Rocky 2.8l diesel og gírkassavesen


Höfundur þráðar
Hailtaxi
Innlegg: 46
Skráður: 25.apr 2013, 15:36
Fullt nafn: Sigurður Páll Behrend
Bíltegund: Isuzu Trooper, 1987

Rocky 2.8l diesel og gírkassavesen

Postfrá Hailtaxi » 15.okt 2017, 17:29

Sælir

Mótorinn í gamla bílnum mínum gaf sig þannig að ég ákvað að græða í hann 2.8l Daihatsu diesel mótor með öllu tilheyrandi. En eitthvað hefur heilinn verið í baklás því að ég tók ekki eftir því þegar ég var að plana þetta að hlutföllin í millikassanum eru ekki 1:1 í háa drifinu heldur 1:1.297
Gamli jaxlinn minn kemst með erfiðismunum upp í 75km hraða, togar reyndar helvíti vel, sem er bónus.

Nú er spurningin hvað er til ráða?
Ég hef ekki option á að breyta hlutföllum, þau eru ekki framleidd mikið en eru í hásingunum nú þegar.
Ég get sett eitthvað stærri dekk undir hann en ekki nóg til að vega upp þennan mun.
Það er möguleiki að setja annan gírkassa/millikassa eða jafnvel bara skipta út millikassanum fyrir eitthvað annað.

Getur einhver frætt mig um hvaða gírkassar/millikassar eru í þessum Rocky'um, hvað passar saman á milli þeirra og annarra asískra bíla (ef eitthvað), hvaða öxlar eru fram og aftur úr kössunum, hvaða þvermál er á þeim og rílufjöldi? Og jafnvel ábendingar um hvað væri auðvelt að smíða saman þótt það passi ekki.
villi58
Innlegg: 2123
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Rocky 2.8l diesel og gírkassavesen

Postfrá villi58 » 17.okt 2017, 07:59

Fínn á 38" dekkjum.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1141
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Rocky 2.8l diesel og gírkassavesen

Postfrá Startarinn » 17.okt 2017, 18:03

Það krefst full mikilla breytinga fyrir notkunina og núverandi dekkjastærð hjá Sigga
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1694
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Rocky 2.8l diesel og gírkassavesen

Postfrá jeepcj7 » 18.okt 2017, 07:56

Er ekki millikassi úr hilux að passa beint í þar er háa beint í gegn
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
Hailtaxi
Innlegg: 46
Skráður: 25.apr 2013, 15:36
Fullt nafn: Sigurður Páll Behrend
Bíltegund: Isuzu Trooper, 1987

Re: Rocky 2.8l diesel og gírkassavesen

Postfrá Hailtaxi » 18.okt 2017, 09:09

Það er alveg ein leið að fara í 38" en ég á nú þegar einn svoleiðis og er með annan í smíðum, þannig að það væri ekki alveg hentugasta lausnin, eins og Addi bendir á þá þjónar þessi bíll ákveðnum tilgangi fyrir utan snatt, þarf að hafa einn bíl til að draga heim hinar beiglurnar mínar þegar þær bila :-)

Ég hef heyrt af því að Rocky og Hilux eigi að vera svipað en það er erfitt að fletta því upp á netinu, helst vegna þess hversu erfitt er að finna upplýsingar um Rockyinn. Ef ég skyldi leita mér að hilux til að fara að máta, hvaða árgerðar/vélar haldið þið að væru líklegastar?

Er aðeins farinn að horfa á að setja fjögurra gíra Tremec T170F aftan á vélina, það er auðvelt að finna millikassa aftan á hann.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1141
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Rocky 2.8l diesel og gírkassavesen

Postfrá Startarinn » 18.okt 2017, 19:02

Finndu bara hilux eða runner V6 gírkassa og millikassa, ætti að fást fyrir lítið, kúplingshúsið er skrúfað á, svo það það er lítið mál fyrir þig að plana þetta saman í rennibekknum og láta svo sjóða saman þegar þú ert klár, ég gæti örugglega verið þér innan handar með það
Það hlýtur að vera til hilux eða landcruiser diskur sem má möndla í pressuna á rocky mótornum.

Þú getur alltaf verið í bandi ef þú vilt frekari útskýringar á hvað ég á við með kúplingshúsin
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Egill B
Innlegg: 23
Skráður: 12.maí 2011, 13:31
Fullt nafn: Egill Bergmann

Re: Rocky 2.8l diesel og gírkassavesen

Postfrá Egill B » 18.okt 2017, 21:03

Sælir
Er með roky frampart af kúplings húsi, 4runer afturpart og gírkassa, roky svinghjól og kúplingu og nota kúplingslegu úr 4 runner, búinn að nota þetta í mörg ár og virkar fínt á 38"
kv Egill B


grimur
Innlegg: 825
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Rocky 2.8l diesel og gírkassavesen

Postfrá grimur » 19.okt 2017, 05:11

Ég er til í að taka Rocky millikassann að mér ef þú hættir að nota hann. Þetta er orðið sjaldgæft dót og ég er með verkefni sem inniheldur einn slíkan en vil ekki sitja uppi varahlutalaus ef eitthvað klikkar....
Endilega láttu mig vita af honum frekar en að farga þessu ef þannig fer.

Grímur
+1 949 632 2048
grimurj@ossur.com

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1141
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Rocky 2.8l diesel og gírkassavesen

Postfrá Startarinn » 19.okt 2017, 23:52

Egill B wrote:Sælir
Er með roky frampart af kúplings húsi, 4runer afturpart og gírkassa, roky svinghjól og kúplingu og nota kúplingslegu úr 4 runner, búinn að nota þetta í mörg ár og virkar fínt á 38"
kv Egill BPassar kúplíngsdiskurinn úr Rocky uppá toyota inntaksöxulinn?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Egill B
Innlegg: 23
Skráður: 12.maí 2011, 13:31
Fullt nafn: Egill Bergmann

Re: Rocky 2.8l diesel og gírkassavesen

Postfrá Egill B » 20.okt 2017, 19:46

Sæll
Kúplingsdiskurinn úr rokky passar uppá öxulinn á 4runner kassanum það er ekki alveg sami skurður á rílunum þannig að öxulinn er frekar stífur en ekki til vandræða, skipti í sumar um disk eftir ca 70.000 km á 38" akstur og oft með eithvað í drátti og átti hann mikið eftir, en ég skipti um disk. pressu og legu vegna gírkassa skipta.
kv Egill B

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1141
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Rocky 2.8l diesel og gírkassavesen

Postfrá Startarinn » 23.okt 2017, 21:45

Ertu búinn að finna lausn Siggi?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
Hailtaxi
Innlegg: 46
Skráður: 25.apr 2013, 15:36
Fullt nafn: Sigurður Páll Behrend
Bíltegund: Isuzu Trooper, 1987

Re: Rocky 2.8l diesel og gírkassavesen

Postfrá Hailtaxi » 24.okt 2017, 10:49

Sæll Addi, hef aðeins þurft að setja þetta á ís í bili, skólinn og vinnan og ég eignaðist óvart annan bíl, allt er þetta að þvælast fyrir mér eins og er :-)

Ég hef tíma um miðjan nóvember til þess að vonandi klára þetta, ætla að prófa fyrst að smíða trooper millikassa á Rocky gírkassann, held að það sé einfaldast. Ef það virkar ekki skoða ég að setja annan gírkassa/millikassa á Rocky mótorinn, hvoru tveggja held ég að séu einfaldari lausnir en að fara að smíða saman tvö kúplingshús, hef gert það áður og það virkar alveg fínt, en milliplötur eru (finnst mér allavega) yfirleitt einfaldari í smíðum.

Egill B/Addi: Eitt af því sem ég rakst á þegar ég var að lesa á netinu er að asískir gírkassar virðast oft vera með svipaða/eins inntaksöxla, sverleika, rílufjölda og ríluform. Gæti það verið að það séu tiltölulega fáir framleiðendur á gírkössum (Aisin o.s.frv) sem selja sínar vörur til allra framleiðendanna? Gírkassinn í Rocky er t.d. eins hvort sem það er bensín eða diesel bíll, kúplingshúsin og öxlarnir fram úr kassanum eru mismunandi en hvoru tveggja er laust og því einfalt að skipta því á milli.

Grímur: Ég skal hafa þig í huga með millikassann, veit ekki hvort ég þarf að nota eitthvað úr honum til að smíða millistykki yfir í Trooper millikassann ef sú leið verður farin, en ég þekki einn á Vopnafirði sem gæti átt eitthvað safn af kössum, skal sjá hvort hann á kassa handa þér ef ég nota úr mínum.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1141
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Rocky 2.8l diesel og gírkassavesen

Postfrá Startarinn » 25.okt 2017, 22:26

Það er ekkert ólíklegt að kassarnir séu svipaðir

V6 gírkassinn í Hilux og svo 4cyl bensín eru með sömu rillum á kúplingsöxlinum, hann mjókkar aftur á móti verulega á 4cyl kassanum áður en hann fer inn í kassann. 4cyl kassinn er með sömu rillur að framan og aftan (21 rilla) meðan V6 er með stærri úttaksöxul (23 rillur)
Þegar ég saumaði saman gírkassana (2 V6 kassar) smíðaði ég tengi með því að renna saman og sjóða, tengi frá gírkassa yfir í millikassa frá annarsvegar V6 og hinsvegar 4 cyl
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


grimur
Innlegg: 825
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Rocky 2.8l diesel og gírkassavesen

Postfrá grimur » 27.okt 2017, 23:07

Ég er líka til i að eignast grams úr Rocky millikassa, það er ekkert síðra!


Til baka á “Daihatsu”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur