Jeppi ársins 2017 - Úrslit!

Fyrir myndagátur, myndasamkeppni og hvers kyns þrautir, bæði á vegum Jeppaspjallsins og notenda.
User avatar

Höfundur þráðar
Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1318
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Jeppi ársins 2017 - Úrslit!

Postfrá Járni » 13.mar 2018, 23:27

Til hamingju Eiríkur Böðvar Rúnarsson!

Eiríkur sigraði þetta árið með sitt glæsilega sambland Audi og XJ Cherokee.

Þeir Hilux félagar Sævar og Almar voru svo í öðru og þriðja sæti en þar fyrir neðan eru stórvirkin Ísar og átta hjóla skrímlið.

Allir voru þeir verðugir þátttakendur og þökkum við þeim fyrir að deila jeppadellunni með okkur. Þeir eiga allir inni einn svellkaldan hjá okkur, sá innheimtist í skála við næsta tækifæri!

Albúm Eiríks er að finna hér, en gaman væri ef hann setti saman þráð á jeppaspjallinu fyrir þá sem ekki hafa aðgang að Facebook.


Land Rover Defender 130 38"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1346
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Jeppi ársins 2017 - Úrslit!

Postfrá íbbi » 13.mar 2018, 23:48

ég ætla vera geðveikt leiðinlegur og segja að mér finnist þetta eiga vera innan spjallsins.

en.. mér finnst engu síður þetta audi cherokee project mjög skemmtilegt
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1318
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Jeppi ársins 2017 - Úrslit!

Postfrá Járni » 14.mar 2018, 00:39

íbbi wrote:ég ætla vera geðveikt leiðinlegur og segja að mér finnist þetta eiga vera innan spjallsins.

en.. mér finnst engu síður þetta audi cherokee project mjög skemmtilegt


Það er mikið til í því, við skulum hafa það þannig næst og þá reynum við líka að gera það þess virði að vera með.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1230
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Jeppi ársins 2017 - Úrslit!

Postfrá svarti sambo » 14.mar 2018, 09:52

íbbi wrote:ég ætla vera geðveikt leiðinlegur og segja að mér finnist þetta eiga vera innan spjallsins.

en.. mér finnst engu síður þetta audi cherokee project mjög skemmtilegt


Verð að vera sammála þessu. Finnst að svona kosning missi marks, þegar að það er farið að leita eftir protectum utan spjallsins. Þá er alveg eins hægt að velja jeppa sem eru að koma frá Breyti eða samskonar verkstæðum.
Þar sem að það snjóar oft yfir marga flotta þræði, þá gætu stjórnendur komið með tillögur að þráðum út frá fjölda flettinga ef það er hægt að sjá það í leitarvélinni. Því að það sýnir oft áhugann á protectinu innan spjallsins. Það sem er að gerast utan spjallsins finnst mér ekki eiga heima í kostningum á spallinu, nema þá kannski sem undirflokkur eða almennur flokkur.
Fer það á þrjóskunni


grimur
Innlegg: 825
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Jeppi ársins 2017 - Úrslit!

Postfrá grimur » 18.mar 2018, 16:01

Facebook dæmi er allavega alveg út úr kú.

Ég nota ekki FB vegna þess að ég er ekki til í að það eigi rétt á að nota allt sem ég geri, set inn og hvaðeina, hvernig sem FB þóknast.
Svosem alveg mitt vandamál að setja út á þetta, en mér finnst allt í lagi að fólk viti að FB fær eignarrétt á öllu sem sett er þar inn.
Kv
Grímur

User avatar

jongud
Innlegg: 2258
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Jeppi ársins 2017 - Úrslit!

Postfrá jongud » 19.mar 2018, 08:15

grimur wrote:Facebook dæmi er allavega alveg út úr kú.

Ég nota ekki FB vegna þess að ég er ekki til í að það eigi rétt á að nota allt sem ég geri, set inn og hvaðeina, hvernig sem FB þóknast.
Svosem alveg mitt vandamál að setja út á þetta, en mér finnst allt í lagi að fólk viti að FB fær eignarrétt á öllu sem sett er þar inn.
Kv
Grímur


Alveg sammála þar, og annað sem ég HAAATAA við FB er hvað þræðir vilja týnast þar inni. Maður sér eitthvað sniðugt, ætlar að kíkja á það aftur eftir 2 daga og það er ómögulegt að finna það.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1204
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Jeppi ársins 2017 - Úrslit!

Postfrá StefánDal » 16.feb 2019, 22:03

jongud wrote:
grimur wrote:Facebook dæmi er allavega alveg út úr kú.

Ég nota ekki FB vegna þess að ég er ekki til í að það eigi rétt á að nota allt sem ég geri, set inn og hvaðeina, hvernig sem FB þóknast.
Svosem alveg mitt vandamál að setja út á þetta, en mér finnst allt í lagi að fólk viti að FB fær eignarrétt á öllu sem sett er þar inn.
Kv
Grímur


Alveg sammála þar, og annað sem ég HAAATAA við FB er hvað þræðir vilja týnast þar inni. Maður sér eitthvað sniðugt, ætlar að kíkja á það aftur eftir 2 daga og það er ómögulegt að finna það.


Ef þig langar að vera með okkur hinum í framtíðinni þá er til valmöguleiki á facebook sem heitir "Vista Inlegg". Hann birtist þegar þú ýtir á °°° (sem er einhverskonar options) efst í hægra horni innleggs.

Hvað kosninguna varðar þá skil ég vel hvað menn meina. Hinsvegar geri ég mér líka grein fyrir því að umferðin hérna er orðin brot af því sem hún var
á vordögum Jeppaspjallsins og þá þarf kannski að leita út fyrir "landsteinana" eftir áhugaverðum verkefnum. Ekki það að það hafa mörg skemmtileg verkefni verið í gangi á þessu spjalli undanfarið árið.
Nú er það bara undir okkur komið að vera duglegri að pósta hér og bæta úr valmöguleikum fyrir 2019 :)

User avatar

íbbi
Innlegg: 1346
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Jeppi ársins 2017 - Úrslit!

Postfrá íbbi » 16.feb 2019, 23:26

já. við þurfum að hjálpast að við að halda lífi í þessu, þetta er til þess að gera síðasta spjallið sem er á lífi
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Til baka á “Getraunir og leikir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur