Síða 1 af 1

Myndagetraun nr. 62 (lokið)

Posted: 24.mar 2013, 11:18
frá hobo
Ein fislétt.
Hvar er þetta?
..og til að þyngja hana aðeins, hvað heitir bærinn lengst til hægri á myndinni?

Image

Re: Myndagetraun nr. 62

Posted: 24.mar 2013, 11:30
frá villi58
Þetta er innarlega í Eyjafirði, Hólavatn er vatnið og bærinn Hundaþúfa.

Re: Myndagetraun nr. 62

Posted: 24.mar 2013, 12:31
frá hobo
Allt rétt nema er ekki viss með bæjarheitið. Hann heitir annað í mínum bókum.

Re: Myndagetraun nr. 62

Posted: 24.mar 2013, 12:57
frá gambri4x4
Þú vilt kannski að hann beri nafnið Vatnsendi??

Re: Myndagetraun nr. 62

Posted: 24.mar 2013, 13:05
frá gislisveri
Ánægður með að fá nýja myndagetraun. Tek það fram að þó ég sökum fáfræði giski ekki á svarið, þá skoða ég þetta alltaf af áhuga og svo er eflaust um fleiri.
Kv.
Gísli.

Re: Myndagetraun nr. 62

Posted: 24.mar 2013, 13:07
frá jeepcj7
Alveg sammála það er alltaf gaman að smá landafræði fallega myndskreyttri.

Re: Myndagetraun nr. 62

Posted: 24.mar 2013, 14:20
frá hobo
gambri4x4 wrote:Þú vilt kannski að hann beri nafnið Vatnsendi??


Nei ég er með annað nafn í huga, vona líka að ég sé ekki að bulla.

Re: Myndagetraun nr. 62

Posted: 24.mar 2013, 17:40
frá gambri4x4
Þá erum við að tala um Halldórsstaði

Re: Myndagetraun nr. 62

Posted: 24.mar 2013, 17:54
frá hobo
Já það hljómar vel!