Síða 1 af 4
Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 09.jún 2020, 09:47
frá Járni
Í tilefni af 10 ára afmæli Jeppaspjallins og almenns hressleika kynnum við:
Sumarleikur Hins íslenska jeppaspjalls 2020!Við höfum útbúið kort með hinum og þessum áfangastöðum vítt og breitt um landið.
Flestir staðirnir eru þokkalega aðgengilegir en þeir eru grófflokkaðir í liti eftir erfiðleikastigi: Grænn, gulur og rauður.
- 1 stig fyrir grænan
- 3 stig fyrir gulan
- 10 stig fyrir rauðan og þú kemst sjálfkrafa í pottinn að viðbættum töffarastatus fyrir lífstíð
Í pottinum eru því alls 120 stig en til að vera með verðið þið að ná 12 stigum.
Til að vera með þá sendið þið inn mynd af ykkur eða farartækinu á viðkomandi stað hér í þráðinn, látið dagsetningu og staðarheiti fylgja með!
Ath: Farartækið þarf ekki að vera jeppi!
Kortið má sjá hér!Reglur:
- Myndin verður að hafa verið tekin í sumar, þ.e. maí - júní - júlí - ágúst.
- Bannað að svindla!
Í lok sumars drögum við svo sigurvegara úr pottinum. Sá stigahæsti á einnig von á góðu!
Potturinn inniheldur:Styrktaraðilar Sumarleiksins 2020 eru:
Látið skynsemina ráða för, virðið lokanir ef við eiga og stefnið hvorki heilsu né náttúru í hættu! Leikurinn er til gamans gerður!P.s. það er eitthvað mismunandi hvernig kortið birtist í farsímum, skoðið það því endilega í tölvu þegar þið skipuleggið sumarfríið
Stigataflan (myndin uppfærist þegar við fyllum inn í bókhaldið!)

Re: Sumarleikur jeppaspjallsins 2020!
Posted: 09.jún 2020, 10:15
frá Lada
Þetta er geggjuð hugmynd. Það verður klárlega stuðst við þetta kort þegar maður skipuleggur sumarið.
Re: Sumarleikur jeppaspjallsins 2020!
Posted: 09.jún 2020, 14:30
frá juddi
Snild
Re: Sumarleikur jeppaspjallsins 2020!
Posted: 09.jún 2020, 20:41
frá elli rmr
Snild er strax komin með nokkur stig :)
Re: Sumarleikur jeppaspjallsins 2020!
Posted: 10.jún 2020, 00:39
frá íbbi
já ég sé nú nokkur þarna sem ég gæti náð. en ég ferðast því miður á fjölskyldubílnum, sem er nú ekki mikil veisla fyrir jeppamenn.
Re: Sumarleikur jeppaspjallsins 2020!
Posted: 10.jún 2020, 06:52
frá Járni
íbbi wrote:já ég sé nú nokkur þarna sem ég gæti náð. en ég ferðast því miður á fjölskyldubílnum, sem er nú ekki mikil veisla fyrir jeppamenn.
Það skiptir engu máli! Jeppi, gönguskór, þyrla eða fjallahjól, það skiptir ekki máli, bara vera með og hafa gaman!
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 11.jún 2020, 00:48
frá íbbi
ég á nú þegar mynd af qasimodo á einum af stöðunum. set hana inn til gamans. ég veit að hún gildir ekki sjáum hvað setur í lok sumars
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 13.jún 2020, 09:27
frá elli rmr
Þá eru fyrstu stigin kominn í hús

- Baugstaðir
- 20200612_182747.jpg (5.51 MiB) Viewed 39165 times
3 stig 12/6 2020

- Þakgil
- 20200523_194332_HDR.jpg (7.19 MiB) Viewed 39165 times
3 stig 30/5 2020
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 13.jún 2020, 11:31
frá Járni
elli rmr wrote:Þá eru fyrstu stigin kominn í hús
Góður Elli! Þú ert fyrstur á blað með 4 stig. 1 fyrir Baugsstaði og 3 fyrir Þakgil.
Ég bætti við stigatöflu í upphafsinnleggið, hver ætlar að narta í hælana á Ella?
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 13.jún 2020, 13:19
frá sfinnur
Grímsfjall 10 maí :)
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 13.jún 2020, 13:33
frá Járni
sfinnur wrote:Grímsfjall 10 maí :)
Öss! Beint í pottinn með þig!
Og til lukku með nýfenginn töffarastatus!
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 17.jún 2020, 19:33
frá íbbi
bolafjall. 17.06
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 17.jún 2020, 20:20
frá Járni
íbbi wrote:bolafjall. 17.06
Góður!
Ég treysti því að þessi leikur stýri því algjörlega hvert er farið í sumarfrí og ísbíltúra :-)
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 17.jún 2020, 22:00
frá elli rmr
Sést reyndar ekki í ferðatæki en við -Hjalti- vorum á Sólheimajökli í byrjun júní

- received_2629222410681995.jpeg (46.94 KiB) Viewed 38737 times
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 17.jún 2020, 22:33
frá Járni
elli rmr wrote:Sést reyndar ekki í ferðatæki en við -Hjalti- vorum á Sólheimajökli í byrjun júní
Lædaslæda!
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 17.jún 2020, 22:34
frá íbbi
má til með að deila með ykkur að gamni,
stálið á leiðini upp á bolafjall
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 17.jún 2020, 23:09
frá elli rmr
Járni wrote:elli rmr wrote:Sést reyndar ekki í ferðatæki en við -Hjalti- vorum á Sólheimajökli í byrjun júní
Lædaslæda!
Enda sést í farið eftir ferðatækið .... :)
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 17.jún 2020, 23:09
frá elli rmr
íbbi wrote:má til með að deila með ykkur að gamni,
stálið á leiðini upp á bolafjall
Magnað
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 19.jún 2020, 18:14
frá Járni
Grettislaug 18. júní.
Mælirinn í lauginni sagði tæpar 46° full heitt, sérstaklega á svona heitum degi =)

- Grettislaug.jpg (2.27 MiB) Viewed 38494 times
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 20.jún 2020, 12:17
frá elli rmr
Húsadalur 20 Júní
[attachment=0]Snapchat-1206529004.jpg[/attachment][attachment=1]20200620_121020_HDR.jpg[/attachment]
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 20.jún 2020, 12:21
frá Járni
elli rmr wrote:Húsadalur 20 Júní
Seigur Elli!
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 20.jún 2020, 17:15
frá elli rmr
Þakkir Árni. Ég hlunkaðist þetta labbandi með Konu og barni og fórum uppá Valahnjúk á bakaleiðini :)
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 23.jún 2020, 21:49
frá Sævar Örn
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 23.jún 2020, 21:53
frá Sævar Örn
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 23.jún 2020, 23:15
frá Járni
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 28.jún 2020, 13:13
frá íbbi
Grettislaug og siglufjarðarskarð 27.06
Komst reyndar ekki allt skarðið á jepplingnum, en heiðarleg tilraun
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 28.jún 2020, 13:21
frá Járni
íbbi wrote:Grettislaug og siglufjarðarskarð 27.06
Komst reyndar ekki allt skarðið á jepplingnum, en heiðarleg tilraun
Góður! Segðu endilega meira frá Siglufjarðarskarði, er það gjörsamlega vonlaust?
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 28.jún 2020, 13:41
frá íbbi
Neinei, eins langt ég komst gat ég ekki betur sèð en að flestir óbreyttir jeppar kæmust þetta, ég var í vandræðum með að reka framstuðarann sífellt niður og á endanum komst hann ekki upp eina smá brekkuna,
En leiðin er mjög skemmtileg, fallegt umhverfið,
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 30.jún 2020, 21:01
frá íbbi
Hljóðaklettar 30.06
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 30.jún 2020, 21:12
frá Járni
íbbi wrote:Hljóðaklettar 30.06
Botnar fjölskyldan eitthvað í ferðavalinu þetta sumarið? :-D
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 01.júl 2020, 01:19
frá íbbi
Mig grunar að hundurinn sé farinn að átta sig á þessu, dóttirin er svo límd við símann sinn að ég yrði ekki hissa þó hún hefði ekki minnstu hugmynd um að við séum búin að keyra landið endilangt
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 01.júl 2020, 20:17
frá íbbi
Skriðuklaustur, guttormslundur , vöðlavík, oddskarð 1.7.2020
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 01.júl 2020, 21:51
frá Járni
íbbi wrote:Skriðuklaustur, guttormslundur , vöðlavík, oddskarð 1.7.2020
Góður, velkominn í pottinn :-D
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 03.júl 2020, 19:02
frá íbbi
Jökulárslón og sólheima jökull
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 03.júl 2020, 21:01
frá Járni
íbbi wrote:Jökulárslón og sólheima jökull
Hrikalega er þetta vel skipulagt sumarfrí hjá þér :-D
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 03.júl 2020, 21:34
frá íbbi
Við gátum ekki ákveðið hvert við vildum fara, þannig að við fórum útum allt
Eknir km 3100. Dagur 7
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 05.júl 2020, 18:53
frá SveriGísla
Fjallfoss.
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 05.júl 2020, 19:29
frá Járni
SveriGísla wrote:Fjallfoss.
Flottur!
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 06.júl 2020, 12:20
frá SveriGísla
Sandafell
Re: Sumarleikur Jeppaspjallsins 2020!
Posted: 06.júl 2020, 12:49
frá Járni
SveriGísla wrote:Sandafell
Komið! Viltu ekki kíkja á sendinn fyrst þú ert þarna, það er aðal gamanið.