Lapplander, satt eða logið


Höfundur þráðar
RúnarA
Innlegg: 33
Skráður: 27.apr 2010, 21:43
Fullt nafn: Rúnar Arason
Bíltegund: 4Runner diesel

Lapplander, satt eða logið

Postfrá RúnarA » 30.maí 2010, 00:55

Ég sá umfjöllun um Íslandsútgáfu af Lapplander á þýsku jeppaspjalli:
[url][/http://www.offroad-forum.de/viewtopic.php?t=38339url]
Ég man þegar kom gusa af þessum bílum til landsins frá Ungverjalandi, líklega upp úr 1980 en man ekki eftir að hafa heyrt um að þeir hefðu verið framleiddir sérstaklega fyrir Íslandsmarkað. Mig rámar frekar í að þetta hafi verið eftirlegukindur sem fengust á góðu verði?? Margir af þessum bílum voru pikkuppar sem var síðan byggt yfir hér á landi, en aðrir voru með húsi með litlum hliðargluggum og hliðarhurð afturí sem mjókkaði að neðan. Eru ekki einhverjir hér á spjallinu sem vita meira um þessa bíla? Getur ekki verið að bíllinn sem þjóðverjinn á og keyptur var hér á landi (A 6135) sé með íslesku húsi og ef svo er hvar var þá byggt yfir hann?
Kveðja Rúnar
Krúsi
Innlegg: 125
Skráður: 31.jan 2010, 22:57
Fullt nafn: Markús Betúel Jósefsson

Re: Lapplander, satt eða logið

Postfrá Krúsi » 30.maí 2010, 09:36geiri23
Innlegg: 68
Skráður: 22.feb 2010, 01:05
Fullt nafn: Sigurgeir R. Jóhannsson

Re: Lapplander, satt eða logið

Postfrá geiri23 » 30.maí 2010, 11:53

held að þetta sé logið

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Lapplander, satt eða logið

Postfrá Einar » 31.maí 2010, 00:18

C202 er allmenningsútgáfa af herbílnum L3314 og til að ná niður kostnaði voru þeir ekki smíðaðir í Svíþjóð eins og herútgáfan heldur í Ungverjalandi. Eins og kom fram hér að ofan kom talsvert af þeim hingað upp úr 1980 en ég hef hins vegar aldrei heyrt um sérstaka "Íslandsútgáfu". Held að maðurinn sé að tala um þá bíla sem byggt var yfir nýja hérna, flestir hjá Ragnari Valssyni, það má svo sem gjarnan kalla þá "Íslandsútgáfu".
Á þessum tíma var vegna tollaregla hagstætt að flytja inn pickup bíla og smíða hús á þá hérna heima, þetta var mikið gert við bæði ameríska og japanska pickup bíla.


Sæfinnur
Innlegg: 92
Skráður: 24.apr 2013, 16:19
Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
Bíltegund: CJ 7 360

Re: Lapplander, satt eða logið

Postfrá Sæfinnur » 07.des 2014, 17:25

Og til gamans má bæta því við að "sagan" segir að yfirbyggðu Hiluxarnir frá Ragnari Valssyni hafi þótt svo vel heppnaðir að þeir hafi ratað inn í hönnunardeildina hjá Toyota og komið þaðan út sem 4runner


Til baka á “Tegundaspjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir