Fjarskiptatæki í bílum

Fyrir allt sem tengist leiðsögu- og fjarskiptatækjum.

Höfundur þráðar
jongunnar
Innlegg: 220
Skráður: 14.jún 2011, 21:03
Fullt nafn: Jón Gunnar Mýrdal

Fjarskiptatæki í bílum

Postfrá jongunnar » 01.okt 2011, 16:39

Sælir það er tvennt sem ég var að velta fyrir mér
1. hvaða fjarskiptatæki eru menn með í dag VHF, CB og TETRA eða er VHF bara nóg?
2. eruð þið til að setja inn myndir af því hvernig þið hafið komið þessu fyrir í bílunum ég er með VHF og CB og er að vandræðast með þetta. CB var undir útvarpinu og VHF til hliðar við stokkinn en síðan verð ég með fartölvu og þá sé ég ekki á talstöðvarnar. svo að ég er að vesenast hvernig er þægilegast að raða þessu upp.
kv. Jón Gunnar


Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Fjarskiptatæki í bílum

Postfrá AgnarBen » 01.okt 2011, 17:48

Ég er bara með VHF og GSM, dugar flestum í dag held ég. Annars er meira alltaf betra. Þú getur hent þessari CB stöð úr nema ef þínir ferðafélagar skyldu ennþá vera með þetta hjá sér. Ég hef amk ekki verið í neinni ferð svo ég muni eftir síðustu 10 árin þar sem CB hefur verið notuð.

Varðandi frágang þá skiptir öllu máli hvernig bíl þú ert með, öðurvísi er ekki hægt að gefa þér ráðleggingar.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Fjarskiptatæki í bílum

Postfrá Startarinn » 01.okt 2011, 18:12

Ég lét VHF nægja, það eru svo fáir með CB í dag, tetra hef ég ekki sérstakan áhuga á en aðallega þar sem ég þekki ekki hvernig þetta er fyrir almennan notanda, ég hef aðeins kynnst þessu hjá björgunarsveitunum en það er víst algerlega lokað á að almennur notandi geti komið nálægt þeim rásum eins og er hægt með VHF.

Eflaust eru einhverjir hérna með tetra stöðvar sem vita betur hvort/hvernig þær gagnast okkur.

En fartölvuna haf ég alveg látið eiga sig, aðallega vegna plássleysis, það er ekki það rúmt fyrir í Hilux, en er eflaust auðveldara í patrol.
Ég er bara með sæmilegt GPS, væri samt til í aðeins stærri skjá.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: Fjarskiptatæki í bílum

Postfrá dabbigj » 01.okt 2011, 18:20

VHF og GSM er það sem að almenni jeppamaðurinn er að nota, sé voðalega fáar cb stöðvar í dag og oftast bara afþví að mönnum virðist langa í fleirri loftnet á bílana og meiri græjustig ;)

Annars er Tetra alveg snilld þegar að menn hafa lært á það og býður uppá alveg hrikalega mikla möguleika.

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Fjarskiptatæki í bílum

Postfrá Svenni30 » 01.okt 2011, 18:54

Ég er með VHF, GSM og GPS með stórum skjá.
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

elfar94
Innlegg: 445
Skráður: 08.feb 2011, 13:58
Fullt nafn: elfar þór helgason
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: kópavogur

Re: Fjarskiptatæki í bílum

Postfrá elfar94 » 01.okt 2011, 19:17

eg er bara með gamla CB stöð
'90 hilux extra dc 2.4 turbo 44"
"If i can't crawl over it, i'll fly over it"


Höfundur þráðar
jongunnar
Innlegg: 220
Skráður: 14.jún 2011, 21:03
Fullt nafn: Jón Gunnar Mýrdal

Re: Fjarskiptatæki í bílum

Postfrá jongunnar » 01.okt 2011, 20:31

Varðandi frágang þá skiptir öllu máli hvernig bíl þú ert með, öðurvísi er ekki hægt að gefa þér ráðleggingar.[/quote]

OK ég er á Patrol
Þar sem að Cb stöðin er til staðar og loftnet þá ætla ég að halda því ;)
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Fjarskiptatæki í bílum

Postfrá hobo » 01.okt 2011, 21:02

Ég er með CB og VHF og auðvitað GSM. :)

VHF(staðsett undir í hólfi undir útvarpi) er náttúrulega möst, svo er CB(staðsett þar sem öskubakki var) aukaatriði, en ég sé ekki ástæðu til að fjarlægja hana hjá mér þar sem hún er ekki fyrir.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Fjarskiptatæki í bílum

Postfrá Izan » 01.okt 2011, 21:04

Sæll

Þetta fer náttúrulega mest eftir því hvað ferðafélagar þínir nota en langflestir íslenskir jeppar hafa VHF talstöð en þú þarft að vera félagi í ferðaklúbbnum 4x4 til að fá aðgengi inn á rásirnar sem þeir eiga og þ.a. endurvarparásir. Annars færðu með stöðinni rás 45 sem er almenn talrás.

Vhf nota menn mest til að hafa samskipti á milli bíla en þó er hægt að ná til annara hópa eða einstakasinnum einhvert annað ef í óefni er komið.

GSM síminn er farinn að ná sambandi nokkuð víða á hálendinu og menn hafa jafnvel gengið svo langt að hafa bæði síma frá vodafone og símanum til að vera í besta sambandi. Gemmsann nota menn til að hafa samband til byggða fyrst og fremst því að VHF stöðin er háð því hvort einhver innan þinnar dragni séu að hlusta á rásina sem þú kallar á. Ég hef samt lent í því að þurfa að nota VHF til að óska aðstoðar því að það var ekki GSM samband þar sem aðstoðin var.

Tetra notar hinn almenni jeppamaður ekki, hefur ekkert við að gera. Tetra er ekkert merkilegra en önnur fjarskiptakerfi og gagnast almenningi ekki þannig betur en VHF og GSM samanlagt, það er í raun mun betra komó en ein Tetrastöð. Tetra hentar hinsvegar mjög vel til björgunarstarfa, stjórnun á lögreglu og sjúkraliði o.s.frv. en það er á allt öðrum grundvelli heldur en jeppamenn þurfa að nota. Dekkun Tetra er síst betri en GSM og það kallar á samstillingar og vesen að kalla endurvarpalaust á milli stöðva. S.s. ef stöðin er úr sambandi getur þú ekki náð til samferðamannsins til að segja honum að fara af endurvarpanum. Ferilvöktun er eitthvað sem er ódýrast að kaupa með t.d. Spot eða sambærilegu ef menn vilja vera vaktaðir.

Mæli með því að allir sem hafa ofurtrú á fjarskiptatækjum að ferðast í litlum hópum með svolitlu millibili um hálendið austan við Grímsstaði á Fjöllum að vetrarlagi. Þar virkar allt jafnilla.

Kv Jón Garðar

P.s. settu bara talstöðina þannig að það kost vesen að fjarlægja hana, fæstir þjófar bera með sér skrúfjárn eða tangir.


arni hilux
Innlegg: 462
Skráður: 22.okt 2010, 20:38
Fullt nafn: Árni Páll Jóhannesson

Re: Fjarskiptatæki í bílum

Postfrá arni hilux » 01.okt 2011, 22:27

vhf og minnið klikkar seint;)
BMW e36 325i (í uppgerð)
Mitsubishi lancer 91 (í notkun)
Mitsubishi lancer evo9 (seldur)
Mitsubishi lancer stadion (seldur)
chrysler sebring (seldur)
(BRUSSAN) toyota hilux 2,4 bensin (seldur)
golf 1,4 (seldur)
subaru impreza gl (seldur)


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Fjarskiptatæki í bílum

Postfrá Oskar K » 02.okt 2011, 07:45

það er óógeðslega þæginlegt sérstaklega í stærri ferðum að geta spjallað við svoan nánari vini á CB á meðan allur hópurinn er á vhf
1992 MMC Pajero SWB

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Fjarskiptatæki í bílum

Postfrá AgnarBen » 02.okt 2011, 13:27

jongunnar wrote:OK ég er á Patrol
Þar sem að Cb stöðin er til staðar og loftnet þá ætla ég að halda því ;)


Ég hef alltaf verið með VHF stöðina undir útvarpinu í Patrollunum mínum en enga CB stöð. Er ekki pláss þarna í kringum eða í staðinn fyrir öskubakkann á Y60 Patrol ?

Ég var með tölvuborð í mínum ´92 Patrol en það var bara járnrör boltað í stokkinn (utan á hann farþegamegin) og svo plexigler ofan á sem var stíft í mælaborðið. Hægt var að kippa þessu úr. Átti til mynd af þessu en finn hana ekki í augnablikinu.

Í dag er ég með litla 12" fartölvu sem ég festi beint ofan á mælaborðið með frönskum, svínvirkar.
Síðast breytt af AgnarBen þann 02.okt 2011, 20:11, breytt 1 sinni samtals.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Höfundur þráðar
jongunnar
Innlegg: 220
Skráður: 14.jún 2011, 21:03
Fullt nafn: Jón Gunnar Mýrdal

Re: Fjarskiptatæki í bílum

Postfrá jongunnar » 02.okt 2011, 14:34

Já ég var með sama fyrirkomulag í Gamla pattanum mínum en þessi nýji er með öskubakkann á milli framsætana svo að ég er að vesenast með hvernig sé best að koma þessu fyrir.
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim


Til baka á “Ferlar og fjarskipti”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur