Síða 1 af 1

Pinzgauer

Posted: 01.feb 2010, 23:26
frá KREPPA
Hvað segja menn um þessa bíla, vinur minn hann Göran vill selja mér svona vagn fyrir sanngjarnt fé. Hann segir að 38 detti beint undir þetta og þá sé hann klár á fjöll???
Hafa menn einhverja reynslu af þessu hér?

Skilst að þetta sé vinsælt í Svíþjóð.

Image

Re: Pinzgauer

Posted: 01.feb 2010, 23:28
frá EinarR
Hef ekki reynslu af þessu en mikið svakalega er þetta myndaleg bifreið!! Efast um að þetta geti klikkað!

Re: Pinzgauer

Posted: 01.feb 2010, 23:37
frá ofursuzuki
Nei en það var eitthvað um þá hér fyrir nokkru og þá sexhjóla og þeir voru held ég nokkuð seigir.
Þetta er að mig minnir að ég hafi séð einhverstaðar orginal læst bæði framan og aftan og með góða fjöðrun og ætti alveg að virka fínt á 38"
Því miður þá þekki ég ekki meira til þeirra en þetta en þetta eru víst miklir þjarkar.

Re: Pinzgauer

Posted: 01.feb 2010, 23:58
frá gambri4x4
Bara eitt í þessu að gera það er að versla appratið og prófa,,,,það getur aldrei endað verr en ílla

Re: Pinzgauer

Posted: 02.feb 2010, 00:06
frá gislisveri
Það er svona græja hérna alltaf á sumrin á einhverjum austantjaldsnúmerum og merkt útlenskri ferðaskrifstofu. Mér finnst þetta ansi svalur bíll, minnir mig á Lapplander.

Re: Pinzgauer

Posted: 02.feb 2010, 07:58
frá Einar
Þessir bílar eru hannaðir uppúr 1960 af Austurríska fyrirtækinu Steyr-Daimler-Puch en þeir hönnuðu líka og framleiddu G-jeppann fyrir Mercedes Benz. Í kringum aldamótinn lenti fyrirtækið í fjárhagsvandræðum og var selt í bútum til ýmissa aðila en þessi hluti framleiðslunnar var seldur til Bretlands og þar hafa þeir verið framleiddir síðan árið 2000.
Það hafa einhverjir svona bílar verið til hérna allavega átti björgunarsveitin í Hafnarfirði tvo svona bíla í nokkur ár.
Þessir bílar eru svolítið óvenjuleg hönnun, í stað grindar er burðurinn í stokk í miðjunni þar sem drifrásin fer í gegn, inni í stokknum eru einnig bremsurnar, fjöðrun er sjálfstæð á hverju hjóli og niðurgírun út við hjól eins og í Unimog. Þeir eru bæði til 4x4 og 6x6.
Hér eru síður með miklu af upplýsingum um þá:
http://www.sdp-pinzgauer.org/
http://en.wikipedia.org/wiki/Pinzgauer_ ... in_Vehicle
http://pinzi.us/
http://pinzgauer.haflinger-4wd.com/

Re: Pinzgauer

Posted: 02.feb 2010, 10:38
frá KREPPA
Rakst líka á ansi fróðlega lesningu um hann hér
http://media.club4x4.ru/2007/04/20/steyrdaimlerpuch_pinzgauer.html

Spurning um að skella sér í fjallarallið á honum ??

Re: Pinzgauer

Posted: 02.feb 2010, 12:07
frá Einar
Fyrir þá örfáu sem eru ekki sleipir í rússnesku þá lítur síðan svona þegar hún er búin að fara í gegnum þýðingarvél Google:
http://translate.google.com/translate?j ... l=ru&tl=is
Það má deila um hve mikið gagn er að þýðingunni en allavega ættu menn að geta brosað út í annað yfir henni þó ekki væri annað.

Re: Pinzgauer

Posted: 02.feb 2010, 12:08
frá Alpinus
Váá, ótrúlega flottur, mig hefur alltaf langað að eiga einn svona. Þetta er fullorðins. Manni finnst maður vera á óttalegri dós í samanburði við svona tæki (sem er alveg rétt).

Hvað er verðið ca á einum svona gömlum í góðu standi??

Re: Pinzgauer

Posted: 02.feb 2010, 12:22
frá Einar
Hvað hann kostar? Hér eru okkrar niðurstöður á söluvefnum Mobile.de

Re: Pinzgauer

Posted: 02.feb 2010, 12:49
frá Alpinus
Kostar sama og gömul japönsk jeppadós. Hélt þeir væru dýrari. 'Kreppa' þú byrjar og svo komum við á eftir og fyrr en varir verður búið að stofna íslenska Pinzgauer klúbbinn (gaman að láta sig dreyma).

Re: Pinzgauer

Posted: 02.feb 2010, 16:12
frá jeepson
Svo eru menn að segja að gamli góði volvo 240 sé kassalagaður hehe. Þessir trukkar eru frekar kassalagaðir. En hvaða vél er í svona græju? ÞAð væri nú töff að eiga svona græju. einnig hefur volvo lapplander 303 heillað mig soddið.

Re: Pinzgauer

Posted: 03.feb 2010, 00:18
frá KREPPA

Re: Pinzgauer

Posted: 03.feb 2010, 19:53
frá ragginar
Þessi er helnettur! Ætli hann fljóti?

Re: Pinzgauer

Posted: 03.feb 2010, 23:32
frá Einar
Hér eru bílarnir sem Skátarnir í Hafnarfirði áttu, myndirnar eru á vefnum http://spori.is
Image
Image
Image

Re: Pinzgauer

Posted: 01.apr 2010, 10:28
frá jonket55
KREPPA wrote:Hvað segja menn um þessa bíla, vinur minn hann Göran vill selja mér svona vagn fyrir sanngjarnt fé.


Hvað myndi sanngjarnt fé vera?

Re: Pinzgauer

Posted: 26.apr 2010, 08:47
frá Krúsi
Þetta eru magnaðir bílar.
Image

Mig minnir að þeir hafi byrjað að framleiða þá aftur fyrir nokkrum árum, og þá voru þeir með 2.7 TD frá VW.
Leit svona út:
Image
leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál.

Fann hérna síðu um þetta:
http://www.baesystems.com/Newsroom/News ... 62424.html

kv.
Markús

Re: Pinzgauer

Posted: 26.apr 2010, 10:33
frá TF3HTH
Rakst á einn svona í fyrrasumar við Mývatn, óvenjulegir bílar, það er víst.

http://www.f4x4.is/index.php?option=com ... mId=249528

-haffi

Re: Pinzgauer

Posted: 26.apr 2010, 10:56
frá maxi
Þetta er væntanlega tollað sem vörubíll eða hvað?

Re: Pinzgauer

Posted: 26.apr 2010, 12:45
frá Einar
Þriggja öxla bíllinn er 3900kg í heildarþyngd þannig að hann flokkast væntanlega sem vörubíll, tveggja öxla bíllinn er hins vegar rétt tæp 3 tonn í heildarþyngd þannig að hann ætti að flokkast sem venjulegur jeppi.

Eigin þyngd: 1950kg » 710M & 710K 4x4
.............. 2400kg » 712M 6x6

Burðargeta: 1000kg » 710M & 710K 4x4
.............. 1500kg » 712M 6x6
___________________________________
Heildarþyngd: 2950kg » 710M & 710K 4x4
................ 3900kg » 712M 6x6

Re: Pinzgauer

Posted: 26.apr 2010, 17:29
frá gislisveri
Þyngdin kemur því lítið við hvernig þetta er tollað held ég, þá væri t.d. Hummer H2 skráður vörubíll og á lægri gjöldum, sem hann er ekki.
Til að skrá bíl sem sendibil verður hann að vera með skilrúmi fyrir aftan bílstjórasæti (eða fyrir aftan 2. sætaröð) og ekki með sæti fyrir aftan skilrúmið. Þegar búið er að tolla hann er líklega ekkert sem kemur í veg fyrir að skráningunni sé breytt með breytingaskoðun og bíllinn gerður að fólksbíl.

Re: Pinzgauer

Posted: 26.apr 2010, 20:37
frá Einar
Þyngdin kemur málinu við að því leiti að ef heildarþyngd er yfir 3500kg er hægt að skrá bílinn sem vörubíl eða þannig skil ég reglurnar allavega. En ef þú vilt ekki skrá hann þannig er bara að borga hærri gjöld og málið er leyst.
Hvað varðar skilrúm er það varla mikið mál miðað við þessar myndir og síðan er bara að henda þessum ónýtu bekkjardruslum sem eru aftan í honum og sætta sig við 80 km/h hámarkshraða. Þetta eru ekki bílar sem eru í mikilli samkeppni við Range Rover og aðra slíka í lúxusbúnaði.
Pinzgauer2.jpeg

Pinzgauer1.jpeg