Síða 1 af 1

Hvað gerðist hér?

Posted: 01.júl 2011, 14:46
frá hobo
Var að gramsa á internetinu og fann frétt með þessarri mynd. Veit einhver hvað gerðist þarna og hvar þetta er?
Og erum við að tala um gráan hilux doublecab með hvítum afturenda??

Image

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 01.júl 2011, 15:48
frá Stjóni
Ég veit ekki hvað gerðist, en þetta lítur út fyrir að vera við Grænavatn skammt frá Djúpavatni. Keilir í baksýn

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 01.júl 2011, 16:01
frá -Hjalti-
já mig minnir að þessi hilux hafi fundist yfirgefin og frosin þarna í Grænavatni 2006 eða 2007

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 01.júl 2011, 16:04
frá DABBI SIG
Er þetta ekki slóði í hlíðinni á bakvið bílinn... er þetta ekki bara eðlilegt að menn á hiluxum halda að bílarnir séu svo fisléttir að þeir ákveða að fljóta á vatninu frekar en að hossast slóðann í kringum vatnið í ónýtum sætum og fjöðrun líkt og í hilux?

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 01.júl 2011, 16:04
frá hobo
Þið eruð með þetta, hér er fréttin http://www.grindavik.is/v/558

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 01.júl 2011, 16:40
frá Stjóni
Slóðinn liggur þarna útí vatninu,,,,,,,,,,,,,,,,,,er mér sagt.

Þetta er auðvitað stranglega bannað !

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 01.júl 2011, 22:39
frá DABBI SIG
Stjóni wrote:Slóðinn liggur þarna útí vatninu,,,,,,,,,,,,,,,,,,er mér sagt.

Þetta er auðvitað stranglega bannað !


Er semsagt gamall slóði að/við vatnið sem er búið að loka núna eða er þetta gönguslóði?

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 03.júl 2011, 15:44
frá Stjóni
Já það var ekið úti í vatninu. Ég býst við að það sé búið að loka þessu. Ég hef ekki farið þessa leið í aldarfjórðung. Það var farið upp Keilis megin og fram hjá Spákonuvatni og komið niður að Grænavatni. Þessi leið er ekki á kortum. Hvort þetta hafi verið utanvegaakstur þegar menn fóru þetta í denn er umdeilanlegt. Þetta var troðin slóð en það hefur náttúrulega utanvegaakstur hjá þeim sem fóru þetta fyrstir.

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 03.júl 2011, 15:48
frá Stjóni
Þetta sést í Google Earth ef vel er skoðað

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 03.júl 2011, 15:54
frá Ofsi
Utanvegnaakstur ekki heimill nema með leifi landeiganda. Þetta eru ljótu hálvitarnir sem skrifa þennan pistil. Síðan hvenær hefur landeigandi heimild til þess að leifa utanvegaakstur ?

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 29.sep 2012, 22:13
frá reyktour
Veit einhver meira um þetta??
það hefur ekki verið auðvelt að koma honum þaðan heilum.+
Gæti líka verið að hann sé bara kominn út í vatnið.
Hef heyrt sögur um að sá sem fengi þennan bíl í burtu fengi að eiga hann. Var svo brenndur og bla bla bla.
Væri gaman ef einhver veit meira.

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 30.sep 2012, 11:23
frá ivar
Ofsi, þetta er smá hliðarspor frá umræðunni, en er landeiganda ekki heimilt að gera það sem hann vill við landið? (svona innan skynsemismarka)

Ef mig langar að rækta upp tún á landinu mínu og gera veg að því þá hlýt ég að mega það? Hef mjög oft í sveitinni keyrt um alla viðkomandi jörð á fjórhjóli að líta til með girðingum og það er þá væntanlega utanvegaakstur í þeim skilningi en á einkalandi og taldi ég mig vera í fullum rétti.

Væri gaman að fá útskýringu á hvað má og hvað má ekki gera á sínu eigin landi í þessum efnum.

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 30.sep 2012, 12:09
frá Kiddi
Jón Ofsi segir að landeigandi hafi ekki heimild til að leyfa utanvegaakstur og það er alveg rétt.

Annars er þetta allt saman í reglugerð:

http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/We ... 2/528-2005

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 30.sep 2012, 20:27
frá flækingur
ég sullaði eftir honum og dró hann í land gegnum ís með andsk,,, miklu átaki og veseni sömu helgi og hann festist þarna. það var nú ekki nikið um hugsun hjá þeim sem voru þarna á ferð að fara út á ísinn og það á bíl með bilaðann gírkassa,vantaði bakkgírinn. og júbb hann var í henglum þegar ég var búinn að ná honum upp á bakkann sem er vinstra meginn á myndinni.

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 30.sep 2012, 21:32
frá ivar
það má alltaf lesa reglugerðir eins og maður vill

Akstur utan vega vegna tiltekinna starfa.
Við akstur vegna starfa við landbúnað er heimilt að aka utan vega á ræktuðu landi. Einnig er heimilt að aka utan vega á landi, utan miðhálendisins, sem sérstaklega er nýtt sem landbúnaðarland ef ekki hljótast af því náttúruspjöll.


Hér stendur í mínum huga að bændur megi keyra á sínum löndum svo lengi sem þeir eru ekki að skemma viljandi. Enda er þetta gert um land allt í smölun t.d.

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 03.okt 2012, 06:00
frá Valdi B
sælir vitið þið nokkuð númerið á þessum umrædda hilux ? ég var búinn að heyra sögu um að minn hilux hefið eitthverntímann verið skilinn eftir ofan í eitthverju vatni eftir að han féllí gegnum klaka....

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 03.okt 2012, 17:18
frá sbg
ef ég mann rétt þá var þessi bíll rifinn fljótlega eftir þetta

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 06.okt 2012, 22:19
frá Valdi B
okay gott að vita hehe :D

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 06.jan 2013, 19:11
frá Hr.Cummins
valdibenz wrote:sælir vitið þið nokkuð númerið á þessum umrædda hilux ? ég var búinn að heyra sögu um að minn hilux hefið eitthverntímann verið skilinn eftir ofan í eitthverju vatni eftir að han féllí gegnum klaka....


Þetta er Hiluxinn þinn Valdi, ég var að tala um þetta atvik frá því að Siggi átti hann ;)

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 06.jan 2013, 19:11
frá Hr.Cummins
sbg wrote:ef ég mann rétt þá var þessi bíll rifinn fljótlega eftir þetta


Það er ekki rétt, sá sem að átti hann þegar að þetta átti sér stað var ekki búinn að borga bílinn að fullu og seldi sá sem að átti hann fyrri eiganda hann eitthvað ódýrar og sá fiffaði hann eitthvað lítillega og seldi hann svo áfram...

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 04.nóv 2013, 12:46
frá Subbi
þekki þetta svæði eins og handarbökin á mér

Það er slóði þarna upp ef ekið er frá Borpúðanum í grænudyngju/trölladyngju og liggur hann í hliðarhalla upp að spákonuvatni þaðan er ekið inn með vatninu inn að brekkuni sem liggur upp á hálsin og beygt þaðan vestur eftir slóðanum til Grænavatns

Slóðin liggur bæði meðfram vatninu ofar í hlíðni og einnig er hægt að aka með bakkanum en varast skal að fara of langt þar sem þar er hyldýpi ekki mælt en sennilega yfir hundrað metrar þar sem um gamlan Gýg er að ræða

frá vatninu liggur slóðin niður í Króksmýri og slóði þessi er tilkominn vegna upprekstar og heimrekstrar á fé úr Fjöllum Reykjanesfólksvangs og þarna er engin landeigandi að fara að banna eða leifa neitt því þetta er Fólkvangur Reykjanes og í eigu sveitafélaga á Reykjanesi og ekkert Einkaland þarna

En sé ekkert að því að aka þarna í þurru og góðu veðri og enn minna meðan allt er frosið eða þakið snjó því þetta er skemmtileg og krefjandi leið að aka en ég fór á minni 33 tommu Dakotu og sótti þennan bíl á sínum tíma án vandkvæða

Svo má benda á að meðan ég fór um þessa slóða á mínu ttr600 enduro hjóli Götuskráðu og fylgdi slóðum þá var þyrlan að eltast við mann en á sama tíma var jarðýta að ryðjast gegnum hraunið og fyrir mýrarnar sem er verið að vernda þarna til að leggja nýjan línuveg fyrir HS orku allt í nafni ÁLvers í Helguvík og spjöllin þar meiri en allir sem þarna hafa ekið frá upphafi hafa valdið en þau spjöll voru í boði skúffufyrirtækis í svíþjóð og Ríkisstjórnar Íslands með Geysir Green Energy í fararbroddi fylkingar :)

Nei friðun á þessu svæði er rugl og komin til vegna fólks sem vill bara Labba og skoða hveri og þolir helst ekki að heyra í einhverju velknúnu Ökutæki í 10 km Radíus

Ég ek þarna þegar mér dettur í hug og skammast mín ekkert fyrir það

flækingur wrote:ég sullaði eftir honum og dró hann í land gegnum ís með andsk,,, miklu átaki og veseni sömu helgi og hann festist þarna. það var nú ekki nikið um hugsun hjá þeim sem voru þarna á ferð að fara út á ísinn og það á bíl með bilaðann gírkassa,vantaði bakkgírinn. og júbb hann var í henglum þegar ég var búinn að ná honum upp á bakkann sem er vinstra meginn á myndinni.


ertu viss um að þú hafir sótt þennan því ég náði í hann og fór með hann niður spákonumeginn og það var mesta vesenið að koma honum niður .þar sem hann bremsaði full lítið í brattanum en það eru fleiri sem hafa farið þarna niður og skilst mér að að sé einn ramcharger á botninum í gígnum frá kananum man að það fór þyrla þarna frá hernum kringum 85 að sækja kanafamilíu upp í grænavatn

Þarna sem rauða línan á myndini er er slóði sem liggur niður vestan við Grænavatn og inn á aðra leið eftir hálsinum og þar er snarbrött brekka öll á klöpp og var kölluð brjótabrekka af Jeppamönnum hér suðurfrá í gamla daga og þar má enn finna hjöruliði og naf parta ú gömlum Jeppum :)
Image

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 05.des 2013, 16:31
frá flækingur
já þennann sótti ég, hann var frosinn fastur og gekki mikið á að ná honum upp. þegar þetta var átti Sigurður bílinn og ég bjó með mömmu hans á þessum tíma. en bíllinn var talsvert tjónaður þegar hann loksins náðist á þurrt( eða kanski frekar segja ófrosið. einhversstaðar eru til myndir af þessum æfingum. man ekki hver tók þær

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 05.des 2013, 20:09
frá gislisveri
Getur verið að þið séuð eða hafið verið einn og sami maðurinn?

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 05.des 2013, 22:32
frá StefánDal
gislisveri wrote:Getur verið að þið séuð eða hafið verið einn og sami maðurinn?


Hahahaha! Ég var einmitt að spá í því sama!

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 05.des 2013, 22:34
frá Þorri
Eða gert þetta saman?

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 05.des 2013, 23:41
frá Big Red
hver veit, maðurinn hefur kanski 2x vitlausast þarna á sama stað?

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 06.des 2013, 13:24
frá Brjotur
Gummi og Dolli, hafa þa semsagt farið 2 bilar i þennan pakka ? var þessi bill þarna i langan tima ? eg er buin að heyra af bil sem var þarna i fleiri vikur, var það þessi ? eða var það annar bill ?? raðgatan mikla :)

kveðja Helgi

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 06.des 2013, 13:30
frá Brjotur
Eg held að verið se að tala um 2 bila herna, eg held nefnilega að annar billinn sem eg heyrði um hafi verið nokkuð lengi a staðnum og að það hafi verið hinu megin við fjallgarðinn. ???

kveðja Helgi

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 06.des 2013, 20:15
frá flækingur
bíllinn sem ég sótti var þarna í 1 eða 2 daga. þessi sem er á myndini er bíllinn sem Stjáni í sólningu seldi Sigga og fór Siggi á honum með ónýtan bakkgír. hann var með öðrum úr kef og missti sig í töffaraskapnum. óð út á ísinn án þess að spá í nokkru. það hafa ansi margir lent í hremmingum þarna. það gæti verið að Jökull eigi myndir af þessu.

Re: Hvað gerðist hér?

Posted: 12.des 2013, 23:09
frá Subbi
um, að gera bara að Spyrja Ragga Georgs og Sigga

man allavega að þeir voru saman í þessu brasi ekki nema ég hafi farið að sækja Ragga bíl sem gafst upp í að ná Sigga bíl upp úr vökini

man bara að þetta var mikið bras og bíllinn settur yfir hitaveiturör sem lá frá Borpallinum í miðri Grænudyngju og niður á Neðri pallin við Trölladyngju og Rörið látið tryggja að hann færi ekki út af slóðanum því hann var vita bremsulaus og bara gírinn sem hélt við :)

Má vel vera að þarna hafi verið um tvo bíla að ræða

man samt hvað Dakota á 33 tommum fann ekkert fyrir að fara þetta upp og niður í Snjónum í 8 pundum og með tregðulása