Síða 1 af 1

Myndagetraun VII (lokið)

Posted: 25.apr 2010, 15:15
frá hobo
Þið látið mig vita af menn verða þreyttir á þessum getraunum.. :)

Hvað heitir sá hóll sem ég stend á og svo er það spurning, er þetta sjór eða vatn?

Image

Re: Myndagetraun VII

Posted: 25.apr 2010, 15:18
frá Hákon
Frábært framlag, bara áfram með sjörið!

Re: Myndagetraun VII

Posted: 25.apr 2010, 16:21
frá jeepson
Mér sýnist að þetta sjór. allavega virðist glitta í þara þarna undir yfirborðinu. vonandi er ég nú ekki að bulla einhverja steypu :)

Re: Myndagetraun VII

Posted: 25.apr 2010, 18:10
frá SIE
þetta er mjög gaman...gaman að skoða og fá hugmyndir að stöðum að skoða :)

Re: Myndagetraun VII

Posted: 25.apr 2010, 20:44
frá Páll Ásgeir
Kleifarvatn?

Re: Myndagetraun VII

Posted: 25.apr 2010, 20:52
frá Krúsi
Djúpavatn ???

Re: Myndagetraun VII

Posted: 25.apr 2010, 20:53
frá hobo
Páll Ásgeir wrote:Kleifarvatn?


Krúsi wrote:Djúpavatn ???



Nei ekki rétt.
Eftir google rannsóknarvinnu kom í ljós að hóllinn sem myndin er tekin af heitir í höfuðið á tröllkonu sem á að hafa búið þar.

Re: Myndagetraun VII

Posted: 25.apr 2010, 21:13
frá hobo
.. en þið eruð á réttu róli, þetta er stöðuvatn.

Re: Myndagetraun VII

Posted: 25.apr 2010, 22:07
frá Páll Ásgeir
Við Hítarvatn er fell sem heitir Foxufell eftir tröllkonu. Giska á að þetta sé staðurinn.

Re: Myndagetraun VII

Posted: 26.apr 2010, 07:22
frá hobo
Páll Ásgeir wrote:Við Hítarvatn er fell sem heitir Foxufell eftir tröllkonu. Giska á að þetta sé staðurinn.


Ekki rétt.
Hóllinn sem ég stend á heitir ---------höfði

Re: Myndagetraun VII

Posted: 26.apr 2010, 07:25
frá hobo
Vegslóðinn sem liggur að vatninu endar nokkur hundruð metrum frá því.

Re: Myndagetraun VII

Posted: 26.apr 2010, 07:44
frá Páll Ásgeir
Þá er þetta Skinnhúfuhöfði við Hvalvatn.

Re: Myndagetraun VII

Posted: 26.apr 2010, 11:44
frá juddi
Er dálítið svipað og kattartjarnir en mig mynnir að þar sé meiri sandur

Re: Myndagetraun VII

Posted: 26.apr 2010, 18:08
frá hobo
Páll Ásgeir wrote:Þá er þetta Skinnhúfuhöfði við Hvalvatn.


Mikið rétt!