Síða 1 af 1

Myndagetraun XXXVII (lokið)

Posted: 12.okt 2010, 21:30
frá hobo
Hver getur sagt mér eitthvað um þessar fornu laugar?
Þá aðallega staðsetning, bónusstig fyrir ýtarlegri upplýsingar.

Image

Image

P.S: Ég veit ekki hvort þær eru í laugabók Ofsa, ef svo er, þá er þetta auðvelt..

Re: Myndagetraun XXXVII

Posted: 13.okt 2010, 10:25
frá hobo
Eins og sjá má eru þær lítið notaðar. Stærri laugin var eitt sinn notuð til sundkennslu.
Í dag er sú stærri mjög heit, með gegnumrennsli og kannski 50 gráður en sú minni er köld með engu rennsli.

Re: Myndagetraun XXXVII

Posted: 13.okt 2010, 12:02
frá hobo
Þess má einnig geta að þær eru á sama stað, kannski 20-40 metrar á milli þeirra.

Re: Myndagetraun XXXVII

Posted: 13.okt 2010, 14:34
frá Járni
Biskupslaug og Vinnufólkslaug í Hjaltadal?

Re: Myndagetraun XXXVII

Posted: 13.okt 2010, 14:55
frá ofursuzuki
Tek undir það með Árna að þetta eru Biskupslaug og Vinnufólkslaug í Hjaltadal.

Re: Myndagetraun XXXVII

Posted: 13.okt 2010, 16:43
frá hobo
Það var rétt hjá ykkur.
Ég kíkti þarna við í sumar og var bara fyrir vonbrigðum.
Laugarnar eru í algjörri vanhirðu sem er synd því mikil saga er á bakvið þær.
Landeigandinn fær því mínusstig fyrir það, en auðveldlega væri hægt að laða að ferðamenn með því að láta renna í þær baðhæft vatn.