndasamkeppni og hvers kyns þrautir, bæði á vegum Jeppaspjallsins og notenda.
User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Myndagetraun nr 60 (lokið)

Postfrá hobo » 24.mar 2012, 17:06

Hvað heita þessir tindar tveir í mistrinu?

Image

Gafst upp á rómverska númerakerfinu, fattaði að við búum ekki í Rómaborg til forna :)




cameldýr
Innlegg: 91
Skráður: 03.okt 2010, 07:34
Fullt nafn: Stefán Gíslason

Re: Myndagetraun nr 60

Postfrá cameldýr » 24.mar 2012, 17:37

hobo wrote:Gafst upp á rómverska númerakerfinu


60= LX :)
Nissan Patrol Y60 TD2.8


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Myndagetraun nr 60

Postfrá olei » 24.mar 2012, 19:52

Þetta munu vera Eystri og Syðri- Geirvörtur. Dalverpið á milli þeirra heitir Brjóstaskora. Nær á myndinni eru bakkar sem nefnast Köldurif. Vinstrast á myndinni er svo Venusarhæð og meðfram henni hlykkjast lymskulega lækjarskorningur sem nefnist Þvagleggur. Ekki er unnt að greina frá nafni árinnar að svo stöddu ...

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Myndagetraun nr 60

Postfrá hobo » 25.mar 2012, 09:11

Gott að menn eru með húmorinn í lagi.

Hér er horft í suðaustur, en á fyrri myndinni er horft í austur.

Image

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Myndagetraun nr 60

Postfrá Brjótur » 25.mar 2012, 22:54

Skyldi það vera Hattfellið sem er þarna á seinni myndinni ?

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Myndagetraun nr 60

Postfrá hobo » 26.mar 2012, 08:55

Jú það getur passað.
Þá er bara spurning hver fattar upp á hinum.

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Myndagetraun nr 60

Postfrá Polarbear » 26.mar 2012, 10:12

er hitt fjallið þá ekki Einhyrningur? eða er ég á kolvitlausum stað á landinu? :)

User avatar

khs
Innlegg: 150
Skráður: 06.feb 2010, 22:37
Fullt nafn: Kristinn Helgi Sveinsson

Re: Myndagetraun nr 60

Postfrá khs » 26.mar 2012, 10:18

Þetta hlýtur að vera á fjallabaksleið

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Myndagetraun nr 60

Postfrá Tómas Þröstur » 26.mar 2012, 10:57

Eins og myndin sé tekin ofarlega uppi á bröttu brekkunni á Hungursfitsleið (þar sem gott er að hafa driflæsingar)

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Myndagetraun nr 60

Postfrá hobo » 26.mar 2012, 12:44

Jú Tómas þetta er rétt hjá þér. Myndin er tekin í fyrrasumar í jeppaspjallsferð.
Tindarnir heita Illasúla og Stórasúla ef ég las landakortið rétt.


Magnús Ingi
Innlegg: 167
Skráður: 18.feb 2010, 15:34
Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyota 4Runner

Re: Myndagetraun nr 60

Postfrá Magnús Ingi » 26.mar 2012, 19:56

Það sést hvorug súlan á þessari mynd þessi sem er hægra megin við Hattafell á myndinni heitir Stórkonufell með útigönguhöfða upp að miðju fjalla eða svo séð fra þessu sjónarhorngi og svo held ég að hitt fjallið heiti litla Mófell ég er s samt ekki 100% viss um það

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Myndagetraun nr 60

Postfrá hobo » 27.mar 2012, 08:44

Magnús Ingi wrote:Það sést hvorug súlan á þessari mynd þessi sem er hægra megin við Hattafell á myndinni heitir Stórkonufell með útigönguhöfða upp að miðju fjalla eða svo séð fra þessu sjónarhorngi og svo held ég að hitt fjallið heiti litla Mófell ég er s samt ekki 100% viss um það


Ég er nokkuð viss um að þú sért ekki staðsettur rétt á kortinu.
Stórkonufell og Útigönguhöfði eru vinstra megin við Hattafellið.
En súlurnar er pottþétt á mynd nr. 1


Magnús Ingi
Innlegg: 167
Skráður: 18.feb 2010, 15:34
Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyota 4Runner

Re: Myndagetraun nr 60

Postfrá Magnús Ingi » 27.mar 2012, 21:41

hahaha smá miskilingur í mér hélt að þú værir að tala um mynd 2 Hörður:)


Til baka á “Getraunir og leikir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 10 gestir