Síða 1 af 1

Myndagetraun XVIII (lokið)

Posted: 15.jún 2010, 09:04
frá hobo
Hvað heitir þessi sveitabær?

Image

Re: Myndagetraun XVIII

Posted: 15.jún 2010, 13:11
frá hobo
Bærinn er búinn að vera í eyði síðan 1997, en hann á sér merkilega sögu.

Re: Myndagetraun XVIII

Posted: 15.jún 2010, 13:50
frá Páll Ásgeir
Ég held að GUðmundur G. Hagalín hafi skrifað stórskemmtilega bók um ábúendur á þessum bæ.

Re: Myndagetraun XVIII

Posted: 15.jún 2010, 13:57
frá hobo
Jú mikið rétt Páll, þú ert alltaf með höfuðið þar sem naglinn er..
Ef þú vilt ekki hirða vinningssætið má þessi getraun hanga áfram mín vegna :)

Ég hef nú ekki lesið bókina, en eftir að hafa lesið heimildir á netinu um þennan bæ og ábúendur hans væri ég alveg til í það.

Re: Myndagetraun XVIII

Posted: 15.jún 2010, 20:25
frá olistef
Ég er nú ekki búinn að skoða þetta með Guðmund G, en út í loftið skýt ég varfærnislega á Klaustursel á Jökuldal. Og þó......

LEIÐRÉTTING: Sá ekki að það stóð að bærinn væri í eyði. Sorrí Alli á Klausturseli.

Re: Myndagetraun XVIII

Posted: 15.jún 2010, 21:51
frá Grétar
Merkigil í Austurdal, Skagafirði?

Re: Myndagetraun XVIII

Posted: 15.jún 2010, 22:01
frá hobo
Grétar wrote:Merkigil í Austurdal, Skagafirði?


Rétt svar!
Nú geta allir googlað þennan stað og lesið sögu hans..
Ég fór að grafa þennan stað upp vegna minningu um viðtal í sjónvarpinu við Helga Jónsson sem var þá síðasti ábúandinn, en stuttu seinna lést hann þegar hann rann ofan í gilið á svelli.