Síða 1 af 1

Hvaða dalur er þetta eiginlega?

Posted: 26.apr 2010, 21:43
frá Páll Ásgeir
Inn eftir þessum fagra dal liggur ágætur jeppaslóði langleiðina fram í dalstafn. Hvað skyldi þessi dalur heita?

Re: Hvaða dalur er þetta eiginlega?

Posted: 26.apr 2010, 22:05
frá hobo
Hmm þar sem ég kannast ekki við þetta ætla ég að spá því að þetta sé fyrir austan því ég þekki þann landshluta mjög lítið.

Re: Hvaða dalur er þetta eiginlega?

Posted: 26.apr 2010, 22:26
frá Páll Ásgeir
Vísbending: Þú ert í réttum landshluta og það er gömul silfurbergsnáma í dalnum.

Re: Hvaða dalur er þetta eiginlega?

Posted: 26.apr 2010, 22:49
frá ofursuzuki
Þetta hlýtur þá að vera Helgustaðardalur því þar er einhver þekktasta silfurbergsnáma á Íslandi og þó víðar væri leitað.

Re: Hvaða dalur er þetta eiginlega?

Posted: 26.apr 2010, 23:22
frá ssjo
Hoffellsdalur? Þar var unnið silfurberg eitt sinn.

Re: Hvaða dalur er þetta eiginlega?

Posted: 27.apr 2010, 08:02
frá Páll Ásgeir
Rétt svar er Hoffellsdalur. Tvö tignarleg fjöll sem sjást á myndinni eru Grasgiljatindur nær og Lambatungnatindur fjær með hvítan koll.