Síða 1 af 1
Vélagetraun 4
Posted: 02.jan 2011, 16:59
frá ofursuzuki
Langar að vita hvort einhver þekkir þessa vél og í hvaða bílum þær voru.

Re: Vélagetraun 4
Posted: 02.jan 2011, 17:39
frá ofursuzuki
Smá vísbending, þetta er 4cyl amerískur mótor.
Re: Vélagetraun 4
Posted: 02.jan 2011, 17:58
frá ofursuzuki
Önnur vísbending, þessi vél þótti sérkennilega smíðuð og kom það til af því að framleiðandinn
hafði enga reynslu af smíði 4cyl véla.
Re: Vélagetraun 4
Posted: 02.jan 2011, 18:03
frá jeepcj7
Er þetta hálf átta úr international scout?
Re: Vélagetraun 4
Posted: 02.jan 2011, 18:06
frá oggi
ekki er þatta pontiac
Re: Vélagetraun 4
Posted: 02.jan 2011, 18:09
frá ofursuzuki
jeepcj7 wrote:Er þetta hálf átta úr international scout?
Laukrétt, þetta er hálf átta IH Scout. Mjög spes vélar, ég hef aðeins einu sinni
séð og heyrt í svona vél en þær eru sjálfsagt orðnar mjög sjaldséðar í dag.