Síða 1 af 1

Myndagetraun X (lokið)

Posted: 26.apr 2010, 20:20
frá hobo
Í tilefni af 10. myndagetrauninni, væri þá ekki tilvalið fyrir vefstjóra að opna nýjan dálk undir "getraunir"?
Þá gætu fleiri en ég skellt inn myndum með spurningu, því ég væri líka alveg til í að spreyta mig sko.. :)
Svo á þetta eiginlega ekki heima undir "almennu spjalli" að mér finnst.

Hvar er þessi landsfræga braut?

Image

p.s: og Ofsi, gefðu hinum sjens!!

Re: Myndagetraun X

Posted: 26.apr 2010, 20:24
frá Ofsi
Ok ok

Re: Myndagetraun X

Posted: 26.apr 2010, 20:39
frá Rauðhetta
er þetta ekki leiðin út í Lokinhamra í Arnarfirði

kv Kristján

Re: Myndagetraun X

Posted: 26.apr 2010, 20:53
frá gislisveri
Ég þori ekki öðru en að hlýða, Getraunir gjörið svo vel.
Enn og aftur, frábær skemmtun, takk fyrir!

Re: Myndagetraun X

Posted: 26.apr 2010, 21:10
frá hobo
Rauðhetta wrote:er þetta ekki leiðin út í Lokinhamra í Arnarfirði

kv Kristján


Það passar.
Hef farið þennan hring nokkrum sinnum og er alltaf jafn spenntur.
Hvet alla sem ekki hafa farið þessa leið að gera það, en hún er kölluð Kjaransbraut í höfuðið á ýtumanninum og hagyrðinginum Elís Kjaran.

Image
Image
Image
Image
Image
Image

Re: Myndagetraun X (lokið)

Posted: 26.apr 2010, 21:45
frá jeepson
haha loksins kom mynd sem að ég hefði getað 100% En er ekki rétta nafnið stapi samt ?? En á þetta er stórkostleg leið og maður ætti kanski ekki að mæla með að menn fari 44" trukkum þangð. held að þeir séu hreinlega of stórir sumstaðar :)