Síða 1 af 1

Myndagetraun XXV (lokið)

Posted: 19.júl 2010, 08:36
frá hobo
Hvað heitir jökullinn og hvar er ljósmyndarinn staddur?

Image

Re: Myndagetraun XXV

Posted: 19.júl 2010, 09:53
frá Tómas Þröstur
Eiríksjökull. Mynd tekin frá Tvídægru/Arnarvatnsheiði nálægt Strút.

Re: Myndagetraun XXV

Posted: 19.júl 2010, 10:01
frá hobo
Tómas Þröstur wrote:Eiríksjökull. Mynd tekin frá Tvídægru/Arnarvatnsheiði nálægt Strút.


Þessi var létt. Ljósmyndarinn er staðsettur nánar tiltekið við Surtshelli.

Re: Myndagetraun XXV

Posted: 19.júl 2010, 10:18
frá Tómas Þröstur
Hvar er þetta ? Létt en kannski ekki....

Vonandi í lagi að troða sér inn í getraunina.

Myndin sýnir hluta af leið sem flestir jeppa og sleðamenn af höfuðborgarsvæðinu þekkja og hafa ekið.

Re: Myndagetraun XXV

Posted: 05.aug 2010, 16:39
frá hobo
Hei hei vó vó ég var ekki búinn að taka eftir þessu innskoti!!

Ég er allavega að rembast í huganum..

Re: Myndagetraun XXV (lokið)

Posted: 05.aug 2010, 18:38
frá birgthor
Þetta hlítur að vera eitthvað í tengslum við Skjaldbreið, hvað með Hlöðufell?

Re: Myndagetraun XXV (lokið)

Posted: 05.aug 2010, 20:53
frá Tómas Þröstur
birgthor wrote:Þetta hlítur að vera eitthvað í tengslum við Skjaldbreið, hvað með Hlöðufell?

Heitur - Hlöðufell sæist eða næstum því á myndinni ef ekki væri þoka

Re: Myndagetraun XXV (lokið)

Posted: 05.aug 2010, 22:05
frá hobo
Ég var einmitt búinn að giska á Skjaldbreiði í huganum þarna lengst. Er þetta þá ekki tekið úr Kaldadal?

Re: Myndagetraun XXV (lokið)

Posted: 06.aug 2010, 10:58
frá Tómas Þröstur
Það sést í rætur Skjaldbreiðar. Myndin er tekin ca miðju vegar á milli skálaþyrpingar við Tjaldafell/línuvegar og skálans Slunkaríkis austan Þórisjökuls.