Síða 1 af 1
Myndagetraun XLV (lokið)
Posted: 04.jan 2011, 09:49
frá hobo
Hvar er þetta tekið?

Re: Myndagetraun XLV
Posted: 04.jan 2011, 10:07
frá Tómas Þröstur
Við Háafoss
Re: Myndagetraun XLV
Posted: 04.jan 2011, 10:50
frá hobo
Tómas Þröstur wrote:Við Háafoss
Rétt. Horft er niður Þjórsárdal.
Re: Myndagetraun XLV (lokið)
Posted: 04.jan 2011, 12:43
frá Izan
Sælir
Í raun er þarna horft niður Fossárdal sem er í Þjórsárdal og Háifoss er merkilegur af þeim ástæðum að hvergi á Íslandi fellur vatn jafnlagt í frjálsu falli 126 m að mig minni.
Inn í Fossárdal er hægt að ganga býsna langt með því að keyra inn að Stöng, yfir Rauðánna og áfram vinstra megin við bæinn gamla. Þar er sæmilegur slóði sem smám saman eyðist út og verður að engu. Þaðan er hægt að gagna þurrum fótum inn dalinn og í raun það langt inn að maður geti séð fossinn frá öðru sjónarhorni.
Um Þjórsárdalinn og þá sérstaklega Fossárdalinn hef ég lítið farið undanfarin 7-8 ár svo að þessar upplýsingar gætu verið að einhverju leyti úreltar.
Kv Jón Garðar