Myndagetraun XIX (lokið)

Fyrir myndagátur, myndasamkeppni og hvers kyns þrautir, bæði á vegum Jeppaspjallsins og notenda.
User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Myndagetraun XIX (lokið)

Postfrá hobo » 20.jún 2010, 19:59

Ein létt. Hvaða fjörður er þetta og hvaðan er myndin tekin?

Image
Síðast breytt af hobo þann 03.jan 2011, 08:48, breytt 1 sinni samtals.



User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Myndagetraun XIX

Postfrá jeepcj7 » 20.jún 2010, 21:38

Þorskafjörður frá Hjallahálsi?
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Myndagetraun XIX

Postfrá hobo » 20.jún 2010, 22:03

jeepcj7 wrote:Þorskafjörður frá Hjallahálsi?


Neibb, þú ert kaldur..


Rúnarinn
Innlegg: 274
Skráður: 02.feb 2010, 11:50
Fullt nafn: Rúnar ólafsson
Bíltegund: Terrano II

Re: Myndagetraun XIX

Postfrá Rúnarinn » 20.jún 2010, 22:50

Ég ætla skjóta á hvalfjörð, en hvaðan myndinn er tekin veit ég ekki


naffok
Innlegg: 76
Skráður: 02.feb 2010, 18:02
Fullt nafn: Bergur Guðnason

Re: Myndagetraun XIX

Postfrá naffok » 20.jún 2010, 23:01

Já Hvalfjörður er það og myndin tekin af Akrafjalli, sennilega úr Kúludal eða Grafardal, ef vel er að gáð sést glitta í snjóskafl sem aldrei hvarf á árum áður innst í Blikdalnum og ber í Dýjadalshnjúkinn. Hann hafði sitt örnefni, Kjötfönn. Mun það vera dregið af því að bændur í Ártúni sem er eyðibýli framan við Blikdal geymdu kjöt í skafli þessum fram á sumar og sóttu eftir þörfum. Heldur hefur nú samt verið langur gangur í frystikistuna þar á bæ. Ekki veit ég hvort skaflinn hverfur nú á allra síðustu árum en fyrir 4 - 5 árum gerði hann það ekki. Þarna upp af bænum (Melum) er Lokufjall og heitir Hnefi þar sem hæst ber. Þar fyrir ofan Melahnjúkur og svo ber Tindstaðafjall í brúnirnar yfir Skollabrekkum í Blikdal. Miðdalur er svo til vinstri við Tindstaðafjall og Eyrarfjall lengst til vinstri á myndinni.
Kv Beggi

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Myndagetraun XIX

Postfrá hobo » 21.jún 2010, 06:46

Rúnarinn wrote:Ég ætla skjóta á hvalfjörð, en hvaðan myndinn er tekin veit ég ekki

naffok wrote:Já Hvalfjörður er það og myndin tekin af Akrafjalli, sennilega úr Kúludal eða Grafardal, ef vel er að gáð sést glitta í snjóskafl sem aldrei hvarf á árum áður innst í Blikdalnum og ber í Dýjadalshnjúkinn. Hann hafði sitt örnefni, Kjötfönn. Mun það vera dregið af því að bændur í Ártúni sem er eyðibýli framan við Blikdal geymdu kjöt í skafli þessum fram á sumar og sóttu eftir þörfum. Heldur hefur nú samt verið langur gangur í frystikistuna þar á bæ. Ekki veit ég hvort skaflinn hverfur nú á allra síðustu árum en fyrir 4 - 5 árum gerði hann það ekki. Þarna upp af bænum (Melum) er Lokufjall og heitir Hnefi þar sem hæst ber. Þar fyrir ofan Melahnjúkur og svo ber Tindstaðafjall í brúnirnar yfir Skollabrekkum í Blikdal. Miðdalur er svo til vinstri við Tindstaðafjall og Eyrarfjall lengst til vinstri á myndinni.
Kv Beggi


Þetta var rétt! Ég geri bara ráð fyrir því að staðarlýsingar þínar naffok séu réttar því fáir virðast hafa eins mikið vit á þessu umhverfi og þú.

User avatar

LeibbiMagg
Innlegg: 258
Skráður: 27.nóv 2010, 14:16
Fullt nafn: Leifur Ingi Magnússon
Staðsetning: Þórshöfn
Hafa samband:

Re: Myndagetraun XIX

Postfrá LeibbiMagg » 02.jan 2011, 22:55

afsakið en ég bara átta mig ekki á þvi hvaðan af akrafjalli þessi mynd gæti verið tekin hvar sér maður svona yfir hvalfjörðinn frá akrafjallinu...og er ég skagamaður ...bara forvitni er ekkert að efast um rétta svarið eins og ég segi bara forvitni
Nissan patrol 46" breyttur en stendur á 44" með teingdamömmubox
Trooper 3.0 TDI '99 -seldur
Santa fe '03 -seldur
Toureg V6 '03 -seldur
Mazda3 sport 2.0 '04 -seldur
Camaro Z28 '01 -seldur
Civic 1600Vti '99 -seldur

Kv Leibbarinn

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Myndagetraun XIX

Postfrá DABBI SIG » 02.jan 2011, 23:42

LeibbiMagg wrote:afsakið en ég bara átta mig ekki á þvi hvaðan af akrafjalli þessi mynd gæti verið tekin hvar sér maður svona yfir hvalfjörðinn frá akrafjallinu...og er ég skagamaður ...bara forvitni er ekkert að efast um rétta svarið eins og ég segi bara forvitni


Ég hugsaði einmitt það sama en ef þú skoðar gott kort af þessu þá er augljóst að ef gengið er austan megin í Akrafjalli er fínasta útsýni yfir Hvalfjörðinn og þá sérstaklega einmitt Eyrarfjallið, Tíðarskarð og það svæði.
Gæti einmitt passað að þetta sé tekið úr Kúludal eða Grafardal.
-Defender 110 44"-

User avatar

LeibbiMagg
Innlegg: 258
Skráður: 27.nóv 2010, 14:16
Fullt nafn: Leifur Ingi Magnússon
Staðsetning: Þórshöfn
Hafa samband:

Re: Myndagetraun XIX

Postfrá LeibbiMagg » 02.jan 2011, 23:58

er þá grundartangi þarna fyrir neðan á hægri hönd einhverstaðar...? sést samt ekki en þu vitið hvað ég á við...annars ætti að sjást yfir melahverfið hefði ég haldið ....veit ekkert hvar eyrarfjall er eða hvað þetta heitir en já er þetta eitthvað í áttina hjá mér...er meira svona að reina að átta mig hvar þetta er tekið þar sem ég þekki ekki nöfnin allveg
Nissan patrol 46" breyttur en stendur á 44" með teingdamömmubox
Trooper 3.0 TDI '99 -seldur
Santa fe '03 -seldur
Toureg V6 '03 -seldur
Mazda3 sport 2.0 '04 -seldur
Camaro Z28 '01 -seldur
Civic 1600Vti '99 -seldur

Kv Leibbarinn

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Myndagetraun XIX

Postfrá DABBI SIG » 03.jan 2011, 00:22

LeibbiMagg wrote:er þá grundartangi þarna fyrir neðan á hægri hönd einhverstaðar...? sést samt ekki en þu vitið hvað ég á við...annars ætti að sjást yfir melahverfið hefði ég haldið ....veit ekkert hvar eyrarfjall er eða hvað þetta heitir en já er þetta eitthvað í áttina hjá mér...er meira svona að reina að átta mig hvar þetta er tekið þar sem ég þekki ekki nöfnin allveg


Nei, Grundartangi væri reyndar á vinstri hönd miðað við myndina, þ.e. ef þú stæðir þar sem myndin er tekin. Þú ert austarlega í Akrafjalli. Eyrarfjall er fjallið til vinstri á myndinni hinum megin við Hvalfjörðinn og þú keyrir meðfram því fyrsta spölinn inn Hvalfjörð ef verið er að keyra sunnan megin. Er ekki alveg klár á því hvað þú kallar Melahverfi en ef þú átt við svæðið rétt áður en komið er að afleggjaranum inn að Miðdal þá ertu á réttri leið.
-Defender 110 44"-

User avatar

LeibbiMagg
Innlegg: 258
Skráður: 27.nóv 2010, 14:16
Fullt nafn: Leifur Ingi Magnússon
Staðsetning: Þórshöfn
Hafa samband:

Re: Myndagetraun XIX

Postfrá LeibbiMagg » 03.jan 2011, 00:27

melahverfið er hverfið sem er rétt áður en þu kemur að gamla sláturhúsinu en það sést ef maður tæki myndina yfir námuna hjá felsöxl þar sem akraborgar torfæran var alltaf i denn ...blessuð sé minning hennar hehe en melahverfið er einnig þekt sem hagamelur
Nissan patrol 46" breyttur en stendur á 44" með teingdamömmubox
Trooper 3.0 TDI '99 -seldur
Santa fe '03 -seldur
Toureg V6 '03 -seldur
Mazda3 sport 2.0 '04 -seldur
Camaro Z28 '01 -seldur
Civic 1600Vti '99 -seldur

Kv Leibbarinn


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Myndagetraun XIX

Postfrá birgthor » 03.jan 2011, 00:34

Bergur þú mátt nú ekki gleyma að þarna er horft á fallegt bæjarstæði fyrir miðri mynd sem heitir Kiðafell.
Kveðja, Birgir

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Myndagetraun XIX

Postfrá hobo » 03.jan 2011, 08:17

Ég var reyndar ekki í þessarri fjallgöngu sjálfur, heldur fjölskyldumeðlimur.
En eitt veit ég, að gangnamunninn er hægra megin við mynd, og er hann ekki mjög langt frá.

User avatar

LeibbiMagg
Innlegg: 258
Skráður: 27.nóv 2010, 14:16
Fullt nafn: Leifur Ingi Magnússon
Staðsetning: Þórshöfn
Hafa samband:

Re: Myndagetraun XIX (lokið)

Postfrá LeibbiMagg » 03.jan 2011, 16:46

já það passar er buinn að átta mig á þessu öllusaman:P
Nissan patrol 46" breyttur en stendur á 44" með teingdamömmubox
Trooper 3.0 TDI '99 -seldur
Santa fe '03 -seldur
Toureg V6 '03 -seldur
Mazda3 sport 2.0 '04 -seldur
Camaro Z28 '01 -seldur
Civic 1600Vti '99 -seldur

Kv Leibbarinn


Til baka á “Getraunir og leikir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 10 gestir