Já það er gaman að sjá ána í fullum skrúða og það gerist á hverju sumri og það nokkuð oft þegar alltof mikið vatn rennur til sjávar í mikilli bráðnun, Landsvirkjun hleypir nefnilega vatni framhjá þegar það er of mikil bráðnun, varnargarðarnir í lónunum ráða ekki við nema visst vatnsmagn og þegar því er náð þá hleypa þeir framhjá og nota þá gömlu árfarvegina og á það við um allar virkjanirnar þarna á svæðinu.
það er alveg gríðarlegt magn af vatni sem fer þarna um farveginn á sumrin, og það er að sjálfsögðu vegna þess að þetta virkar sem tröppugangur á virkjununum, vatnið eykst og eykst það hækkar í efsta lóninu og þeyr hleypa frammhjá og svo koll af kolli þannig að árfarvegurinn gamli þarna við þjófafoss verður alveg eins og fyrir virkjanir. ég skora á ykkur að skoða þetta í júni og júlý.