Síða 1 af 1
Myndagetraun V (lokið)
Posted: 24.apr 2010, 11:58
frá hobo
Hvar er ég, hvert er ég að fara og hvað heitir fellið?

vonandi er þessi í erfiðari kantinum þar sem lítið er að sjá..
Re: Myndagetraun V
Posted: 25.apr 2010, 12:56
frá Izan
Þú verður að skjóta inn vísbendingu á þessa. Mér dettur í hug einhverstaðar á Veiðivatnasvæðinu eða við Mælifellssandinn. Annars er ég alveg lens.
Kv Jón Garðar
Re: Myndagetraun V
Posted: 25.apr 2010, 13:31
frá hobo
Beint framundan er -----fell, á vinstri hönd er ----höfði og nokkrum km fyrir aftan mig -----fell.
Það síðast nefnda er mest þekkt enda mjög glæsilegt.
Re: Myndagetraun V
Posted: 25.apr 2010, 13:58
frá Ofsi
Ég fer alltaf inn að Langasjó og síðan inn Faxasundsleiðina í huganum. Síðan fer ég að Landmannahellissvæðinu og er einhvernveginn fastur á þessum tveim stöðum. Vísbendingarnar hafa sennilega ruglað meir í manni :-)
Re: Myndagetraun V
Posted: 25.apr 2010, 14:06
frá Ofsi
Nafni minn er örugglega heitur. Ég ætla að skjóta á Röðull, höfðinn í vísbendingunni á að vera Útigönguhöfði og fræga fellið Mælifell.
Re: Myndagetraun V
Posted: 25.apr 2010, 14:38
frá hobo
Ofsi wrote:Nafni minn er örugglega heitur. Ég ætla að skjóta á Röðull, höfðinn í vísbendingunni á að vera Útigönguhöfði og fræga fellið Mælifell.
Nei það er ekki rétt. Takið eftir að bandstrikin sem ég setti í vísbendinguna gefa til kynna stafafjöldann.
Aukavísbending: Milli fellsins á myndinni og ----höfða er að mér skilst, stórbrotið landslag, gil og fossar. Sá staður ber ákveðið nafn.
Re: Myndagetraun V
Posted: 25.apr 2010, 15:01
frá Ofsi
Rauðafell og Högnhöfði aðeins að bæta í þetta, fellið sem er nokkra km fyrir aftan á þa´að vera Hlöðufell og gilið sem getið er um eru Brúarárskörð, díses eins gott að maður sé kominn á réttar slóðir
Re: Myndagetraun V
Posted: 25.apr 2010, 15:19
frá hobo
Ofsi wrote:Rauðafell og Högnhöfði aðeins að bæta í þetta, fellið sem er nokkra km fyrir aftan á þa´að vera Hlöðufell og gilið sem getið er um eru Brúarárskörð, díses eins gott að maður sé kominn á réttar slóðir
haha, mikið var að menn vöknuðu! :)