Síða 1 af 1
Kaup á notaðri VHF stöð
Posted: 16.des 2011, 16:57
frá JHG
Sælir,
Mér bíðst notuð VHF stöð í skiptum fyrir dót sem ég á. Ég þekki viðkomandi ekki neitt og veit því ekki hvort hann sé strangheiðarlegur eða ekki. Er eitthvað sem ég þarf að varast (annað en hvort hún sé í lagi)? Eru einhver númer eða skráning sem þarf að passa uppá? Nú er þetta eldgömul stöð og hann á enga nótu (stöðin líklegast nálægt 20 ára), gæti ég lent í því (ef hann er ekki heiðarlegur) að vera stoppaður með hana þegar ég færi að láta setja 4x4 rásirnar í hana? Þarf að fylla út einhverja pappíra til að einhverra opinberra aðila eða er þetta eins og að kaupa CB stöð?
Ég fylgi venjulega þeirri reglu að fá að sjá kvittanir þegar ég kaupi af einhverjum sem ég þekki ekki en þar sem að um þetta gamlan hlut er að ræða þá er eðlilegt að hann á ekki kvittun (og ég hef í raun enga ástæðu til að ætla að hann sé ekki að segja satt og rétt frá) en ég á ekki heldur kvittun fyrir mínu gamla dóti sem ég keypti löglega fyrir mörgum árum síðan.
Væri fróðlegt að heyra álit þeirra sem vita.
kv. Jón H.
Re: Kaup á notaðri VHS stöð
Posted: 16.des 2011, 18:59
frá hobo
Eru VHS tækin ekki löngu orðin úreld? Allir eru komnir með dvd spilara í það minnsta... ;)
En hvað varðar VHF þá væri ekki vitlaust að setja hana í samband við 12V áður en þú kaupir og prófa hana. Þetta er bara mat manna hve mikið menn treysta öðrum.
Ég keypti nýlega stöð fyrir tæpum tveimur árum og þegar ég var búin að forrita hana fékk ég eitthvað skjal frá póst og fjarskiptastofnun sem sýndi að ég væri eigandi stöðvarinnar ásamt litlum reikning.
Re: Kaup á notaðri VHF stöð
Posted: 16.des 2011, 21:46
frá JHG
Hehe, auðvitað átti þetta að vera VHF ;), búinn að breyta núna. Mér skilst að gjaldið til póst og fjar sé núna hluti af gjaldinu við það að vera í 4x4 (klúbburinn var allavegana rukkaður um það einhverntíma). En það væri fróðlegt að heyra frá einhverjum sem hefur keypt notaða VHF stöð hvort það þurfi að ganga frá einhverjum opinberum pappírum og hvort ég þurfi að passa uppá einhver númer.
kv. Jón H
Re: Kaup á notaðri VHF stöð
Posted: 16.des 2011, 22:17
frá Kalli
Þú segir að stöðin sé sirka 20 ára, frekar gömul. Hvaða tegund er þessi stöð ?
kv. Kalli
Re: Kaup á notaðri VHF stöð
Posted: 16.des 2011, 22:42
frá JHG
Veit það ekki, ekki kominn svo langt með þetta.
Re: Kaup á notaðri VHF stöð
Posted: 17.des 2011, 16:10
frá Haffi
Ef hún er 20 ára, er hún þá ekki eins og skókassi að stærð?
Re: Kaup á notaðri VHF stöð
Posted: 17.des 2011, 16:22
frá TF3HTH
Hafðu í huga, ef þú ætlar að prófa hana, að hafa loftnet tengt. Annars er hætta á skemmdum á stöðinni.
-haffi
Re: Kaup á notaðri VHF stöð
Posted: 17.des 2011, 16:54
frá haffij
Svo skaltu líka huga að því hvað hún hefur mörg rásaminni. Þ.e. hvað er hægt að forrita margar rásir inn í hana.
Margar af gömlu stöðvunum hafa mjög fá minni, kannski 8 eða 16. Meðan að nýlega stöðvar hafa sjaldan færri en 1-200.
Re: Kaup á notaðri VHF stöð
Posted: 17.des 2011, 19:37
frá JHG
En er enginn með svör við því hvernig á að gera þetta formlega.
1) Þarf ég að fylla út einhver eyðublöð t.d. til póst og fjar eða fara þessi viðskipti eins fram og eins og ég væri að kaupa notuð dekk á bland.is?
2) Eru einhver númer á stöðinni sem ég þarf að taka niður og þarf ég að vera skráður eigandi í einhverjum miðlægum gagnagrunn (t.d. hjá póst og fjar)?
Re: Kaup á notaðri VHF stöð
Posted: 17.des 2011, 20:45
frá haffij
Það er örugglega miklu einfaldara fyrir þig að fá rétt svör við þessum spurningum með því að hringja eitt símtal til viðeigandi stofnunar heldur en að spurja hérna og fá að vita hvað hellingur af mönnum halda um þetta.
Re: Kaup á notaðri VHF stöð
Posted: 17.des 2011, 21:13
frá Stjóni
Ég myndi vilja vera viss um að það sé hægt að forrita hana auðveldlega. Það var ekki eins auðvelt í gamla daga og það er nú. Ég myndi fá að vita nákvæmlega hvaða týpa þetta er og hafa samband við þjónustu aðilann til að vera viss.
Re: Kaup á notaðri VHF stöð
Posted: 17.des 2011, 21:26
frá Ofsi
Póst og fjarskiptastofnun sér ekki um neinar skráningar, engin gjöld eru greidd þangað. Frá síðustu breytingum á fjarskiptalögum, voru öll gjöld af VHF kefinu varpað yfir á Ferðaklúbbinn 4x4. Þ.a öll gjöld sem einstaklingar greiddu áður af talstöðum er nú á breyðu baki gjaldkera f4x4. Póst og fjarskiptastofnun þótti miklu einfaldara að senda út einn stóran reikning frekar en marga litla. Þetta var svona svipaður gjörningur og ef FÍB fengi einn reikning af bifreiðargjöldum fyrir alla landsmenn. kv Jón G Snæland
Re: Kaup á notaðri VHF stöð
Posted: 18.des 2011, 17:00
frá kjartanbj
Ofsi wrote:Póst og fjarskiptastofnun sér ekki um neinar skráningar, engin gjöld eru greidd þangað. Frá síðustu breytingum á fjarskiptalögum, voru öll gjöld af VHF kefinu varpað yfir á Ferðaklúbbinn 4x4. Þ.a öll gjöld sem einstaklingar greiddu áður af talstöðum er nú á breyðu baki gjaldkera f4x4. Póst og fjarskiptastofnun þótti miklu einfaldara að senda út einn stóran reikning frekar en marga litla. Þetta var svona svipaður gjörningur og ef FÍB fengi einn reikning af bifreiðargjöldum fyrir alla landsmenn. kv Jón G Snæland
Það er bara ekki rétt.. var að borga 2stk reikninga fyrir auka stöðvar sem ég á sitthvort 2500kallinn ein bílstöð og ein handstöð
fékk svo skjal sent heim frá póst og fjarskiptastofnun þar sem stendur að ég sé skráður eigandi þessara stöðva og sé með leyfi fyrir rásum F4x4
Re: Kaup á notaðri VHF stöð
Posted: 18.des 2011, 17:40
frá cameldýr
kjartanbj wrote:Ofsi wrote:Póst og fjarskiptastofnun sér ekki um neinar skráningar, engin gjöld eru greidd þangað. Frá síðustu breytingum á fjarskiptalögum, voru öll gjöld af VHF kefinu varpað yfir á Ferðaklúbbinn 4x4. Þ.a öll gjöld sem einstaklingar greiddu áður af talstöðum er nú á breyðu baki gjaldkera f4x4. Póst og fjarskiptastofnun þótti miklu einfaldara að senda út einn stóran reikning frekar en marga litla. Þetta var svona svipaður gjörningur og ef FÍB fengi einn reikning af bifreiðargjöldum fyrir alla landsmenn. kv Jón G Snæland
Það er bara ekki rétt.. var að borga 2stk reikninga fyrir auka stöðvar sem ég á sitthvort 2500kallinn ein bílstöð og ein handstöð
fékk svo skjal sent heim frá póst og fjarskiptastofnun þar sem stendur að ég sé skráður eigandi þessara stöðva og sé með leyfi fyrir rásum F4x4
Ég segi sama síðasti ræðmaður, N1 sá um skráninguna, ég fékk svo leyfisbréf frá PFS, þar kemur fram tegund, raðnúmer og leyfi fyrir rás 45. Kostaði 2500 kall.
Re: Kaup á notaðri VHF stöð
Posted: 18.des 2011, 18:14
frá Ofsi
Athyglisvert Kjartan. Þú ert semsagt að greiða eingreiðslu fyrir hverja stöð ?. Hvað með þess sem þú áttir fyrir, hefur þú verið rukkaður fyrir einhver gjöld af henni. Eru stöðvarnar skráðar á einstakling eða fyrirtæki.
Þegar F4x4 yfirtóku tíðnigjöldin sem voru um 500-700 þúsund, þá hélt ég að skráningar hefðu hætt, því þært voru í algjörum molum og skráningarlistinn sem við fengum sendan frá Póst og fjar var algjörlega út úr korti og í engum tengslum við veruleikan. Þenna lista settum við á f4x.is.
Re: Kaup á notaðri VHF stöð
Posted: 18.des 2011, 19:53
frá kjartanbj
ég er með 3 stöðvar skráðar á mig.. hef fengið sér leyfisbréf fyrir 2 af þeim.. sú fyrsta hefur líklega verið innifalin í 4x4 gjöldunum.. svo keypti ég aðra bílstöð og svo handstöð og þær hef ég fengið bréf fyrir.. og rukkun upp á samtals 5000kr
Re: Kaup á notaðri VHF stöð
Posted: 18.des 2011, 20:03
frá kjartanbj

fékk svona fyrir sitthvora stöðina.. ásamt 2500kr rukkun fyrir hvora stöð
Re: Kaup á notaðri VHF stöð
Posted: 18.des 2011, 20:45
frá Stebbi
Ofsi wrote:Athyglisvert Kjartan. Þú ert semsagt að greiða eingreiðslu fyrir hverja stöð ?. Hvað með þess sem þú áttir fyrir, hefur þú verið rukkaður fyrir einhver gjöld af henni. Eru stöðvarnar skráðar á einstakling eða fyrirtæki.
Þegar F4x4 yfirtóku tíðnigjöldin sem voru um 500-700 þúsund, þá hélt ég að skráningar hefðu hætt, því þært voru í algjörum molum og skráningarlistinn sem við fengum sendan frá Póst og fjar var algjörlega út úr korti og í engum tengslum við veruleikan. Þenna lista settum við á f4x.is.
Að mínu mati þá létuð þið taka ykkur í þurrt á sínum tíma þegar Póst og Fjar krafðist þess að þið rukkið ykkar félagsmenn. Samkvæmt lögum þá eru þessi innheimtumál á þeirra könnu og þeir komu vandamálinu með óskráðar stöðvar yfir á F4x4 og fengu sitt borgað, sem þeir fengu ekki áður. Ég veit ekki til þess að þeir hafi gert þetta við nein önnur félagasamtök og fyrirtæki borga af hverri stöð sem er í þeirra bílum eins og einstaklingar.
Nær hefði verið hjá póst og fjar að gefa út skírteini með raðnúmerum þeirra stöðva sem eru skráðar á hvern einstakling, eins og td skotvopnaleyfið er. Þá geta menn flakkað með þetta á milli bíla og gert allar hundakúnstir. Og þegar það er komið skírteini í veskið þá hvetur það menn til að skrá stöðvarnar á kaupanda við sölu.
Re: Kaup á notaðri VHF stöð
Posted: 22.jan 2012, 17:35
frá Gormur
Tilkynning um eigendaskipti talstöðvar:
http://www.pfs.is/forms.aspx?form_id=9