
Myndagetraun XXXIIX (lokið)
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Myndagetraun XXXIIX (lokið)
Hvað heitir fjallið og hvað heita drangarnir?


Síðast breytt af hobo þann 17.okt 2010, 08:54, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 38
- Skráður: 02.mar 2010, 21:07
- Fullt nafn: Páll Ásgeir Ásgeirsson
Re: Myndagetraun XXXIIX
Þú hefur aldeilis hitt á magnaða liti í sólarlagi eða þannig.
Ég er nánast viss um að þetta er Reykjaneshyrnan sem þarna rís svo fallega. Þá er myndin líklega tekin í Norðurfirði á Ströndum þar sem Reykjaneshyrnan er rétt við Gjögur, fremst á nesi sem skilur að Reykjarfjörð og Trékyllisvík.
En ég veit ekkert hvað þessir drangar heita.
Ég er nánast viss um að þetta er Reykjaneshyrnan sem þarna rís svo fallega. Þá er myndin líklega tekin í Norðurfirði á Ströndum þar sem Reykjaneshyrnan er rétt við Gjögur, fremst á nesi sem skilur að Reykjarfjörð og Trékyllisvík.
En ég veit ekkert hvað þessir drangar heita.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Myndagetraun XXXIIX
Já myndin minnir mann á andstæðuna við himnaríki, sem þessi staður er í raun.
Reykjaneshyrna er fjallið en best er að kvelja ykkur í smástund með drangana.
Það stendur á skilti við vegin hvað þeir heita en ég finn ekkert um þá á netinu.
Reykjaneshyrna er fjallið en best er að kvelja ykkur í smástund með drangana.
Það stendur á skilti við vegin hvað þeir heita en ég finn ekkert um þá á netinu.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Myndagetraun XXXIIX
Þeir heita mjög furðulegu nafni.
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Myndagetraun XXXIIX
Ég hef ekki hugmynd hvað þeir heita. En hinsvegar verð ég að hrósa þér fyrir flotta mynd :)
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Myndagetraun XXXIIX
jeepson wrote:Ég hef ekki hugmynd hvað þeir heita. En hinsvegar verð ég að hrósa þér fyrir flotta mynd :)
Iss, þetta er bara smá fikt í myndaforriti :)
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Myndagetraun XXXIIX
Páll Ásgeir wrote: Þá er myndin líklega tekin í Norðurfirði á Ströndum
Myndin er tekin rétt fyrir norðan sundlaugina á Krossnesi sem ég held að tilheyri ekki Norðurfirði þar sem hún er ekki í firðinum.
Re: Myndagetraun XXXIIX
..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 20.jún 2014, 18:49, breytt 1 sinni samtals.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Myndagetraun XXXIIX
HaffiTopp wrote:Fæ ég bjórkyppu ef ég segi að drangarnir heiti Svörtuloft? (Tek það fram að landafræði hefur aldrei verið mín sterkasta hlið)
Kv. Haffi
Já sæll! Miðað við vísindavefinn eru minnsta kosti 14 "kletta-staðir" á landinu sem heita Svörtuloft og er því ágiskun þín nokkuð góð.
En því miður heita þessir dranga ekki því nafni.
p.s: Ég tími mjög sjaldan að gefa bjór :)
Re: Myndagetraun XXXIIX
Mér sýnist þetta varla vera drangur, mesta lagi svona Þrjátíudalastapi ;) Nei annars er ég ekkert viss, en var þarna á ferð fyrir nokkrum árum með manni sem þekkti vel til þarna (blessuð sé minning hans) og hann nefndi þennan Þrjátíudalastapa þegar við fórum þarna um. Það er amk. besta tillaga sem ég hef til málanna að leggja. Mig minnir að það hafi fylgt saga af manni sem kleif stapann,vafalaust í ölæði, sem mun vera illkleifur og á að hafa skilið eftir 30 ríkisdali handa þeim næsta sem klifi stapann. Hann mun svo hafa verið klifinn síðan en engir hafi nú fundist dalirnir.
Kv Beggi
Kv Beggi
-
- Innlegg: 1025
- Skráður: 18.apr 2010, 20:42
- Fullt nafn: G.Fannar Ó.Thorarensen
- Bíltegund: NISSAN PATROL
Re: Myndagetraun XXXIIX
er þetta ekki hádegis klettur og reykjaneshyrnan í bakgrunni tekið fyrir utan krossneslaug
Nissan Patrol 2000 44" Y61
Nissan Patrol 1991 33" Y60 SELDUR
Nissan Terrano 1999
Nissan Patrol 1991 33" Y60 SELDUR
Nissan Terrano 1999
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Myndagetraun XXXIIX
naffok wrote:Mér sýnist þetta varla vera drangur, mesta lagi svona Þrjátíudalastapi ;) Nei annars er ég ekkert viss, en var þarna á ferð fyrir nokkrum árum með manni sem þekkti vel til þarna (blessuð sé minning hans) og hann nefndi þennan Þrjátíudalastapa þegar við fórum þarna um. Það er amk. besta tillaga sem ég hef til málanna að leggja. Mig minnir að það hafi fylgt saga af manni sem kleif stapann,vafalaust í ölæði, sem mun vera illkleifur og á að hafa skilið eftir 30 ríkisdali handa þeim næsta sem klifi stapann. Hann mun svo hafa verið klifinn síðan en engir hafi nú fundist dalirnir.
Kv Beggi
Þarna skeit ég á mig!
Það var ekki nema von að ég fyndi ekkert um Þrjátíudaladranga á netinu því Þrjátíudalastapi heitir hann með réttu.
Þú færð því hálft stig á móti Páli auk bónusstigs fyrir söguna á bakvið "stapann".
-
- Innlegg: 130
- Skráður: 31.jan 2010, 22:35
- Fullt nafn: johann oddgeir johannsson
- Staðsetning: skagafjörður
Re: Myndagetraun XXXIIX (lokið)
passaðu upp á stigin þín naffok Páll er ekki þekktur fyrir að vilja deila hlutunum:)
Re: Myndagetraun XXXIIX (lokið)
Já það er eins gott að halda vel í það, held að þetta stig sé það eina sem ég get deilt mað Páli. Við Páll deilum amk. ekki skoðunum og ef hann fær að ráða munum við ekki deila hálendinu mikið lengur.
Kv Beggi
Kv Beggi
Til baka á “Getraunir og leikir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur