Síða 1 af 1
Myndagetraun XXXIX (lokið)
Posted: 29.okt 2010, 13:18
frá hobo
Hvaða jökull er þetta og á hvaða leið er ég?

P.s: Ég vil biðja samflotsmenn mína um að sitja á sér ef ske kynni að þeir kveiktu á perunni..
Re: Myndagetraun XXXIX
Posted: 29.okt 2010, 14:20
frá Tómas Þröstur
Minnir mig á Gæsavatnaleið fyrir austan Kattarbúðir/Dyngjuháls
Re: Myndagetraun XXXIX
Posted: 29.okt 2010, 16:47
frá hobo
Neinei þetta er mikið vestar.
Re: Myndagetraun XXXIX
Posted: 29.okt 2010, 17:20
frá gudnithor
Ertu nokkuð á Eyfirðingavegi og jökullinn er þá Hofsjökull?
Re: Myndagetraun XXXIX
Posted: 29.okt 2010, 18:12
frá hobo
Nei ekki rétt.
Eru til fleiri en einn Eyfirðingavegur? Mig minnir að slóðinn milli Hlöðufells og Uxahryggjavegs heiti því nafni.
Re: Myndagetraun XXXIX
Posted: 29.okt 2010, 19:23
frá Freyr
Ég er alls ekki viss en þetta minnir mig svolítið á Geitlandsjökul, séð frá Kaldadalsvegi örfáa km. sunnan við afleggjarann upp að Jaka.
Kv. Freyr
Re: Myndagetraun XXXIX
Posted: 29.okt 2010, 19:47
frá hobo
Nei en þú ert ekki kaldur..
Re: Myndagetraun XXXIX
Posted: 29.okt 2010, 20:22
frá Freyr
Horft í vesturátt á Eiríksjökul úr Flosaskarði???
Freyr
Re: Myndagetraun XXXIX
Posted: 29.okt 2010, 20:38
frá hobo
Neibb.
Hér er mynd af ónefndum klettahól sem sést glitta í vinstra megin á upprunalegu myndinni.

Re: Myndagetraun XXXIX
Posted: 29.okt 2010, 21:04
frá Freyr
Úff, er að farast úr spenningi. Get ekki beðið eftir að einhver komi með rétta ágiskun......;-)
Re: Myndagetraun XXXIX
Posted: 29.okt 2010, 21:14
frá hobo
Hehe flott þá er takmarkinu náð!
Kem með einhverja vísbendingu á morgun ef ekkert gerist í kvöld..
Re: Myndagetraun XXXIX
Posted: 29.okt 2010, 21:53
frá konradleo
langjökull og leiðinn frá húsafelli, hef ekki hugmind hvað hún heitir.?
Re: Myndagetraun XXXIX
Posted: 29.okt 2010, 22:18
frá hetjan
langjökull leiðin upp kaldadalinn
Re: Myndagetraun XXXIX
Posted: 29.okt 2010, 22:32
frá hobo
Þetta er ekki Langjökull.
Re: Myndagetraun XXXIX
Posted: 29.okt 2010, 22:41
frá Sævar Örn
Peran er alveg himinskær hjá mér, þetta gæti jafnvel virkað sem vísbending fyrir aðra :)
Re: Myndagetraun XXXIX
Posted: 29.okt 2010, 23:34
frá Tómas Þröstur
Sést glitta í Stóra-Björnsfell v/m á seinni mynd og jökulinn er Þórisjökull. Leiðin er að Slunkaríki.
Re: Myndagetraun XXXIX
Posted: 30.okt 2010, 08:38
frá hobo
Tómas Þröstur wrote:Sést glitta í Stóra-Björnsfell v/m á seinni mynd og jökulinn er Þórisjökull. Leiðin er að Slunkaríki.
Og það var hárrétt!
Re: Myndagetraun XXXIX
Posted: 30.okt 2010, 12:35
frá Eiríkur Örn
hobo wrote:Nei ekki rétt.
Eru til fleiri en einn Eyfirðingavegur? Mig minnir að slóðinn milli Hlöðufells og Uxahryggjavegs heiti því nafni.
Eftir því sem ég best veit eru Eyfirðingavegur milli Hlöðufells og Uxahryggjavegs og Eyfirðingavegur vestan Hofsjökuls tveir hlutar af sömu slóðinni.
Ég er ekki frá því að hafa heyrt eða lesið að þetta hafi verið sú leið sem norðanmenn fóru á Alþingi til forna en ég ætla þó ekki að lofa neinu um það.
Re: Myndagetraun XXXIX
Posted: 30.okt 2010, 15:59
frá hobo
Eiríkur Örn wrote:hobo wrote:Nei ekki rétt.
Eru til fleiri en einn Eyfirðingavegur? Mig minnir að slóðinn milli Hlöðufells og Uxahryggjavegs heiti því nafni.
Eftir því sem ég best veit eru Eyfirðingavegur milli Hlöðufells og Uxahryggjavegs og Eyfirðingavegur vestan Hofsjökuls tveir hlutar af sömu slóðinni.
Ég er ekki frá því að hafa heyrt eða lesið að þetta hafi verið sú leið sem norðanmenn fóru á Alþingi til forna en ég ætla þó ekki að lofa neinu um það.
Já þarna held ég að þú hafir rétt fyrir þér, rámar í þetta líka núna.