Síða 1 af 1

Myndagetraun XLIII (lokið)

Posted: 02.jan 2011, 15:44
frá hobo
Loksins gat maður lagt land undir dekk og skellt inn nýrri getraun.
Hvað heitir þessi foss?

Image

Re: Myndagetraun XIIIL

Posted: 02.jan 2011, 16:24
frá Brjótur
þetta skyldi vera þjófafoss í gömlu þjórsá, þegar ég segi gömlu þá á ég við aðalána sem notuð er sem yfirfall :)

Re: Myndagetraun XIIIL

Posted: 02.jan 2011, 16:32
frá hobo
Brjótur wrote:þetta skyldi vera þjófafoss í gömlu þjórsá, þegar ég segi gömlu þá á ég við aðalána sem notuð er sem yfirfall :)


Alveg rétt!
Það hefði verið gaman að sjá alla Þjórsánna þarna en það gerist líklega sjaldan, ef þá nokkurn tíman.

Re: Myndagetraun XIIIL (lokið)

Posted: 02.jan 2011, 16:38
frá Brjótur
Já það er gaman að sjá ána í fullum skrúða og það gerist á hverju sumri og það nokkuð oft þegar alltof mikið vatn rennur til sjávar í mikilli bráðnun, Landsvirkjun hleypir nefnilega vatni framhjá þegar það er of mikil bráðnun, varnargarðarnir í lónunum ráða ekki við nema visst vatnsmagn og þegar því er náð þá hleypa þeir framhjá og nota þá gömlu árfarvegina og á það við um allar virkjanirnar þarna á svæðinu.

kveðja Helgi

Re: Myndagetraun XIIIL (lokið)

Posted: 02.jan 2011, 16:48
frá hobo
Ég átti við að vatnið sem fer í gegn um Búrfellsvirkjun fari líka um þennan farveg en það er líklega lítill hluti þegar bráðnunin er í hámarki.

Re: Myndagetraun XIIIL (lokið)

Posted: 02.jan 2011, 19:15
frá Brjótur
það er alveg gríðarlegt magn af vatni sem fer þarna um farveginn á sumrin, og það er að sjálfsögðu vegna þess að þetta virkar sem tröppugangur á virkjununum, vatnið eykst og eykst það hækkar í efsta lóninu og þeyr hleypa frammhjá og svo koll af kolli þannig að árfarvegurinn gamli þarna við þjófafoss verður alveg eins og fyrir virkjanir. ég skora á ykkur að skoða þetta í júni og júlý.

kveðja helgi