Síða 1 af 1
Vélagetraun nr 2 (lokið)
Posted: 27.apr 2010, 21:50
frá hobo
Hvað getið þið sagt mér um þessa vél?

Re: Vélagetraun nr 2
Posted: 27.apr 2010, 22:45
frá konradleo
porsche.???
Re: Vélagetraun nr 2
Posted: 27.apr 2010, 22:49
frá ofursuzuki
Vá eigum við að vita hvað þetta er, V6, tvær kveikjur, einhverskonar reimdrifin forþjappa.
Ítalskt eða alla veganna evrópskt. Þú verður að gefa okkur hint á þetta.
Re: Vélagetraun nr 2
Posted: 27.apr 2010, 23:02
frá juddi
Einhverskonar wankel mótor
Re: Vélagetraun nr 2
Posted: 27.apr 2010, 23:57
frá Stebbi
2.7 Volvo Tiger ???
Re: Vélagetraun nr 2
Posted: 28.apr 2010, 07:32
frá hobo
Þessi tvígengis V6 mótor kreisti fram heil 83 hö við 5000 sn/min og vóg 84 kg.
Framleidd var líka 4 blöndunga 100 hö vél og einnig 6 blöndunga 130 hö vél, allt 1300 cc vélar.
Veit ekki hvort einhver þeirra náði á klakann en þessi vélaframleiðandi bjó einnig til minni vélar sem hafa eflaust ratað til landsins í bílum sem var nokkuð til af hér.
Re: Vélagetraun nr 2
Posted: 28.apr 2010, 08:15
frá Bessi
D.K.W Dampf-kraft-wagen. Og sennilega Wartburg sem rataði hingað.
Re: Vélagetraun nr 2
Posted: 28.apr 2010, 09:07
frá ofursuzuki
Þarna varstu aðeins á undan mér Bessi, en ég stið þessa tillögu hjá þér (og Google líka)
Þetta mun vera eins og þú segir D.K.W.(Auto Union) vél.
Bara gaman að þessu.
Re: Vélagetraun nr 2
Posted: 28.apr 2010, 20:03
frá hobo
Það var rétt. Þessar vélar eiga að hafa verið í Trabant og Saab á sínum tíma.
http://www.dyna.co.za/cars/specs.htm
Re: Vélagetraun nr 2
Posted: 28.apr 2010, 20:27
frá ssjo
Wartburginn sem ég átti fyrir margt löngu var með fjögurra silendra vatnskældum NSU tvígengismótor. Á honum var engin kveikja, bara magneta og þrjár platinur framan á sveifarásnum. Algjörir snilldarbílar og ef einhver veit um einn slíkan þá vildi ég vita af þvi. Wartarinn þurfti umhyggju og nauðsynlegt var að eiga kassa með kertum og köttáti í skottinu. Köttátið hætti stundum að virka. Þáf ór maður í skottið, sótti köttát B og skellti því í húddið og setti köttát A í skottið. Síðan þegar köttát B hætti að virka þá var köttát A aftur komið í banastuð. Kertin vildu blotna og það fann maður á kraftinum. Vélin skilaði eitthvað tæpum 60 hestöflum en ef hún fór að dala þá var kominn tími á að tékka á kertunum. Maður lét vélina ganga, fór fram í vélarsal og tók kertahettuna af fyrsta silender. Ef ekki dró niður í vélinni þá var það kerti í lagi. Engin sprenging var í strokknum með bilaða kertinu og því var hægt að kippa kertinu úr með vélina í gangi. Vélin andaði gegnum gatið á meðan kertið var annað hvort þrifið eða nýju skellt í, síðan var hettan sett á og .... öll 70 hestöflin voru orðin virk og maður spólaði á vit nýrra ævintýra.