Síða 1 af 1
Myndagetraun
Posted: 10.maí 2011, 22:56
frá ellisnorra
Jæja þetta er skemmtilegur leikur, ég ætla að koma með eina mynd.
Re: Myndagetraun
Posted: 10.maí 2011, 23:21
frá gudlaugur
Þetta er tekið einhverstaðar á suðurlandi... er það ekki rétt hjá mér ?
Re: Myndagetraun
Posted: 11.maí 2011, 00:18
frá ellisnorra
gudlaugur wrote:Þetta er tekið einhverstaðar á suðurlandi... er það ekki rétt hjá mér ?
Rangt.
Re: Myndagetraun
Posted: 11.maí 2011, 00:22
frá vippi
Gæti þetta verið í námunda við Stóra Kropp í Borgarfirði ? finnst áin hlykkjast svipað, en er ekki viss.
Re: Myndagetraun
Posted: 11.maí 2011, 00:33
frá vippi
Gæti líka verið í Hálsasveit og Hvítársíða handan árinnar :)
Re: Myndagetraun
Posted: 11.maí 2011, 08:37
frá ellisnorra
vippi wrote:Gæti þetta verið í námunda við Stóra Kropp í Borgarfirði ? finnst áin hlykkjast svipað, en er ekki viss.
Fjandi nálægt, eigum við ekki að gefa rétt fyrir þetta þó Stóri Kroppur sé ekki á myndinni.
Myndin er tekin fyrir ofan Kópareyki í Reykholtsdal út dalinn, þe í vestur. Deildatunguhver er fyrir miðri mynd og aðeins sést í Kleppjárnsreyki. Mín heimasveit :)
Re: Myndagetraun
Posted: 11.maí 2011, 08:39
frá oddur
Tekið í Reykholtsdal. Kleppjárnsreykir og Deildartunga sjást á myndinni. Áin heitir Reykjadalsá. Myndin gæti verið tekin rétt fyrir ofan Logaland.
Re: Myndagetraun
Posted: 12.maí 2011, 20:43
frá ellisnorra
Framhaldsgetraun...
Ég set þá inn mynd af nálægum stað en þó allt öðrum, hvað sjáum við hér?
Re: Myndagetraun
Posted: 12.maí 2011, 21:31
frá vippi
Sýnist að Skessuhorn sé þarna í fjarska, þannig að ég myndi skjóta á að þetta sé Flókadalur eða Lundareykjadalur sem við sjáum niður í
Re: Myndagetraun
Posted: 12.maí 2011, 23:33
frá krissi200
elliofur wrote:Framhaldsgetraun...
Ég set þá inn mynd af nálægum stað en þó allt öðrum, hvað sjáum við hér?
Sammála síðasta ræðu manni. Ég sé líka Volvo B21, getur það verið?
Re: Myndagetraun
Posted: 13.maí 2011, 08:06
frá ellisnorra
Þarna var ég kominn lengra í þessari ferð, ég fór upp úr Reykholtsdal frá Kópareykjum á fyrri myndinni og kom niður í Flókadal hjá Brennistöðum á neðri myndinni. Þarna er horft suðvestur ofan í Flókadal.
Volvo já, B230, hérna er farartækið