Sælir.
Það er svolítið skemmtilegt að fletta í gegnum myndaalbúmið og velta fyrir sér hvaða myndir gætu hentað í svona spurningakeppni. Ég merkti mína með venjulegum tölustöfum til að aðgreina frá Hobo.
Hér er fyrsta mynd, hvað heitir þetta fjall og sirkabát hvaðan er myndin tekin.
Kv Jón Garðar
Myndagetraun 1 JGH
-
- Innlegg: 330
- Skráður: 19.mar 2010, 10:03
- Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson
Re: Myndagetraun 1 JGH
Snæfell og tekin í línu frá Kárahnjúkum ?
Re: Myndagetraun 1 JGH
Sælir
Þessi var of einföld. Ég var að vona að kíkismyndatakan myndi rugla einhvern, Snæfellið er svo himalajalegt svona.
Þá er ein aðeins þyngri, hvert erum við að fara á þessari mynd.
Þessi var of einföld. Ég var að vona að kíkismyndatakan myndi rugla einhvern, Snæfellið er svo himalajalegt svona.
Þá er ein aðeins þyngri, hvert erum við að fara á þessari mynd.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Myndagetraun 1 JGH
Flott mótframlag í getraunadeildinni.
En hvað þessa mynd varðar þá bíð ég bara eftir vísbendingum..
En hvað þessa mynd varðar þá bíð ég bara eftir vísbendingum..
Re: Myndagetraun 1 JGH
Sælir.
Vísbending já...síðasta var náttúrulega alltof létt svo að meiningin var að þyngja þetta svolítið.
1. Vísbending gæti verið "Austurland".
Kv Jón Garðar
Vísbending já...síðasta var náttúrulega alltof létt svo að meiningin var að þyngja þetta svolítið.
1. Vísbending gæti verið "Austurland".
Kv Jón Garðar
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Myndagetraun 1 JGH
Mig grunaði austurland því ég er alveg tómur!
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Myndagetraun 1 JGH
Ég ætla samt að skjóta á að þetta sé í Húsavík á leið frá Loðmundarfirði.
Re: Myndagetraun 1 JGH
Mér finnst einsog þetta sé Loðmundarfjarðarmegin. Þ.e ekki í Húsavík.
Re: Myndagetraun 1 JGH
Asskoti voruði segir. Þegar maður keyrir frá Húsavík yfir í Lommann þá byrjar maður á því að fara yfir skarð sem ég man ekki hvað heitir og þarna erum við að koma niður Loðmundarfjarðarmegin.
Þessi leið verðu trúlega meira notuð núna næstu ár en hingað til því að í Lommanum er nýtt hús ferðafélags Fljótsdalshéraðs sem var reist með tilliti til gönguhópa á þessu svæði. Alger ferðamannaparadís og ekki síst fyrir göngumenn.
Kv Jón Garðar
Þessi leið verðu trúlega meira notuð núna næstu ár en hingað til því að í Lommanum er nýtt hús ferðafélags Fljótsdalshéraðs sem var reist með tilliti til gönguhópa á þessu svæði. Alger ferðamannaparadís og ekki síst fyrir göngumenn.
Kv Jón Garðar
Til baka á “Getraunir og leikir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur