Ferlar af netinu.

Fyrir allt sem tengist leiðsögu- og fjarskiptatækjum.

Höfundur þráðar
Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Ferlar af netinu.

Postfrá Izan » 31.mar 2010, 16:42

Daginn

Ég er alltaf svolítið efins þegar ég sé menn skiptast á pungtum og ferlum á netinu. Þó að það sé hægt að sjá marga kosti við þetta þurfa þeir sem taka sér ferla af netinu að nota þá með mikilli varúð. Ef menn hugsa málið eru ástæðurnar augljósar. Við erum að ferðast um Ísland m.a. vegna þess hvað það er síbreytilegt. Einn til tveir dagar í ákomu og stífum vindi getur breytt brekku í það stóra hengju að hún getir valdið alvarlegu óhappi. Þá er ekki minnst á jöklana sem menn verða að fara sérstaklega vandlega. Tilfellið er með jökla að þeir eru seigfljótandi og þ.a.l. á stöðugri hreyfingu. Auðvitað færast sprungusvæðin ekki til enn einstaka sprunga er á þónokkri hreyfingu.

Það fór fram umræða á þessum vef um það þegar menn setja inn pungta um það sem ber að varast. Ég er ekki á móti því en það á sama við um þá eins og aðra. Ég er samt hræddur um að hálendið verði þakið pungtum ef ellir hættustaðir væru merktir og þar komum við að kjarna málsins. Þannig á að umgangast hálendið, sérstaklega að vetrarlagi.

Kv Jón Garðar



Til baka á “Ferlar og fjarskipti”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 37 gestir