Síða 1 af 1

Chrysler Town & Country reynslusögur

Posted: 18.aug 2012, 16:50
frá Atli E
Góðan daginn

Hefur einhver reynslu af Chrysler Town & Country ca. árg.2000 - 2005 ?
Einhverjir veikir punktar sem maður þarf að spá í fyrir kaup og hvernig hafa þeir reynst?

Hvernig er 3.3 vs. 3.8 ?

Veit alveg að þetta eru ekki sparibaukar ;-)

Kv. Atli E.

Re: Chrysler Town & Country reynslusögur

Posted: 18.aug 2012, 17:02
frá ellisnorra
Ég á sjálfur dodge caravan með 2.4 bensín og allt handvirkt (ekki rafmagnsrúður eða neinn svoleiðins lúxus) og ég er alveg gífurlega sáttur við hann. Snilldar akstursbíll og maður bara keyrir og keyrir og skiptir stundum um olíu og bremsur og eitthvað svona dót eins og eðlilegt er. Minn eyðir 10 lítrum að jafnaði, örlítið meira á veturna og örlítið minna á sumrin.
Þekki nokkra sem hafa verið/eru á town & country með v6 mótorunum og allir himinsælir nema 13-16lítrar á hundraðið síga svolítið í pyngjuna.
Það er skemmtileg spekulering að eignast vélarvana bíl af þessari tegund og setja sprinter eða lt35 díselvél í þá :)

Re: Chrysler Town & Country reynslusögur

Posted: 18.aug 2012, 22:41
frá Orvis
Við getum farið yfir þetta allt saman ef þú kemur og skoðar bílinn.

Re: Chrysler Town & Country reynslusögur

Posted: 19.aug 2012, 12:06
frá Atli E
Hefur enginn átt svona bíl ?

Kv.

Re: Chrysler Town & Country reynslusögur

Posted: 19.aug 2012, 18:58
frá Sævar Örn
hef nokkrumsinnum lagað sjálfsskiptingar úr svona tíkum, annað er það ekki, mjög vel smíðaðir bílar svona í samanburði við annað frá þessum framleiðanda :)

Þú ert fljótur að finna hvort skiptingin er góð ef þú stallar í R, ef hann fer eitthvað langt yfir 2000 sn þá er hún að snuða skiptingin og styttist í upptekt.

bakgírinn fer alltaf fyrst svo fara hinir að snuða líka

elliofur ég hef þjónustað einn svona bíl með 1.9 VW TD vél úr Transporter og beinskiptingu, öxlar mixaðir saman og vélinni komið fyrir 1 vír á olíuverk og sett í gang, hann keyrir hann á allskonar olíum og rekstrar kostnaður er sáralítill.

Re: Chrysler Town & Country reynslusögur

Posted: 20.aug 2012, 17:56
frá Atli E
.

Re: Chrysler Town & Country reynslusögur

Posted: 20.aug 2012, 22:00
frá jongunnar
Ég átti svona bíl að vísu 2008 árg og var mjög ánægður með hann. það var smá rafmagnsvesen á honum en það var vegna mistaka hjá (sérfræðingum í RVK) við að setja 220V í hann.