Ný jeppategund
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 76
- Skráður: 30.okt 2014, 13:55
- Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
- Bíltegund: Ísar TorVeg
Re: Ný jeppategund
Thanks mrgard, for kind words. The Ghe-O, Bronto, Litvina, Petrovich, Foremost et al are not road vehicles. They are off-road-only, typically 40-60kph top speed, flotation-tyred specials. The difference between our Ísar and those, and the military-only-regulated steel shell specials like Oshkosh JLTV, Panhard, Fennek etc., is that we are making an internationally road legal passenger car. With similar off-road mobility to off-road only buggies and trucks. It's 10 times harder, but satisfying to now see materialise.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 76
- Skráður: 30.okt 2014, 13:55
- Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
- Bíltegund: Ísar TorVeg
Re: Ný jeppategund
Kannski langt seilst, að ráða geimveru til að vinna í bílnum sínum. Þessi er nýkomin á nýju geimskutlunni sinni, með framdrifi og alles. Það fór allt að gerast eftir að hún kom
Síðast breytt af Ísar þann 20.feb 2017, 21:38, breytt 1 sinni samtals.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 76
- Skráður: 30.okt 2014, 13:55
- Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
- Bíltegund: Ísar TorVeg
Re: Ný jeppategund
Mynd náðist af UFOnum, drífur að sögn rosalega.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 76
- Skráður: 30.okt 2014, 13:55
- Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
- Bíltegund: Ísar TorVeg
Re: Ný jeppategund
Sjóðandi heit græja. Hægt að sjá hvað myndaðist úr þessu í Aðalbyggingu Háskóla Íslands á fimmtudaginn kemur kl. 14,00-16,30.
Re: Ný jeppategund
Dugar ekkert minna en Fronius í svona verkefni
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 76
- Skráður: 30.okt 2014, 13:55
- Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
- Bíltegund: Ísar TorVeg
Re: Ný jeppategund
Þá fer Ísar að nálgast 3 í útvíkkun, farið að sjást í kollinn. Þessi þráður gæti þá komist úr erum-að-spá-í-að-gera-eitthvað þræði í smíðaþráð. Heldur betur skemmtilegra. Hér eru Héðinsmenn að beygja til botn og setstokka, nýkomið úr leysiskurði
Komið form á þetta
Fullt af eðaláli, klippt og skorið
Komið í hús, tæplaga einn bíll, Ikea stæl
Mikið beyglað
Komið form á þetta
Fullt af eðaláli, klippt og skorið
Komið í hús, tæplaga einn bíll, Ikea stæl
Mikið beyglað
Síðast breytt af Ísar þann 01.mar 2017, 23:13, breytt 1 sinni samtals.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 76
- Skráður: 30.okt 2014, 13:55
- Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
- Bíltegund: Ísar TorVeg
Re: Ný jeppategund
Hörður Sæmundsson rétt bretti upp aðra ermi og hviss-bæng, kominn botn. Nú sýndi sig líka hvað Guðmundur Jónsson er búinn að vinna gríðarlega vandaðan undirbúning, boltar duttu í öll sín göt og allt passaði saman. Mjög gaman.
Miðjustokkurinn í
Sílsarnir saman
Komnir á og hugað að hurðapóstum
Teikningasettin aldrei langt undan
Byrjað að fróníusa
Miðjustokkurinn í
Sílsarnir saman
Komnir á og hugað að hurðapóstum
Teikningasettin aldrei langt undan
Byrjað að fróníusa
Síðast breytt af Ísar þann 01.mar 2017, 22:02, breytt 1 sinni samtals.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 76
- Skráður: 30.okt 2014, 13:55
- Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
- Bíltegund: Ísar TorVeg
Re: Ný jeppategund
Farin að heyrast bílahljóð, vantar bara hurðarhúninn v.m. aftan
Leysirinn fylgist með láréttunni og lóðréttunni
Punktað og svo soðið, samsetningin er bland af hnoðum, boltum, lími og suðu, til að lágmarka vinding og skekkjur. Púlssuðan nýja er hins vegar að koma það vel út að hún verður ráðandi.
Leysirinn fylgist með láréttunni og lóðréttunni
Punktað og svo soðið, samsetningin er bland af hnoðum, boltum, lími og suðu, til að lágmarka vinding og skekkjur. Púlssuðan nýja er hins vegar að koma það vel út að hún verður ráðandi.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 76
- Skráður: 30.okt 2014, 13:55
- Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
- Bíltegund: Ísar TorVeg
Re: Ný jeppategund
Öhh, myndir velta á hliðina við að fara hérna inn. Er ráð við því?
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1393
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Ný jeppategund
Spennandi! Mikið hlakka ég til að sjá þetta tilbúið.
Í sambandi við myndirnar, ertu á mac? Skal sjá hvort ég nái að rétta þær á morgun.
Í sambandi við myndirnar, ertu á mac? Skal sjá hvort ég nái að rétta þær á morgun.
Land Rover Defender 130 38"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 76
- Skráður: 30.okt 2014, 13:55
- Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
- Bíltegund: Ísar TorVeg
Re: Ný jeppategund
Er á Windows, Járni
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1393
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Ný jeppategund
Búinn að rétta myndirnar fyrir þig. Þetta hefur gerst áður og minnti mig að viðkomandi hefði verið á makka.
Það virðist eitthvað skolast til annað slagið hvað vísar upp á myndunum. Að rótera þeim fram og til baka og vista inn á milli lagfærir þetta.
Það virðist eitthvað skolast til annað slagið hvað vísar upp á myndunum. Að rótera þeim fram og til baka og vista inn á milli lagfærir þetta.
Land Rover Defender 130 38"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 76
- Skráður: 30.okt 2014, 13:55
- Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
- Bíltegund: Ísar TorVeg
Re: Ný jeppategund
Takk! Allt annað. Sjáum hvort næsti skammtur veltur
-
- Innlegg: 304
- Skráður: 09.mar 2012, 22:56
- Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
- Bíltegund: D-MAX
Re: Ný jeppategund
Vonum bara að Ísar velti ekki!!!! :D
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Ný jeppategund
Þetta lítur bara vel út gaman að einhverju nýju og ég er nokkuð viss um að það verður veltibúr í þessu verkfæri.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 76
- Skráður: 30.okt 2014, 13:55
- Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
- Bíltegund: Ísar TorVeg
Re: Ný jeppategund
Þyngdarpunkturinn í Ísarnum reiknast vera 36,7% lægri en í myndunum sem velta hér unnvörpum um. Og jú, við höldum það verði öruggara að velta í okkar bíl en Land Rover. Svona svo gott dæmi sé tekið.
En að framhaldssögunni. Toppurinn var næstur:
Og myndin valt ekki!
Valsaðir prófílar og samsettir toppsílsar. Smíðað í smiðjunni hans Harðar. Nóg pláss.
Sjóði-sjóð:
Mæli-mæl:
Strekkiböndin voru ekki á teikningunni
En að framhaldssögunni. Toppurinn var næstur:
Og myndin valt ekki!
Valsaðir prófílar og samsettir toppsílsar. Smíðað í smiðjunni hans Harðar. Nóg pláss.
Sjóði-sjóð:
Mæli-mæl:
Strekkiböndin voru ekki á teikningunni
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Ný jeppategund
Þetta verður skemmtilegur þráður ef menn halda út og áhugaverður bíll.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 76
- Skráður: 30.okt 2014, 13:55
- Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
- Bíltegund: Ísar TorVeg
Re: Ný jeppategund
Áfram með smérið. Toppurinn kominn saman:
Hífopp, og leysirinn sýnir rétt mál
Dæmið að komast í þrívídd
Póstum fjölgar,
og þeir festast
Sólinni hleypt að handaverkinu, Guðmundur Jónsson bara nokkuð ánægður með það sem komið er
Hífopp, og leysirinn sýnir rétt mál
Dæmið að komast í þrívídd
Póstum fjölgar,
og þeir festast
Sólinni hleypt að handaverkinu, Guðmundur Jónsson bara nokkuð ánægður með það sem komið er
Re: Ný jeppategund
Ég hélt að það væri búið að smíða landróver...
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 76
- Skráður: 30.okt 2014, 13:55
- Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
- Bíltegund: Ísar TorVeg
Re: Ný jeppategund
Það er ekkert nýtt undir sólinni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 76
- Skráður: 30.okt 2014, 13:55
- Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
- Bíltegund: Ísar TorVeg
Re: Ný jeppategund
Þá var komið að fyrsta bíltúrnum!!!
Öö, með smá hjálp frá Cargobílum, Rétt smaug inn í fullstærðar vörukassa, sem gefur hugmynd um stærðina.
Og ferðinni var heitið - í Hrafntinnusker? Neei, í Háskóla Íslands. Auðvitað.
Upp á rönd, ein velta, og sko, inn í hátimbrað musteri þekkingarinnar.
Iss, lauflétt. Svo upp á borð vanari tárum og svita gáfufólks þjóðarinnar við bóknám og próflausnir en að halda undir jeppa.
Tilefnið var Nýsköpunardagur Íslenska Álklasans, þar sem sendill Ísar hélt innblásið erindi um ágæti áls í bíla fyrir þá sem trúðu því fyrir.
Ísarinn hvarf undir snjóhvíta, sérsaumaða XXXL yfirbreiðslu, sem við félagarnir fjórir, Ari Arnórsson, Hörður Sæmundsson, Viðar Viðarsson og Garðar Lárusson (Guðmund Jónsson vantaði), rúlluðum svo af aftur meðan fullt anddyri viðstaddra stóð á öndinni af álhreinni hrifningu. Að sögn, við misstum auðvitað af því, uppteknir af að bisa við landsins stærsta flíslak.
Svo fóru allir upp aftur að drekka áláfengi og halda fyrirlestra, nema sumir sem þurftu að spyrja nánar.
Við kynntumst fólki, skiptumst á upplýsingum, blöðruðum við blaðamenn, og fengum snittur. Mjög góðar snittur. Takk, Samál og HÍ, fyrir boðið.
Öö, með smá hjálp frá Cargobílum, Rétt smaug inn í fullstærðar vörukassa, sem gefur hugmynd um stærðina.
Og ferðinni var heitið - í Hrafntinnusker? Neei, í Háskóla Íslands. Auðvitað.
Upp á rönd, ein velta, og sko, inn í hátimbrað musteri þekkingarinnar.
Iss, lauflétt. Svo upp á borð vanari tárum og svita gáfufólks þjóðarinnar við bóknám og próflausnir en að halda undir jeppa.
Tilefnið var Nýsköpunardagur Íslenska Álklasans, þar sem sendill Ísar hélt innblásið erindi um ágæti áls í bíla fyrir þá sem trúðu því fyrir.
Ísarinn hvarf undir snjóhvíta, sérsaumaða XXXL yfirbreiðslu, sem við félagarnir fjórir, Ari Arnórsson, Hörður Sæmundsson, Viðar Viðarsson og Garðar Lárusson (Guðmund Jónsson vantaði), rúlluðum svo af aftur meðan fullt anddyri viðstaddra stóð á öndinni af álhreinni hrifningu. Að sögn, við misstum auðvitað af því, uppteknir af að bisa við landsins stærsta flíslak.
Svo fóru allir upp aftur að drekka áláfengi og halda fyrirlestra, nema sumir sem þurftu að spyrja nánar.
Við kynntumst fólki, skiptumst á upplýsingum, blöðruðum við blaðamenn, og fengum snittur. Mjög góðar snittur. Takk, Samál og HÍ, fyrir boðið.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 76
- Skráður: 30.okt 2014, 13:55
- Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
- Bíltegund: Ísar TorVeg
Re: Ný jeppategund
Sæl aftur, jepplingar og jepplingur. Það hefur ýmislegt gerst síðan síðast, við erum komnir í eigið húsnæði þar sem þeir Viðar Viðarsson og Páll Pálsson framleiða daglegan hávaða, svarf og kaffikorg. Hörður Sæmundsson dettur inn og suðar, Guðmundur Jónsson er í þarnæstu götu og hefur vit fyrir okkur. Burðarvirkið og yfirbyggingin er að útskrifast, komnar hurðir og fleira áhang, allskonar dót á fæðingardeildum hér og þar sem síðan berst okkur til í- og ásetningar. Það má segja að við séum farnir að sjá fyrir langþráð smíðalok. Eins og allir hér vita er þá ekki björninn unninn, loft, olía, rafmagn og fleira þarf að fá sitt, klæðningar og frágangur er drjúgt á lokametrunum. En - þetta er að hafast. Þrátt fyrir svona menn, sem bara leggja sig í vinnunni, purrkunarlaust ...
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1393
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Ný jeppategund
Frábært, gaman að heyra. En lumar þú ekki á fleiri myndum? :-)
Land Rover Defender 130 38"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 76
- Skráður: 30.okt 2014, 13:55
- Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
- Bíltegund: Ísar TorVeg
Re: Ný jeppategund
Takk, Járni. Ein eldri mynd hér meðan hann var með vélbúnað og drifbúnað og fjöðrunarbúnað og dekk á mjófelgu og allt, á sínum stað. Vinnan undanfarið hefur mikið til verið "ósýnileg", við frágang á bakvið vél, skiptingu og millikassa. Því er nú að ljúka og knýbúnaðurinn að snúa aftur á sinn stað.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 76
- Skráður: 30.okt 2014, 13:55
- Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
- Bíltegund: Ísar TorVeg
Re: Ný jeppategund
Höddi að spá: Hvar er hásingin?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 76
- Skráður: 30.okt 2014, 13:55
- Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
- Bíltegund: Ísar TorVeg
Re: Ný jeppategund
Sælt veri Jeppaspjallfólk. Í Ísarlandi er helst tíðinda prufutúr nú í júní, okkur til sælublandinnar gleði, og furðu yfir hve nálægt háleitum væntingunum bíllinn reyndist vera. Minnum á að skúrheimsóknir eru velkomnar, einnig athugasemdir hér eða á facebook síðunni okkar, eða lítið inn á Rescue 18 ráðstefnuna í Hörpu 12-14 október n.k. Við verðum þar.
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1393
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Ný jeppategund
Magnað! Ég vissi ekki að bíllinn væri kominn í gang og rúllaði!
Geturðu laumað stöðunni í okkur? Hvað er næst á dagskrá í framleiðslunni, hvort og hvað kom óvænt í ljós og þess háttar?
Geturðu laumað stöðunni í okkur? Hvað er næst á dagskrá í framleiðslunni, hvort og hvað kom óvænt í ljós og þess háttar?
Land Rover Defender 130 38"
-
- Innlegg: 643
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: Ný jeppategund
Verður hann ekki örugglega á sýningunni 14-16 sept? :D
Dents are like tattoos but with better stories.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 76
- Skráður: 30.okt 2014, 13:55
- Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
- Bíltegund: Ísar TorVeg
Re: Ný jeppategund
Sælir Járni og Hjörtur. Staðan er að hamast er við að útvega fjármagn til að halda áfram, þ.e. klára þennan fyrsta bíl og koma á götu, skrá og prófa. Annars erum við stopp til að safna ekki skuldum. Einnig er í gangi verkfræðivinna við undirbúning gerðar næsta bíls, Prótótýpu 2 (P2), sem verður 4 dyra á móti 6 dyra P1, og hressari undir húddinu, eða 750 hö. Sá er einna helst ætlaður fyrir tengilið okkar í Dubai, sem sýningarbíll fyrir All Terrain Supercar deildina. Við erum þegar búnir að endurhanna P1 að miklu leyti, og er það í umsjón Manu Alvarez, bílaverkfræðings með áratuga reynslu frá Jaguar, Nissan og fleiri, sem er orðinn starfsmaður hjá okkur með starfsstöð í Bilbao. Aðkoma Manu með sína menntun, þekkingu, reynslu og tengslanet hefur reynst vera bylting fyrir þetta verkefni.
Annars fengum við í gærkvöldi eðalheimsókn hóps jeppanagla og komumst þá að því að það var búið að gera ráð fyrir okkur á 4x4 sýningunni, en hafði bara farist aðeins fyrir að láta okkur vita! Það er auðvitað allt í lagi, fyrst sýningin er ekki búin. Við ætlum að mæta eins og við stöndum.
Annars fengum við í gærkvöldi eðalheimsókn hóps jeppanagla og komumst þá að því að það var búið að gera ráð fyrir okkur á 4x4 sýningunni, en hafði bara farist aðeins fyrir að láta okkur vita! Það er auðvitað allt í lagi, fyrst sýningin er ekki búin. Við ætlum að mæta eins og við stöndum.
Re: Ný jeppategund
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is
Re: Ný jeppategund
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Ný jeppategund
Þau eru orðin þónokkur árin sem þetta verkefni hefur staðið yfir, menn spenntir að sjá bílinn á götunum og bíða og bíða. Ég geri mér grein fyrir, amk að einhverju leiti, að svona taki tíma sinn.
En hvernig gengur verkefnið? Er unnið daglega í þessu nú eins og ég veit að var á einhverjum tímapunkti? Hvenær má vænta að bíllinn verði tekinn í notkun af nýjum eiganda?
Bara til að hafa það á hreinu, að ég er ekki að "dissa" neitt. Svo ekkert sé rangtúlkað :)
En hvernig gengur verkefnið? Er unnið daglega í þessu nú eins og ég veit að var á einhverjum tímapunkti? Hvenær má vænta að bíllinn verði tekinn í notkun af nýjum eiganda?
Bara til að hafa það á hreinu, að ég er ekki að "dissa" neitt. Svo ekkert sé rangtúlkað :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 76
- Skráður: 30.okt 2014, 13:55
- Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
- Bíltegund: Ísar TorVeg
Re: Ný jeppategund
Sælt veri jeppaspjallfólk. Og afsökunarbeiðnir fyrir að hafa ekki verið virkir í athugasemdum í lengri tíma. Og það er ekkert diss að óska eftir að við sýnum aðeins meira kjöt en fyrir ári. Djúsí smíðamyndir, t.d? Umm, Því miður. Ekkert gerst þar.
Þó gengur Ísar áfram, hægt og hljótt. Vort daglega streð er exceltöflur, fjarfundir og tölvupóstar. Fjármögnun og framleiðsluundirbúningur.
Nauðsynleg leiðindi til að komast áfram.
Vorum annars áðan í þriðja stutta bíltúr dagsins með fjölmiðlamenn og aðra áhugasama.
https://www.visir.is/k/aeec3abd-c9c3-48 ... -9gr4W1y00
Jú, og nú á föstudag vorum við að "handsala" (yfir netið - skrattans Kóvitið) síðasta stóra tímamótasamninginn sem við þurftum fyrir verkefnið, nánar tilkynnt um það um leið og blekið bleytir pappírinn formlega.
Og við náðum á þessu ári samningum við nokkra birgja sem búið er að reyna við árum saman. Eins og ZF, og Arconic, og hann Ford kallinn, sem samþykkti um daginn að við værum þess verðir að eiga við hann alvöru viðskipti (montstatus) .
Og Grænlandsverkefnið okkar gengur sinn græna gang, fyrstu landsamgöngur í sögu þess óviðjafnanlega lands. Fyrsta jarðefnaeldsneytisútskiptingarverkefni í sögu Grænlands ofl. En ótal aðilar þurfa að stilla saman strengi, það tekur tíma sem við getum ekki haft áhrif á. Tíðindi þó á leiðinni þaðan á næstu vikum.
Sem sagt, ekkert skemmtiefni hér akkúrat nú fyrir alvöru jeppafólk - fyrr en kontórvinnan skilar árangri. Þá verður veiiislaaaaa eins og einhver sagði.
Þó gengur Ísar áfram, hægt og hljótt. Vort daglega streð er exceltöflur, fjarfundir og tölvupóstar. Fjármögnun og framleiðsluundirbúningur.
Nauðsynleg leiðindi til að komast áfram.
Vorum annars áðan í þriðja stutta bíltúr dagsins með fjölmiðlamenn og aðra áhugasama.
https://www.visir.is/k/aeec3abd-c9c3-48 ... -9gr4W1y00
Jú, og nú á föstudag vorum við að "handsala" (yfir netið - skrattans Kóvitið) síðasta stóra tímamótasamninginn sem við þurftum fyrir verkefnið, nánar tilkynnt um það um leið og blekið bleytir pappírinn formlega.
Og við náðum á þessu ári samningum við nokkra birgja sem búið er að reyna við árum saman. Eins og ZF, og Arconic, og hann Ford kallinn, sem samþykkti um daginn að við værum þess verðir að eiga við hann alvöru viðskipti (montstatus) .
Og Grænlandsverkefnið okkar gengur sinn græna gang, fyrstu landsamgöngur í sögu þess óviðjafnanlega lands. Fyrsta jarðefnaeldsneytisútskiptingarverkefni í sögu Grænlands ofl. En ótal aðilar þurfa að stilla saman strengi, það tekur tíma sem við getum ekki haft áhrif á. Tíðindi þó á leiðinni þaðan á næstu vikum.
Sem sagt, ekkert skemmtiefni hér akkúrat nú fyrir alvöru jeppafólk - fyrr en kontórvinnan skilar árangri. Þá verður veiiislaaaaa eins og einhver sagði.
Síðast breytt af Ísar þann 18.maí 2020, 22:09, breytt 1 sinni samtals.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 76
- Skráður: 30.okt 2014, 13:55
- Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
- Bíltegund: Ísar TorVeg
Re: Ný jeppategund
Arg, myndbirtingarves. Reyni aftur:
[img] [/img]
[img] [/img]
[img] [/img]
[img] [/img]
- Viðhengi
-
- 20200518_135938.jpg (944.56 KiB) Viewed 28824 times
-
- Stod 2 frettir.JPG (166.78 KiB) Viewed 28824 times
Re: Ný jeppategund
gaman að heyra að þetta malli þó alltaf áfram
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.
Re: Ný jeppategund
Hvað ætli sé að frétta af þessu dæmi??
-
- Innlegg: 2660
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Ný jeppategund
haffij wrote:Hvað ætli sé að frétta af þessu dæmi??
Allavega hefur vefsíðan isar.is ekki verið uppfærð síðan í mars
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 76
- Skráður: 30.okt 2014, 13:55
- Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
- Bíltegund: Ísar TorVeg
Re: Ný jeppategund
Jæja, kannski kominn tími á smááá lífsmark? Að sumu leyti er ekkert að frétta, þ.e. það er ekki búið að smíða neitt hart og því engar djúsí nýjar myndir að sýna.
En það má sannarlega segja að verkefnið hafi gengið áfram. Það hefur undið upp á sig, og er ekki jeppasmíðaverkefni dellukalla á Íslandi, heldur erum við komin í að "bjarga heiminum". Samanber slagorðið: "0,1% heimsins er malbikaður. Við þjónum rest."
Búið er að þróa heilar samgöngulausnir fyrir erfið svæði um allan heim, búið að þróa samfélagslegar umbætur byggðar á einstökum eiginleikum Ísar bíla, búið að þróa alls konar útgáfur af Ísar bílum fyrir meira en 22 markaðskima og og... og þetta allt á ekkert erindi á skemmtilegan þráð um íslenska jeppasmíði.
Ekki heldur fjármögnunarvinnan sem hefur líka undið upp á sig og upphæðirnar á borðinu margfaldast. Við völdum að þegja á þráðum þar til þessum leiðindaverkum lýkur. En: Vorum núna að koma frá Þýskalandi, þar sem ýtt var áfram framleiðsluhönnun Ísar línunnar í samstarfi við efalaust besta "smáseríu" (low volume) framleiðanda heims, Fyrirtæki stofnað 1901, og hefur framleitt mest fyrir Mercedes Benz (nú síðast seríu af Maybach Pullman), Porsche (húsið er núna hálffullt af spaðhökkuðum 911 GTR skeljum sem verið er að breyta í $$$legar kappakstursgræjur), BMW, Brabus, og lengi má telja.
Þarna er öll þekkingin sem okkur vantaði, þekking á framleiðslu bíla. Við íslendingar kunnum sannarlega að smíða allan skrambann, en þegar kemur að framleiðslu... Þá er annaðhvort að finna upp hjólið, eða leita bestu fáanlegrar þekkingar. Þar erum við stödd núna, enn einu sinni á barmi þess að taka flugið, en núna svo margfalt betur undir það búin en áður.
Út úr þessu er að koma miklu betri bílar fyrir miklu minni tilkostnað, miðað við að reyna að setja upp verksmiðju á Íslandi.
Það er bara ís(ar)kaldur raunveruleikinn.
En það má sannarlega segja að verkefnið hafi gengið áfram. Það hefur undið upp á sig, og er ekki jeppasmíðaverkefni dellukalla á Íslandi, heldur erum við komin í að "bjarga heiminum". Samanber slagorðið: "0,1% heimsins er malbikaður. Við þjónum rest."
Búið er að þróa heilar samgöngulausnir fyrir erfið svæði um allan heim, búið að þróa samfélagslegar umbætur byggðar á einstökum eiginleikum Ísar bíla, búið að þróa alls konar útgáfur af Ísar bílum fyrir meira en 22 markaðskima og og... og þetta allt á ekkert erindi á skemmtilegan þráð um íslenska jeppasmíði.
Ekki heldur fjármögnunarvinnan sem hefur líka undið upp á sig og upphæðirnar á borðinu margfaldast. Við völdum að þegja á þráðum þar til þessum leiðindaverkum lýkur. En: Vorum núna að koma frá Þýskalandi, þar sem ýtt var áfram framleiðsluhönnun Ísar línunnar í samstarfi við efalaust besta "smáseríu" (low volume) framleiðanda heims, Fyrirtæki stofnað 1901, og hefur framleitt mest fyrir Mercedes Benz (nú síðast seríu af Maybach Pullman), Porsche (húsið er núna hálffullt af spaðhökkuðum 911 GTR skeljum sem verið er að breyta í $$$legar kappakstursgræjur), BMW, Brabus, og lengi má telja.
Þarna er öll þekkingin sem okkur vantaði, þekking á framleiðslu bíla. Við íslendingar kunnum sannarlega að smíða allan skrambann, en þegar kemur að framleiðslu... Þá er annaðhvort að finna upp hjólið, eða leita bestu fáanlegrar þekkingar. Þar erum við stödd núna, enn einu sinni á barmi þess að taka flugið, en núna svo margfalt betur undir það búin en áður.
Út úr þessu er að koma miklu betri bílar fyrir miklu minni tilkostnað, miðað við að reyna að setja upp verksmiðju á Íslandi.
Það er bara ís(ar)kaldur raunveruleikinn.
-
- Innlegg: 1919
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Ný jeppategund
Þetta er gott að heyra, gangi þér og ykkur vel.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur