Síða 1 af 1

Myndagetraun XVII (lokið)

Posted: 09.jún 2010, 12:11
frá hobo
Hvað heitir bærinn, dalurinn og fjallið skuggalega?

Image

p.s: Fékk þessa mynd "lánaða" af mats.is

Re: Myndagetraun XVII

Posted: 09.jún 2010, 14:57
frá Páll Ásgeir
Þetta er í Önundarfirði. Fjallið er áreiðanlega Hestur og mig minnir að bærinn sé Kirkjuból í Korpudal.

Re: Myndagetraun XVII

Posted: 09.jún 2010, 15:19
frá hobo
Páll Ásgeir wrote:Þetta er í Önundarfirði. Fjallið er áreiðanlega Hestur og mig minnir að bærinn sé Kirkjuból í Korpudal.


Góður Páll!
Vildi kanna vitneskju manna á þessum stað en hann er fæðingar- og uppeldisstaður minn.
Miðað við útlit bæjarins og fjölda útihúsa geri ég ráð fyrir að myndin sé tekin einhvers staðar á árabilinu 1978-1988
Nú er þarna starfrækt farfuglaheimili.

Re: Myndagetraun XVII

Posted: 09.jún 2010, 15:25
frá hobo
Var að skoða nánar http://www.mats.is/fotoweb/ og sá ég þá að dagsetningin er 1. ágúst 1987.
Þar með er líklegt að ég sé þarna einhversstaðar á myndinni...

Re: Myndagetraun XVII

Posted: 09.jún 2010, 20:00
frá Páll Ásgeir
Ég bjó enn fyrir vestan 1987.