Síða 1 af 1

Véla- og myndagetraun LIX (lokið)

Posted: 13.sep 2011, 21:23
frá hobo
Á ferðalagi mínu um daginn rakst ég á þennan gamla ryðhaug sem hefur einu sinni verið vél. Svar við þessarri getraun veit ég ekki og væri gaman ef það væru einhverjir spekúlantar hér sem vita úr hverju vélin kemur.

Image

Image

Image

Image

Image


Hér er svo myndagetraun, á þessum rústum lá vélin.
Hvert fór ég?
Image

Re: Véla- og myndagetraun LIX

Posted: 13.sep 2011, 21:57
frá elfar94
ég myndi giska á að vélin sé eldgömul traktorsvél, en ég er ekki viss, sýnist það, og er myndin tekin einhverstaðar á vatnsnesinu?

Re: Véla- og myndagetraun LIX

Posted: 14.sep 2011, 08:11
frá LFS
eða bátavél !

Re: Véla- og myndagetraun LIX

Posted: 14.sep 2011, 09:03
frá birgthor
Vatnskældur, eins cylenders með stóra olíuönnu. Mitt ágisk fer á rafstöð.

Re: Véla- og myndagetraun LIX

Posted: 14.sep 2011, 09:09
frá birgthor
Virðist vera heldur massamikill fyrir hjólamótor.

Re: Véla- og myndagetraun LIX

Posted: 14.sep 2011, 09:12
frá birgthor
Kannksi bara dísel Lister mótor?

Re: Véla- og myndagetraun LIX

Posted: 14.sep 2011, 11:12
frá Hjörvar Orri
Ekki eru þetta gömlu fjárhúsatóftirnar í Kúvíkum í Reykjafirði? Síðast þegar ég kom þangað blasti við mér gömul vél, svipuð og þessi!!

Re: Véla- og myndagetraun LIX

Posted: 14.sep 2011, 11:57
frá landi
Þetta gæti verið í Grímsnesi, nánar tiltekið á Látraströnd. Um er að ræða bátavél. Þarna voru smíðaðir bátar og var búið þarna til 1946.

kv Gísli

Re: Véla- og myndagetraun LIX

Posted: 14.sep 2011, 13:52
frá RúnarA
Líklega bátavél, skiptigaffallinn fyrir afturábak og áfram sést á einni myndinni þótt innvolsið í gírinn vanti.

Re: Véla- og myndagetraun LIX

Posted: 14.sep 2011, 15:48
frá hobo
landi wrote:Þetta gæti verið í Grímsnesi, nánar tiltekið á Látraströnd. Um er að ræða bátavél. Þarna voru smíðaðir bátar og var búið þarna til 1946.

kv Gísli


Það var rétt. Ég er alveg að kaupa þetta með bátavélina, þarna voru víst smíðaðir margir bátar.
Þá er að finna hvaða tegund þetta er, allir að googla..

Fleiri myndir:
Image

Image