spjaldtölvur

Fyrir allt sem tengist leiðsögu- og fjarskiptatækjum.
User avatar

Höfundur þráðar
Bóndinn
Innlegg: 197
Skráður: 02.maí 2010, 10:28
Fullt nafn: Sigurgeir Runólfsson

spjaldtölvur

Postfrá Bóndinn » 24.okt 2011, 11:05

Góðan dag.
Mig langaði að vita hvort það væri hægt að nota svona spjaldtölvur sem gps tæki?
Eða er þetta bara risavaxin tölvuspil!

Kv Geiri


Nissan Patrol 5.9 Cummins twin turbo 46"

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: spjaldtölvur

Postfrá ofursuzuki » 24.okt 2011, 11:25

Sæll, skoðaðu þetta hér http://pathaway.com/PWiPhone.htm?gclid=CLyOiuSZgawCFU5ItAod1w0LKg
veit að vísu ekki hvort þeir eru með nothæf kort af Íslandi í þessu en ef svo er þá gæti þetta verið sniðug
lausn.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: spjaldtölvur

Postfrá Óskar - Einfari » 24.okt 2011, 11:58

Ég hef aðeins verið að pæla í þessu. Persónulega er ég mun hrifnari af Android spjaldtölvum heldur en nokkurntíman iPad. Það er hægt að fá í dag eitthvað forrit sem les TOPO kort eins og t.d. Íslandskortin. Síðan er ég ekki klár hvort það sé hægt að fá spjaldtölvur með innbyggðum GPS móttakara eða hvort það yrði að nota t.d. einhvern BlueTooth móttakara.

Kv.
Óskar Andri
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Arsaell
Innlegg: 171
Skráður: 23.mar 2010, 13:07
Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
Bíltegund: Dodge Durango

Re: spjaldtölvur

Postfrá Arsaell » 24.okt 2011, 12:54

Samsung Galaxy 10.1 er með innbyggðu GPS. Held að það myndi borga sig frekar að taka einhverja spjaldtölvu sem notar android frekar en ipad þar sem allt þetta apple dót er svo lokað.

Hér er mjög lélegt video af einhverju að nota gpsinn í galaxy tab 10.1
[youtube]Qzg8_dsxdtU[/youtube]

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: spjaldtölvur

Postfrá AgnarBen » 24.okt 2011, 13:01

Það eru til spjaldtölvur með innbyggðu GPS. Ég veit ekki um forrit í Android eða frá Apple sem getur unnið með ferla en það eru til Street pilot forrit með götukortum undir (eða google earth) en ég efast um að við eigum eftir að fá nRoute app í Android eða fyrir Apple. Dæmi um street pilot forrit er td http://www.Navigon.com

Ef einhver veit um að forrit sem keyrir á Android sem getur unnið með ferla og Íslandskortin þá væri gaman að prófa þetta.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: spjaldtölvur

Postfrá AgnarBen » 24.okt 2011, 13:15

´My Tracks´ appið frá Google getur reyndar ferlað og það er hægt að share-a trackinu á GPX formi í gegnum Google Maps. Þannig geta aðrir tekið ferilinn inn í hvaða GPS forrit sem er eins og MapSource eða Ozi.
http://www.youtube.com/watch?v=IBmjJrgUGdE&feature=player_embedded

Þetta forrit býður samt ekki upp á neina möguleika til að fylgja ferlum eða að vinna með þá eitthvað af viti, þetta app hentar betur fyrir hlaup eða hjólreiðar frekar en vetrarferðir á jeppum :)
Síðast breytt af AgnarBen þann 24.okt 2011, 13:46, breytt 1 sinni samtals.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: spjaldtölvur

Postfrá ofursuzuki » 24.okt 2011, 13:35

PathAway GPS 5 sem fá má í iPad og iPhone getur ferlað eða eins og segir í textanum á síðunni hjá þeim:
Record your track as you travel. Then, follow the recorded track to find your way home. PathAway can store an unlimited number of track logs which can be selected at any time for navigation or analysis.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: spjaldtölvur

Postfrá Óskar - Einfari » 24.okt 2011, 13:39

Agnar hefurður prófað OruxMaps ?

Hérna eru einhverjar leiðbeiningar til að setja upp topographic kort með OruxMaps. Einnig kemur með tool til að converta .map úr OzExplorer. http://mrfloris.com/blogs/garmin-topographic-maps-for-android-phone/

Ég hef verið að velta því fyrir mér að reyna að setja upp android á einhvern lappa hjá mér til að testa þetta því að við erum doldið að pæla í þessu í björgunarsveitinni. Þ.e.a.s. að vera með spjaldtölvur í staðin fyrir fartölvu eða einhverja 15" skjá hlunka + spaghetti snúruflækju.....
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: spjaldtölvur

Postfrá Óskar - Einfari » 24.okt 2011, 13:41

Hérna er tengill á síðuna hjá OruxMaps

http://www.oruxmaps.com/index_en.html
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: spjaldtölvur

Postfrá ofursuzuki » 24.okt 2011, 14:01

Óskar ég hef prófað að keyra Android á PC í gegnum Oracle VM Virtualbox (sýndarvél) og
það virkaði bara ágætlega en hef ekki prófað að setja það upp beint á vél. Lýst vel á
OruxMaps, þetta er eitthvað sem vert er að skoða.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: spjaldtölvur

Postfrá AgnarBen » 24.okt 2011, 14:16

ofursuzuki wrote:PathAway GPS 5 sem fá má í iPad og iPhone getur ferlað eða eins og segir í textanum á síðunni hjá þeim:
Record your track as you travel. Then, follow the recorded track to find your way home. PathAway can store an unlimited number of track logs which can be selected at any time for navigation or analysis.


Já þetta lítur þokkalega út við fyrstu sýn, þeir bjóða meira að segja upp á tól til að Calibrera inn kort sem er cool. Reyndar er frekar takmarkað hvaða Datum og sporvölur (elipsoid) hægt er að velja (td er ekki boðið upp á Reykjavik 1900 eða Hjorsey 1955) en það væri örugglega hægt að plata þá til að bæta þeim inn.

Annars hef ég meiri áhuga á Android, á ekki iPhone.....
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: spjaldtölvur

Postfrá AgnarBen » 24.okt 2011, 14:22

ofursuzuki wrote:Óskar ég hef prófað að keyra Android á PC í gegnum Oracle VM Virtualbox (sýndarvél) og
það virkaði bara ágætlega en hef ekki prófað að setja það upp beint á vél. Lýst vel á
OruxMaps, þetta er eitthvað sem vert er að skoða.


Sammála, þetta lítur vel út þótt allir séu ekki ánægðir á spjallinu þarna. Ætla að prufa að converta úr Ozi þegar ég finn tíma. Nú þarf bara að finna gott navigation forrit í Android sem getur unnið af viti með ferla og helst líka punkta .....
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: spjaldtölvur

Postfrá AgnarBen » 24.okt 2011, 14:35

Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: spjaldtölvur

Postfrá ofursuzuki » 24.okt 2011, 14:44

AgnarBen wrote:Sýnist að þetta gæti verið málið. Ætla amk að prófa þetta.
Android Market:
https://market.android.com/details?id=com.mictale.gpsessentials&feature=search_result#?t=W251bGwsMSwxLDEsImNvbS5taWN0YWxlLmdwc2Vzc2VudGlhbHMiXQ..

Developers website:
http://www.mictale.com/gpsessentials


Já þetta lítur vel út, kannski ég prófi að setja þetta upp í Android á PC vélinni hjá mér og skoði
þetta betur. Þarf bara að fá netið í þessari uppsetningu hjá mér til að vera til friðs og þá
er ekkert nema prófa þetta.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: spjaldtölvur

Postfrá kjartanbj » 25.okt 2011, 13:37

þarf að prufa einhver svona forrit næst þegar ég fer eitthvað í spjaldtölvunni minni, sjá hvort þetta sé eitthvað nákvæmt og virki vel
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: spjaldtölvur

Postfrá Hjörturinn » 25.okt 2011, 14:11

eða fara bara alla leið
http://www.tabletpc.com.au/product/3230/37108/xplore-ix104c4-rugged-tablet-pc/

Líka hægt að fá notað svona dót á alltílagi pening
http://www.ebay.com/itm/IBM-Lenovo-X200-Tablet-PC-1-86GHz-2GB-Windows-7-Pen-250GB-Laptop-Notebook-Core-2-/270838174126?pt=Laptops_Nov05&hash=item3f0f3691ae


Er ekki töluvert skemtilegra að vera með PC vél frekar en þetta Android og iPad dót?
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: spjaldtölvur

Postfrá Óskar - Einfari » 25.okt 2011, 18:42

Kostir og gallar....

þessi Xplore vél er orðin hátt í 2,5kg, Core2Duo örgjörvar sem sennilega keyra aðeins heitar heldur en mobile örgjörvarnir en að sama skapi mjög öflug vél sem gæti ráðið við þónokkra myndvinslu ef menn vilja standa í því á fjöllum. Mikið gemslupláss og vinsluminni. Þetta kemur allt niður á rafhlöðu endingu þar sem að hún er dottin niður í <3 tíma.

Spjaldtölva er c.a. 7-800gr, er með margfalt afkasta minni örgjörva, minna geymslupláss og það er misjafnt hvort það er USB tengi á þeim... flestar taka þær allavega SD eða MicroSD kort. Raflöðu ending er allt að því 10 tímar í notkun (mismunandi eftir framleiðendum). Það væri ekkert mál að kippa þessu með inn í skála, tjald, fellihýsi eða hvað sem er og halda áfram að skoða kort, netið, video.....

Bara spurning hvað menn vilja.... ef ég væri að setja svona í minn bíl myndi ég reyna að velja þá leið sem væri með sem minnst af snúruflækjum og helst skilyrðislaust með SSD disk eða flash minni....

Annars held ég að upphaflega spurningin hafi verið hvort það væri hægt að nota spjaldtölvur sem GPS tæki eða í staðin fyrir GPS tæki... mér finnst það óvitlaus pæling því að nú kostar GPS tæki með 5 til 7" skjá á bilinu 160-260.000,-
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: spjaldtölvur

Postfrá Stebbi » 25.okt 2011, 20:26

Óskar - Einfari wrote:Annars held ég að upphaflega spurningin hafi verið hvort það væri hægt að nota spjaldtölvur sem GPS tæki eða í staðin fyrir GPS tæki... mér finnst það óvitlaus pæling því að nú kostar GPS tæki með 5 til 7" skjá á bilinu 160-260.000,-


Eitt má segja 160-260 þús króna tækjunum til varnar er það að þau þola það að vera í bílum og því umhverfi sem við jeppamenn erum í, td hita og rakabreytingum á stuttum tíma. Ég er ekki viss um að Ipad eða önnur spjaldtölva endist lengi ef hún er skilin eftir úti í bíl fyrir utan skála að vetri til eða byggð inní mælaborðið og stöðugt í þessum sveiflum á umhverfi. Að vera með svona fínan búnað eins og spjaldtölvu kostar það að maður verður að hugsa sérstaklega vel um hann ólíkt tæki sem er smíðað fyrir slarkið. Ekki það að ég sé að réttlæta verðlagninguna á þeim en þau eru þó þessum kostum gædd.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


himnariki
Innlegg: 27
Skráður: 01.mar 2010, 18:58
Fullt nafn: Þórður Aðalsteinsson

Re: spjaldtölvur

Postfrá himnariki » 25.okt 2011, 22:31

Sælir, ég prófaði þetta í sumar. Er með Samsung Galaxy TAB 10" reyndar prototypa en virkar fínt er með innbyggt GPS. Ég notaði OziExplorer beta 1 fyrir android. Keypti það á 25$ og notaði svo gömlu LMI kortin.

Reynslan er bæði góð og vond, þetta er nottla algjörlega brilljant að vera með svona flott GPS tæki með alvöru skjá sem sést á og alvöru snertiskjá sem virkar.

Gallinn er hins vegar stór og það er að kortin eru ekki rétt calibrated, reyndar er þetta mismunandi eftir kortum. Trackið var oft ansi langt utan við veginn/slóðann sem er merktur á kortið. Og í beta útgáfunni af OZI er fátt hægt að stilla. Svo lenti maður stundum í að missa GPS signal og líklega þyrfti að finna leið til að hakka external loftnet við padinn. Það reyndar skánaði þegar ég fór með padinn hærra og nær framrúðunni en hann er þá farinn að taka soldið pláss í framrúðunni.

Var með gamalt garmin Map 60 með til hliðsjónar, þar var miklu betra GPS signal enda það tengt við external loftnet.

En þegar software vandamálin eru leyst þá er þetta sniðugasta bíla GPS sem hægt er að fá. Svo er hægt að horfa á bíómyndir eða leika sér og svo framvegis þegar maður er ekki að keyra eftir þessu.
Það er ekki komin ný útgáfa af OZIexplorer síðan í sumar en hér er slóðin, http://www.oziexplorer3.com/android/ozi ... droid.html þessi tilraun var alveg 25$ virði.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: spjaldtölvur

Postfrá AgnarBen » 26.okt 2011, 11:37

Góð innkoma frá Þórði :)

Mér hafði ekki einu sinni dottið í hug að ath hvort Des hjá Ozi væri kominn Android App en hann virðist vera hressari en ég hélt. Það verður spennandi að prófa að keyra þetta app á símanum mínum þótt það sé ennþá í Beta útgáfu, verst að hann er að rukka fyrir þetta ....

Vandamálin þín með calibration á kortunum hafa í sjálfu sér líklega lítið að gera með hugbúnaðinn sjálfan eða app-inn heldur eins og þú segir að þau séu ekki rétt calibreruð. LMÍ kortin eru því einfaldlega ekki vel til þess fallin til að keyra eftir vegakerfinu á láglendinu en á hálendinu eru þau í flestum tilvikum í fullu gildi og standa vel fyrir sínu. Einnig er möguleiki að nákvæmni gps merkisins í spjaldtölvunni sé ekki nógu mikil. Er ekki hægt að tengja external GPS pung við spjaldtölvuna ?

Ég hef lengi keyrt eftir tölvu í mínum vetrarferðum, fyrst prófaði ég að vera með 15" fartölvu á tölvuborði en gafst fljótlega upp á því, svo tengdi ég snertiskjá við sömu tölvu og hafði hana í sætisvasanaum aftan á farþegasætinu, svo prófaði ég 9" ASUS notebook en sá skjár var aðeins of lítill og því er ég núna kominn með 12" Lenovo notebook sem ég tylli ofan á mælaborðið. Ég er nokkuð ánægður með núverandi setup og í öllum þessum tilraunum mínum hef ég komist að því að þær áhyggjur sem menn hafa að illri meðferð á þessum tækjum séu einfaldlega ástæðulausar. Tölvurnar eru orðnar svo léttar í dag og hristingurinn er einfaldlega ekki eins mikill og menn eru kannski að ímynda sér þannig að þetta hefur aldrei hikstað hjá mér. Það eina sem menn verða kannski að passa með spjaldtölvurnar er að ganga þannig frá þessu að það sé hægt að taka þær inn í hús á nóttunni eins og Stebbi bendir á.

Það besta við spjaldtölvurnar er hversu lítið pláss þær taka og ég sé ekkert tæknilega því til fyrirstöðu en að spjaldtölvur verði lendingin hjá okkur jeppamönnum svo lengi sem almennilegur gps hugbúnaður sé til staðar til að keyra eftir. Hardware -ið og tæknin er nú þegar orðin nógu góð til að þetta gangi upp.

Spjaldtölvunum fylgja svo margir skemmtilegir fídusar þegar hún er í símasambandi, hægt verður að hringja heim í gegnum internet síma, þú getur notað Google Latitude til að fylgjast með á korti hvar félagarnir eru staðsettir í nágrenninu eða annars staðar á landinu, share-að trackinu þínu strax í skála í gegnum Google Earth þannig að aðrir geta notað það, leyft frúnni að fylgjast með ferðum þínum á Google Earth osfrv osfrv ...... Fullt af spennandi hlutum fyrir nördana :)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

bragi
Innlegg: 101
Skráður: 02.feb 2010, 01:55
Fullt nafn: Bragi Þór Jónsson
Bíltegund: Ford F-150 FX4
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: spjaldtölvur

Postfrá bragi » 26.okt 2011, 16:08

Skemmtilegar pælingar, er einmitt sjálfur með 12" Asus vél (rúmt kg) og varðandi titringin, þá er einfalt að fá sér bara ódýran SSD og það vandamál er úr sögunni. 32-64GB ættu að duga vel fyrir svona uppsetningu.
10-12" vélarnar eru lika það léttar að hjarirnar á skjánum þola betur þennan hristing en stærri vélar (þyngri skjáir). Svo eru hjarirnar reyndar mjög mismunandi.

Varðandi GPS merkið, þá eru flestar (að mig minnir) spjaldtölvur með Bluetooth og þá er bara að fá sér Bluetooth GPS (t.d. Garmin) og hafa í bílnum. Virkar einnig fyrir þá síma sem það hafa en reyndar getur bara eitt tæki verið tengt í einu. Einhvern tíman prófaði ég þetta á móti Nokia E65 og það svínvirkaði.
Eins var hægt að fá Garmin Mobile XT til að virka á vissum símum og nota þannig Garmin kortin.

Annað sem er vandamál í þessu, er að finna forrit sem er ekki að hlaða niður kortunum í gegnum 3G/GPRS. Það kostar dágóðan pening og hafa margir brennt sig í útlöndum með Google Maps :)
Einhver var að spá í forrit sem heitir Locus og er það eitthvað sem ég ætla að skoða við tækifæri. Það er til frítt og keypt.
Bragi (at) trukkurinn.com
http://trukkurinn.com

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: spjaldtölvur

Postfrá AgnarBen » 27.okt 2011, 15:44

Jæja búinn að prófa Ozi fyrir Android á símanum mínum og líst nokkuð vel á þetta. Óskar, það er hægt að hlaða niður Trial version sem kostar ekkert en hún er með smá takmörkunum en dugar fullkomlega til að prófa.

Ég er reyndar svo ánægður með þetta að ég keypti fulla útgáfu. Henti nokkrum kortum inn, 1:500.000 og 1:250.000 og það er mjög auðvelt að converta kortunum og setja inn á símann, virkar bara nokkuð vel. Ætla að halda áfram að prófa þetta, ferla eitthvað og sjá hvernig er að vinna með þá og leiðarpunkta.

Varðandi það að GPS merkið í þessum spjaldtölvum sé ekki nógu gott að þá er einn möguleiki í stöðunni, vera með gps göngutæki eða gps pung sem er með bluetooth og þá er auðveldlega hægt að láta spjaldtölvuna nýta sér gps merkið úr þessum tækjum .... nokkuð einfalt !
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Burri
Innlegg: 63
Skráður: 25.sep 2011, 23:41
Fullt nafn: Magne kvam

Re: spjaldtölvur

Postfrá Burri » 08.nóv 2011, 13:16

ég er með ipad og iphone og nota forrit sem kallast http://news.motionx.com/category/motionx-gps/

fíla þetta forrit rosalega vel .. og er búnnað setja inn allan f4x4 gps grunnin inn í þetta .. nema hvða þeta forrit tekur ekki nema 101 track og 501 waypoints. sem r ömurlegt.. svo downloadar maður inná þetta open source kortum bara .. sem gerir eitthvað gagn .. þí maður hafi nátturlega engin örnefni eða hæðarlínur...
vildi óskaþess að ég gæti komið garminn íslandskortinu inní þetta .. en það er nú ekki að fara gerast ..
DEFENDER 90 300tdi / DEFENDER 110 td5


sigvaldi2007
Innlegg: 14
Skráður: 08.nóv 2011, 07:23
Fullt nafn: Sigvaldi Eiríkur Hólmgrímsss

Re: spjaldtölvur

Postfrá sigvaldi2007 » 08.nóv 2011, 18:07

kaupið ykkur bara ódýra fartölvu og spjallið við mig


sigvaldi2007
Innlegg: 14
Skráður: 08.nóv 2011, 07:23
Fullt nafn: Sigvaldi Eiríkur Hólmgrímsss

Re: spjaldtölvur

Postfrá sigvaldi2007 » 08.nóv 2011, 18:11

þurfið þið ekki að vera í 3 g til að þetta virki


spazmo
Innlegg: 77
Skráður: 31.jan 2010, 23:13
Fullt nafn: Grétar Mar Axelsson
Bíltegund: Patrol 44"

Re: spjaldtölvur

Postfrá spazmo » 08.nóv 2011, 18:44

ég er mikið að spá í að fá mér svona http://tolvutek.is/vara/acer-iconia-tab-w500-32gb-spjaldtolva held að þetta sé snild með usb gps, og 3g netpung.
Patrol 44"

User avatar

Burri
Innlegg: 63
Skráður: 25.sep 2011, 23:41
Fullt nafn: Magne kvam

Re: spjaldtölvur

Postfrá Burri » 11.nóv 2011, 23:58

sigvaldi2007 wrote:þurfið þið ekki að vera í 3 g til að þetta virki

Nei alls ekki. Downloadar kortinu nidur i ipaddinn . Og nota gps loftnetið a honum .
DEFENDER 90 300tdi / DEFENDER 110 td5

User avatar

kjellin
Innlegg: 202
Skráður: 13.sep 2011, 10:32
Fullt nafn: Aron Andri Sigurðsson
Bíltegund: súzúkí

Re: spjaldtölvur

Postfrá kjellin » 20.nóv 2011, 18:25

en hverning er það, nú er ég með nokia n8 sem er með gps, gæi ég notað hann sem gps pung fyrir lappan sem væri þá með íslandskortunum ?

User avatar

Gormur
Innlegg: 64
Skráður: 20.jan 2012, 21:38
Fullt nafn: Gunnar Sigurfinnsson

Re: spjaldtölvur

Postfrá Gormur » 22.jan 2012, 17:24

Ég hef verið að prófa http://news.motionx.com/category/motionx-gps/ eins og "Burri"
Bæði á iPhone og Ipad hér heima og í útlandinu og finnst þetta mest spennandi lausnin sem ég hef séð, fór ofan í þessi mál með starfsmönnum Tölvutek í vetur og fundum ekkert betra.
Maður getur hlaðið niður kortunum til að nota utan símasambands, en óska staðan er jú ef maður gæti notað Garmin kortin í ipadinum. Svo er líka stór galli að vegaleiðsögnin virkar ekki á slóða.
Lífið er of stutt fyrir vont kaffi

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: spjaldtölvur

Postfrá AgnarBen » 24.jan 2012, 00:12

Ég skil nú bara ekki hvað menn eru að böðlast þetta með ófullkomin forrit og wannabe kort þegar hægt er að fara í OziExplorer í Android með þessi líka gullfallegu og nákvæmu LMÍ kort undir :)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: spjaldtölvur

Postfrá DABBI SIG » 24.jan 2012, 00:21

Ég tek undir með Agnari.. reyndar bara skil ekki android eða apple áhugann og það dót eða hvað þetta heitir og ég virðist hafa lítinn áhuga á öðrum kortaforritum en mapsource og nroute(kannski af því ég nota það bara :D) þar sem öll önnur forrit virðast bara með ónákvæm kort og leiðinda vesen að nota.
Ég sé eina í stöðunni að fá sér spjaldtölvu með windows stýrikerfi, setja inn mapsource og nroute og nota hana tengda við gps tæki líkt og margir nota fartölvur. Það get ég ekki séð annað en sé argasta snilld þó ég hafi ekki prófað það ennþá en sé ekki af hverju það gæti ekki virkað.
Annars Agnar: þessi LMÍ kort sem þú talar um, eru það gömlu skönnuðu herforingjakortin eða þessi nýlegu "tölvukort" sbr kortasjánni á LMÍ?
-Defender 110 44"-

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: spjaldtölvur

Postfrá AgnarBen » 24.jan 2012, 10:13

DABBI SIG wrote:Annars Agnar: þessi LMÍ kort sem þú talar um, eru það gömlu skönnuðu herforingjakortin eða þessi nýlegu "tölvukort" sbr kortasjánni á LMÍ?


Þegar ég segi LMÍ kort þá meina ég skönnuð kort sem hafa verið gefin út pappírsformi. Reyndar er hægt að hlaða þeim niður núna af heimasíðu LMÍ á rafrænu formi frítt sem er snilld :) Kortin sem ég á "skönnuð" og calibreruð fyrir Ozi eru:

- 1:50.000 DMA (Herforingjaráðskortin búin til 1900-1940 - 102 stk, kort sem allir eru að nota með Ozi og Nobeltec)
- 1:50.000 AMS (Gerð af Bandaríska hernum 1955-56 - 298 kort af ÖLLU landinu)
- 1:100.000 Atlaskort (búin til á sama tíma og herforingjaráðskortin á árunum 1900-1940) - á bara nokkur kort
- 1:250.000 Aðalkort, 9 stk af öllu landinu
- 1:300.000 Ferðakort (flott kort), á bara nokkur kort
- 1:500.000 Heildarkort af landinu (voru td gefin út sem veggkort fyrir skóla og almenning)
- Jöklakortin gefin út 2011 (http://www.safetravel.is)
- Android kort (1:250.000)
- Nokkur önnur stök kort

Fyrir þá sem hafa áhuga á að hlaða niður kortum frá LMÍ þá er hægt að fá þau frítt hér:
http://www.lmi.is/pages/vefthjonustur/kortasafn/


/
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Burri
Innlegg: 63
Skráður: 25.sep 2011, 23:41
Fullt nafn: Magne kvam

Re: spjaldtölvur

Postfrá Burri » 10.sep 2012, 20:06

Þessi korta slóð er ekki lengur virk á vefnum.. Áttu þessi kort ennþá hjá þér.
DEFENDER 90 300tdi / DEFENDER 110 td5

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: spjaldtölvur

Postfrá AgnarBen » 11.sep 2012, 00:35

Burri wrote:Þessi korta slóð er ekki lengur virk á vefnum.. Áttu þessi kort ennþá hjá þér.


Ég á kortin sem ég taldi upp hér að ofan á rafrænu formi, er um 3,5 GB. Alveg sjálfsagt að fá þetta hjá mér ef einhver hefur áhuga.
Slóðin á kortin hjá LMÍ er annars þessi núna: http://www.lmi.is/kortasafn/
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: spjaldtölvur

Postfrá Óskar - Einfari » 11.sep 2012, 13:36

Ég heyrði nýlega að þessi Garmin íslandskort væri "læst" í mapsource forritinu af því að garmin í íslandi væri með einhver einkaleifi á þessum kortum. Nú skilst mér að þetta einkaleifi sé að renna út þannig að þeir verði að opna fyrir kortin þannig að fólk geti væntnalega ráðið því hvort að það notar mapsource eða eitthvað annað forrit til að opna þau. Kannast einhver við þetta? ég heyrði þetta ekki frá þeim sjálfum þannig að þetta gæti allt ein verið tóm þvæla eða hvað?

Það sem er ömurlegt við fyrirkomulagið á þessu í dag er einmitt það að kortin eru læst í mapsource og nroute forritin. Þessi forrit virka bara á windows og það hefur ekki verið neitt útlit fyrir að garmin ætli að koma með útgáfur sem virka t.d. með android. En það eru hinsvegar til android forrit frá öðrum aðilum sem geta notað þessi kort.... frekar fáranlegt... kemur sér vel fyrir framleiðandan og söluaðilan en ekki neytendan.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

thadolfs
Innlegg: 6
Skráður: 26.apr 2011, 21:35
Fullt nafn: Þórður Adolfsson

Re: spjaldtölvur

Postfrá thadolfs » 24.sep 2012, 19:10

Það er til auðveld lausn á þessu sem heitir ASUS Slate 121, sjá
http://www.asus.com/Eee/Eee_Pad/Eee_Slate_EP121/

Spjaldtölva með 12,1 tommu skjá og Windows . Virkar flott hjá mér og nota WiFi frá Samsung síma þegar það er innan seilingar.


twinturbo
Innlegg: 3
Skráður: 16.jan 2011, 20:22
Fullt nafn: bjarni hörður halldórsson

Re: spjaldtölvur

Postfrá twinturbo » 10.des 2012, 21:23

núna er oruxmaps kominn með stuðning fyrir garmin kortin (.img). þetta er samt beta.

frá orux maps WHAT'S NEW v.4.8.60:
-->Support to vector Garmin .img maps (not locked).
-->Solved some bugs.

mig vantar kort eða brot af korti ef einhver á í (img) formatti ólæst

er að reyna nota þetta með asus nexus 7.


kag
Innlegg: 8
Skráður: 10.des 2012, 00:51
Fullt nafn: Kristinn Arnar Guðjónsson
Bíltegund: Toyota HiLux 38'

Re: spjaldtölvur

Postfrá kag » 21.des 2012, 15:04

Var að tala við sölumann Garmin í dag og hann sagði mér að Íslandskort fyrir android kæmi út árið 2013. Kostir eru þeir að þetta er stór og góður skjár auk þess sem þetta er tölva sem hægt er að nota til að ná netsambandi. (innbyggt GPS í Samsung spjöldunum).
MBK
KAG

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: spjaldtölvur

Postfrá AgnarBen » 21.des 2012, 15:18

kag wrote:Var að tala við sölumann Garmin í dag og hann sagði mér að Íslandskort fyrir android kæmi út árið 2013. Kostir eru þeir að þetta er stór og góður skjár auk þess sem þetta er tölva sem hægt er að nota til að ná netsambandi. (innbyggt GPS í Samsung spjöldunum).
MBK
KAG


Verður þetta bara vegaleiðsögn eða verður hægt að vinna með punkta og ferla ?
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

eythor6
Innlegg: 128
Skráður: 15.feb 2011, 14:13
Fullt nafn: Eyþór Ingi Ólafsson

Re: spjaldtölvur

Postfrá eythor6 » 21.des 2012, 18:16

Windows voru að gefa út spjald tölvu sem er með USB. Heitir windows Surface og keyrir á Windows 8 finnst líklegt að það sé hægt að tengja gps tæki/pung við hana og var með flottast gpsið á jöklinum.


Til baka á “Ferlar og fjarskipti”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 8 gestir