Ný jeppategund

User avatar

Ýktur
Innlegg: 66
Skráður: 09.okt 2012, 13:00
Fullt nafn: Bjarni Gunnarsson

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ýktur » 14.nóv 2014, 19:43

Finnur wrote:Varðandi driflokur sem hægt er að stýra innan úr bíl myndi ég halda að lokur með nettum lofttjakk væri einfaldast. Tjakkurinn væri með lítið slag en þvermál það sama og lokan. Loftið væri tekið sömu leið og úrhleypibúnaðurinn. Stýringu á loftið er hægt að útfæra á nokkra vegu.


Það væri hægt að hafa þetta sjáflvirkt, þegar dekkjaþrýstingur fer undir segjum 15 pund þá færi lokan á :)
Svo væri hægt að setja lokurnar handvirkt á líka ef þyrfti.
Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 75
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 16.nóv 2014, 13:56

Er búið að teikna upp framstellið ?
Já.
Drifið fest á stífuna .... er til teikning af því ?
Já.
Hvaða stýrismaskinu á að nota ?
Saginaw Cherokee 2 stk
Hvað er maskínan breið ?
Man ekki, en nett með stuttum legg
Hvað á að ná langri fjöðrun á framan ?
40cm
Hver á að vera breidd á hjólastelli ?
Mitt dekk í mitt dekk 2m
Hvaða spindla á að nota ?
Ford F-450/550
Hvað sverir öxlar ?
[i]Veltur á endanlegu liðavali. Ekki undir 35 ríllu
[/i]Hvaða hlutfall í drifum ?
5,13


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: Ný jeppategund

Postfrá Dúddi » 11.apr 2015, 21:33

Hvað er að frétta af þessu verkefni, er eitthvað að gerast eða eru menn bara rólegir.


Kalli
Innlegg: 387
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Ný jeppategund

Postfrá Kalli » 07.jún 2015, 00:10

Hafið þið heirt hvernig gengur ?

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2768
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Ný jeppategund

Postfrá elliofur » 24.aug 2015, 17:41

Gaman væri að heyra eitthvað af þessu. Hefur eitthvað gerst undnfarið?

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2768
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Ný jeppategund

Postfrá elliofur » 02.nóv 2015, 22:55

Að detta í ár síðan síðustu fréttir komu héðan, what's up?


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 75
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 10.nóv 2015, 00:20

Takk fyrir að spyrja um gang mála. Okkur vannst vel fram á vor, á sviðum hönnunar og sjónrænnar framsetningar sérstaklega, í þeirri trú að boðað fé til fullnustu áætlana væri að koma. Það kom ekki, og önnur peningaplön brugðust líka. Var umsjónarmaðurinn orðinn salt-í-grautlitill og lagðist svo lágt að fara í borgandi vinnu.

Nýlega datt Ísarvinna aftur í gang í kjölfar afbragðs símtals frá útlöndum. Mjög spennandi dæmi. En þótt sitthvað sé í gangi skiptir nú bara eitt máli: Er fjármögnun í húsi? Nei. En önglar eru úti og fleiri í beituskúrnum á leið í sjó.

Freistandi er að sýna hér myndir og myndbönd af endanlegum Ísar All Terrain Supercar, sem hafa legið hjá okkur í um hálft ár. Því miður má ekki birta slíkt opinberlega fyrr en við opinbert "launch". Meginástæðan er að það myndi spilla fyrir erlendri sölu sem okkur féll í skaut. Þeir sem áhuga hafa á að skoða það nýjasta geta þó hitt á Ara Arnórs, sem gengur um með mynd(band) af bílnum í vasanum, eins og skáldið sagði.

Staðan er að búið er að undirbúa alla anga og vinkla fyrir frumgerðarsmíði, utan samningasmíði og vinnuteikningar. Topp menn klárir í það þegar fé fæst. Fjármögnun er klár fyrir framleiðsluna. Kaupendur klárir, og ekki bara á Íslandi. Hvað vantar þá? Ca RangeRoververð til að setja prótótýpuna saman og koma í löngu undirbúið prófunarferli sitt svo hægt sé að smíða bíla fyrir kaupendur.

Þótt búið sé að ganga frá endanlegri mynd fyrsta bíls þýðir það þó ekki að við getum ekki haldið áfram að finna heimsins nýjustu og bestu lausnir hér á Jeppaspjallinu. Til dæmis: Er einhver hérlendis með reynslu af gasglussafjöðrunarsmíði (sbr Citroen, JCB Fastrack ofl) ?

User avatar

dadikr
Innlegg: 143
Skráður: 05.feb 2010, 08:50
Fullt nafn: Daði Már Kristófersson
Bíltegund: Chevrolet K30

Re: Ný jeppategund

Postfrá dadikr » 10.nóv 2015, 07:43

Er óraunhæft að taka Karolina fund (https://www.karolinafund.com/) á þetta? Sjálfsagt talsverður hópur sem væri til í að styrkja framkvæmdina og sjá þetta verkefni verða að veruleika.

Kv Daði


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 75
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 31.okt 2016, 17:12

Sælir jeppagúrúar góðir. Það tók sko tímann sinn. En, nú í sumar fékk Ísar verkefnið loks fjármagn til að komast af stað. Og núna í dag fékk verkefnið það fjármagn sem upp á vantaði til að klára frumgerðarsmíðina.

Þetta þýðir að við getum skipt í háa drifið og vantar til þess 1-3 ofursmiði, og reynda 3d cad menn, á verkefnagrunni. Núna.
Við vitum vel að það er allt á yfirsnúningi í málmsmíðagreininni. En ef einhver veit um úrvals menn, sem að auki gætu skilað á tíma - og eru þar að auki eru lausir, eru ábendingar vel þegnar, í síma 694-1974 eða ari@isar.is. Eða eftir öðrum leiðum.

Veitum allar upplýsingar um Ísar verkefnið, stöðu þess og þátttakendur með mikilli gleði. T.d. á skrifstofunni okkar, eða í síma, bara ekki á Alnetinu.

User avatar

íbbi
Innlegg: 1315
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Ný jeppategund

Postfrá íbbi » 31.okt 2016, 23:25

Úff, það væri nú ekki amalegt að taka þátt í svona verkefni
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 75
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 01.nóv 2016, 13:47

Já, Ibbi, það hefur oft reynt á þolinmæðina að draga þessi verk áfram á tómum tanki. En nú er komið að skemmtilegasta kaflanum. Bara gaman.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Ný jeppategund

Postfrá biturk » 01.nóv 2016, 19:50

Hvenær hentar best að hringja í ykkur?
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 75
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 04.nóv 2016, 18:31

Best hentar að svara jeppasímtölum milli kl 7 og 24 :)


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 75
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 04.nóv 2016, 18:35

MYNDAGÁTA: Hvað er Hörður Sæmundsson að sjóða??

https://photos.google.com/u/1/photo/AF1 ... 8NSiwkgTw0

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2768
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Ný jeppategund

Postfrá elliofur » 04.nóv 2016, 18:59

Ísar wrote:MYNDAGÁTA: Hvað er Hörður Sæmundsson að sjóða??

https://photos.google.com/u/1/photo/AF1 ... 8NSiwkgTw0


404. That’s an error.

The requested URL was not found on this server. That’s all we know.


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 75
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 04.nóv 2016, 19:02

Ææ. Hver kann að gera myndbandsbúta sýnilega hér? Jútjúb vildi ekki leika.


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 75
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 04.nóv 2016, 19:06biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Ný jeppategund

Postfrá biturk » 04.nóv 2016, 19:08

Loftpúðaturn eða gormaturn sýnist mér

Eða geimsins öflugasta mótorfesting ;)
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 75
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 04.nóv 2016, 19:15

Nebb. Fleiri uppástungur?


olei
Innlegg: 811
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Ný jeppategund

Postfrá olei » 04.nóv 2016, 19:49

Neðri spyrnur - sýnist mér. Ansi veglegar :)


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 75
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 04.nóv 2016, 20:10

Góðir, en nei.
Önnur vísbending:
Image
Vona að myndin birtist :)


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 75
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 04.nóv 2016, 20:11

Arg, önnur tilraun:
Image

User avatar

Nenni
Innlegg: 116
Skráður: 05.jan 2011, 09:40
Fullt nafn: Árni Reimarsson
Staðsetning: Mosfellsbær

Re: Ný jeppategund

Postfrá Nenni » 04.nóv 2016, 20:44

Ég vona að það gangi aðeins betur að smíða en að birta myndir :)


BrynjarHróarsson
Innlegg: 108
Skráður: 12.okt 2011, 21:50
Fullt nafn: Brynjar Hróarsson

Re: Ný jeppategund

Postfrá BrynjarHróarsson » 04.nóv 2016, 21:29

Er þetta ekki hjólnaf?

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2768
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Ný jeppategund

Postfrá elliofur » 04.nóv 2016, 22:30

Hvernig setja skal inn mynd - skref fyrir skref ----> viewtopic.php?f=12&t=19266 :)

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1693
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Ný jeppategund

Postfrá jeepcj7 » 04.nóv 2016, 23:02

Spyrna/klafi?
Heilagur Henry rúlar öllu.


olei
Innlegg: 811
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Ný jeppategund

Postfrá olei » 05.nóv 2016, 02:11

Steering knuckle á ensku. Veit ekki hvað skal kalla það á íslensku.
Síðast breytt af olei þann 05.nóv 2016, 05:49, breytt 1 sinni samtals.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Ný jeppategund

Postfrá biturk » 05.nóv 2016, 05:44

Er þetta hluti af aftur stýfukerfi?
head over to IKEA and assemble a sense of humor


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Ný jeppategund

Postfrá sukkaturbo » 05.nóv 2016, 08:54

Sýður með smjör vírnum.Ég forvitinn hvernig vír er þetta og þarf gas með honum


Kalli
Innlegg: 387
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Ný jeppategund

Postfrá Kalli » 05.nóv 2016, 12:43

:O

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1227
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Ný jeppategund

Postfrá svarti sambo » 05.nóv 2016, 12:58

Hann er að sjóða part úr flexitor.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1260
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Ný jeppategund

Postfrá Járni » 05.nóv 2016, 13:45

Sérstyrktur glasahaldari fyrir ferðamenn í hæsta gæðaflokki.
2000 Land Rover Defender 130 38"


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 75
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 07.nóv 2016, 19:13

Spindill.jpg
Spindill.jpg (251.63 KiB) Viewed 10034 times
Ólei er meððetta. Spindill, heldur af stærri gerðinni, til að ná stýrismiðju í mitt 46" dekk, legu í mitt hjól, 40 cm slagi og 30° beygju, auk bremsa sem standast 2016 kröfur um hægjunarvirkni. Og bognar vonandi ekki of glatt. Gert úr Weldox. Sést betur á myndinni sem ég er vonandi búinn að læra að setja inn - með góðri hjálp.


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 75
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 07.nóv 2016, 19:23

Og smjörvírinn, já, það er nýjasta kærastan hans Harðar Sæmundssonar. Soðið með gasi en flúxkjarni í vírnum gefur örlitla skel sem nánast er hægt að blása af. Best að spyrja Hörð beint frekar en suðuálfinn mig, en jafnvel ég sé muninn.


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 75
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 07.nóv 2016, 19:37

Og af þvi að það er gaman að sjá myndir:
Spindlar tveir.jpg
Spindlar tveir.jpg (231.15 KiB) Viewed 10023 times

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2465
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Ný jeppategund

Postfrá hobo » 07.nóv 2016, 21:00

Mikið er nú gaman að sjá smíðamyndir af þessu einstaka verkefni :)

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Ný jeppategund

Postfrá Sævar Örn » 07.nóv 2016, 22:10

Þetta er bara ansi mikið töff hjá ykkur, gangi ykkur vel!
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


juddi
Innlegg: 1205
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Ný jeppategund

Postfrá juddi » 08.nóv 2016, 12:28

Svo er bara að splæsa í Siegmund suðuborð alglörlega nauðsilegt í svona verkefni
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Höfundur þráðar
Ísar
Innlegg: 75
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Ný jeppategund

Postfrá Ísar » 08.nóv 2016, 19:19

Mmmm, svona Siegmund fjölskylduborð gætu allir betri helmingar samþykkt sem nauðsyn undir sunnudagslærið, og morgunmatinn barnanna. Svo hásingar í hádeginu. Sgnilld.
Og takk fyrir falleg orð, sem ég beini til Harðar og allra hinna sem vinna hina raunverulegu vinnu. Hörður er búinnn að sjá út uppstillinguna fyrir boddísamsetninguna, býsna snjallt finnst mér, með leysigeislum og alles, James Bond stæl.
Vona að ég tjóni ekkert þótt hér birtist ein mynd úr FEM reikningunum hans Guðmundar Jónssonar í GJJárn. Bara grunn álburðarvirkið, án hjálparramma fjöðrunar og drifrásar, án áhangs. Full lestun farþega, + 5G álag á móti 6 punktum þar sem loftpúðarnir halda á móti.

5GBodyStress1.JPG
5GBodyStress1.JPG (140.88 KiB) Viewed 9813 times

Erum annars komnir með dagsetningu á fjallaferð, á númerum, á næsta ári. Það pressar á okkur alla daga. Afmælisdagur telpu. Ekki í boði að klikka á því :)
Sem áður er allri gagnrýni, hver sem hún er, tekið feginshendi. Ótal ábendingar frá ótal aðilum hafa bætt hönnunina, og verður svo áfram.

User avatar

mrgard
Innlegg: 11
Skráður: 24.sep 2016, 07:24
Fullt nafn: Gard Bjering
Bíltegund: Pajero 2006, 44"
Staðsetning: Grafarholt
Hafa samband:

Re: Ný jeppategund

Postfrá mrgard » 11.nóv 2016, 10:37

Sælir,

This looks like a really cool project, good luck with the development!

Just for inspiration and maybe for more ideas: some time ago I saw on Internet a really crazy custom jeppa-bil made in Romania, Ghe-O Rescue, see videos here:

https://www.youtube.com/watch?v=GT94QZ664qk

https://www.youtube.com/watch?v=6hQkMiIdiR0

https://www.youtube.com/watch?v=pX2Nt0uCfg0

Something for Iceland :)

Gard
Viðhengi
Ghe-O.jpg
Ghe-O.jpg (113.32 KiB) Viewed 9646 times


Til baka á “Tegundaspjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir