Síða 1 af 1

Bílagetraun 2 (lokið)

Posted: 16.des 2010, 16:47
frá hobo
Hvaða tegund og módel er þessi bíll og hvað er sögulegt við hann, tæknilega séð??

Image

Re: Bílagetraun 2

Posted: 16.des 2010, 17:27
frá Ofsi
Hef eiginlega ekki hugmynd er létt gisk sakar ekki Corvetta 1966, motor í skotti og gæti verið loftkældur :-( bannað að gera grín að mér fyrir þessa ágiskun :-)

Re: Bílagetraun 2

Posted: 16.des 2010, 17:36
frá Kiddi
Held að Ofsi sé með allt rétt nema að þetta er Chevy Covair, ekki Corvette!

Re: Bílagetraun 2

Posted: 16.des 2010, 19:24
frá oggi
þatta er chevy corvair og eins og ofsi sagði þá er hann með vélin í skottinu loftkældan 6cyl turbo álboxer og svo var hann með svipaða fjöðrun að aftan og vw bjalla og porsche 911 árgerðina veit ég ekki ætla að skjóta á 63

Re: Bílagetraun 2

Posted: 16.des 2010, 19:32
frá Einar

Re: Bílagetraun 2

Posted: 16.des 2010, 19:49
frá hobo
Já þetta eru allt góðar staðreyndir, nema þessi bíll á myndinni er 62 módel.
Það sem ég vil helst fá svar við er, hvað var svona "brautryðjandi" í þessum bíl (og reyndar einum öðrum) þetta árið.

Svarið er auðvitað að finna í Wikipedia grein sem Einari tókst óskiljanlega að grafa upp :)

Gott væri líka að fá fullt nafn á þessum bíl en það eru 4 til 5 orð..

Re: Bílagetraun 2

Posted: 17.des 2010, 18:37
frá hobo
Svarið liggur þarna..

Image

Re: Bílagetraun 2

Posted: 17.des 2010, 18:53
frá Stebbi
Yfirliggjandi þrýstisnúður? Einn fyrsti bíllinn með svoleiðis pústdrifnum búnaði.

Re: Bílagetraun 2

Posted: 17.des 2010, 18:59
frá hobo
já það var rétt.
Svo heitir bíllinn því mikla nafni: Chevrolet Corvair Monza Spyder Convertible

Höldum okkur samt næst við jeppana.. ;)

Re: Bílagetraun 2

Posted: 17.des 2010, 19:05
frá Sævar Örn
þetta er bara ljótt og lélegt, það er sem ég veit :)

Re: Bílagetraun 2

Posted: 17.des 2010, 20:07
frá Einar
Tengdafaðir minn átti einn og ber honum ekkert sérlega góða sögu.

Þessi van útgáfa er nokkuð svalur.
1961_Corvair_Greenbrier.jpg
1961_Corvair_Greenbrier.jpg (57.75 KiB) Viewed 4559 times