Eins og sjá má eru þær lítið notaðar. Stærri laugin var eitt sinn notuð til sundkennslu. Í dag er sú stærri mjög heit, með gegnumrennsli og kannski 50 gráður en sú minni er köld með engu rennsli.
Það var rétt hjá ykkur. Ég kíkti þarna við í sumar og var bara fyrir vonbrigðum. Laugarnar eru í algjörri vanhirðu sem er synd því mikil saga er á bakvið þær. Landeigandinn fær því mínusstig fyrir það, en auðveldlega væri hægt að laða að ferðamenn með því að láta renna í þær baðhæft vatn.