Vhf talstöðvar

Fyrir allt sem tengist leiðsögu- og fjarskiptatækjum.

Höfundur þráðar
vidart
Innlegg: 138
Skráður: 07.sep 2011, 18:44
Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
Bíltegund: Toyota LC 90
Staðsetning: Reykjavík

Vhf talstöðvar

Postfrá vidart » 10.sep 2011, 20:36

Veit að þetta getur endað í trúarbragðastríði en hvar er best að kaupa vhf talstöð?




arni hilux
Innlegg: 462
Skráður: 22.okt 2010, 20:38
Fullt nafn: Árni Páll Jóhannesson

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá arni hilux » 10.sep 2011, 20:51

hátækni eða n1
BMW e36 325i (í uppgerð)
Mitsubishi lancer 91 (í notkun)
Mitsubishi lancer evo9 (seldur)
Mitsubishi lancer stadion (seldur)
chrysler sebring (seldur)
(BRUSSAN) toyota hilux 2,4 bensin (seldur)
golf 1,4 (seldur)
subaru impreza gl (seldur)


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá Ofsi » 10.sep 2011, 21:53

Hver eru rökin fyrir því að best sé að versla við Hátækni eða N1 ?


jongunnar
Innlegg: 220
Skráður: 14.jún 2011, 21:03
Fullt nafn: Jón Gunnar Mýrdal

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá jongunnar » 10.sep 2011, 22:30

hvaða staðir eru aðris Ofsi ég tók hring í þessum málum í sumar og það eru engir aðrir staðir sem selja stöðvar í dag.
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim


Höfundur þráðar
vidart
Innlegg: 138
Skráður: 07.sep 2011, 18:44
Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
Bíltegund: Toyota LC 90
Staðsetning: Reykjavík

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá vidart » 10.sep 2011, 23:04

En hvað þá með að kaupa af Ebay? Eru þá einhverjar tegundir betri en aðrar?

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá Kiddi » 10.sep 2011, 23:07

Radíóraf selja líka VHF stöðvar þannig að þetta er ekki alveg rétt hjá þér Árni... og það eru sjálfsagt fleiri aðilar þarna úti með stöðvar í boði!

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá Óskar - Einfari » 10.sep 2011, 23:19

N1 - Yaesu/Vertex
Hátækni - Motorolla
Aukaraf - Var með Icom en ég sé reyndar að heimsíðunni hjá þeim er ekki lengur listaðar Icom stöðvar
ArcticTrucks - Icom
Nesradíó - Tait
Radíóraf - Kenwood
Múlaradíó - Maxon
Radíó ehf - Yaesu/Vertex og eflaust meira??

Hef ágætis reynslu af þessu öllu nema kenwood hef ég ekki séð eða prófað. Finnst mikilvægt að það sé ljós í tökkum og sæmilegur skjár. Getur verið mikill kostur að frontur sé laus upp á að staðsetja tækið.
Síðast breytt af Óskar - Einfari þann 11.sep 2011, 11:31, breytt 1 sinni samtals.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá Óskar - Einfari » 10.sep 2011, 23:25

Varðandi að panta að utan að þá verður að passa að stöðin sé á sama tíðnisviði og við erum að nota (Marine stöðvar eru svo að segja alveg út úr myndinni). Skv lögum máttu ekki flytja inn leyfisskilda stöð nema þú sért radíóamatör eða með einhver önnur leyfi til að flytja þetta inn. Hinsvegar virðist tollurinn ekkert pæla í þessu heldur bara hvort tækið sé CE merkt.... hættan á að tækið sé tekið er samt til staðar. Síðan þarf náttúrulega að forrita rásir inn í stöðina.

Kv.
Óskar Andri
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Lada
Innlegg: 171
Skráður: 31.jan 2010, 23:38
Fullt nafn: Ásgeir Bjarnason
Bíltegund: Subaru Outback
Staðsetning: Reykjavík

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá Lada » 11.sep 2011, 12:10

Sælir/ar
Ég er búinn að renna yfir heimasíður þessara fyrirtækja sem Óskar telur upp og mér finnst vanta svolítið uppá að fyrirtæki setji inn verð á síðurnar hjá sér.
En mig langar að bæta við spurningu (ef það er Viðari ekki þvert um geð) Er eitthvað vit í því að kaupa sér handstöð? Getur maður ekki tengt handstöð við loftnet utan á bílnum og fengið betra samband þó að það sé munur á sendistyrk frá stöðvunum (5W í handstöðvum og 25W í bílstöðvum)?

Kv.
Ásgeir


Kalli
Innlegg: 410
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá Kalli » 11.sep 2011, 12:12

Ég mæli með Radíóraf - Kenwood stöðvarnar eru mjög góðar og draga mjög langt.

kv. Kalli

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá Óskar - Einfari » 11.sep 2011, 12:29

Loftnet skiptir höfuðmáli og þá er í raun sama hvort um er að ræða bílstöð eða handstöð með útloftnet. Handstöð með vel frágengu og vel staðsettu loftneti getur auðveldlega virkað betur en bílstöð með illa frágengnu neti þar sem raki hefur hugsanlega komist í cox capalinn eða jarðsamband í loftnetsfætinum er í rusli. Vel staðsett útiloftnet tengt við handstöð er mjög gott á milli bíla, veitir öruggara samband og eykur líkur á að ná sambandi við endurvarpa. Ef bílarnir eða endurvarpin er mjög langt í burtu eða innan um fjöll þarf annaðhvort meiri sendistyrk (bílstöð) eða færa sig á landfræðilega betri stað til að ná sambandi. Það eru margir kostir við handstöð þótt sendistyrkurinn sé minni. Öryggistæki í gönguferðið og veiðiferðir.. hægt að taka með sér inn í tjald, skála eða hvað sem er. Ef sú staða kæmi upp að það verði að yfirgefa bíl getur verið kostur að geta tekið stöðina með upp á að reyna að ná sambandi til byggða eða annara ferðalanga. Bílstöðin fer náttúrulega ekkert úr bílnum en það er voða gaman vera kanski að keyra á snæfellsnesinu og spjalla við einhvern sem er að keyra upp á Langjökul. Það er mjög erfitt að skera úr um hvort er betra... ef menn eru ekkert í gönguferðum eða slíku myndi maður kanski frekar velja bílstöðina því að hún er öflugari... ef maður er mikið í gönguferðum, veiðiferðum eða með bát, fjórhjól, krossara, sleða eða eitthvað annað er doldið leðinlegt að vera með stöðina "bundna" við bílinn.

Best er auðvitað að gera verið með bæði..

Kv.
Óskar Andri
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá Stebbi » 11.sep 2011, 13:44

Yfirleitt heyrist betur í bílstöðvum og oft möguleiki á að tengja annan og betri hátalara við þær. Handstöðvar eiga það til að vera svolítið dollulegar þegar maður er að hlusta og það er frekar leiðinlegt þegar maður er með bílinn á snúning og kanski útvarpið í gangi.
Ég myndi mæla með því að kaupa ódýra og einfalda VHF í bílinn og eyða mismuninum í gott loftnet og lagnir. Svo þegar að hagur vænkast þá er hægt að kaupa handstöð til að hafa sem öryggistæki. Ef að menn eru á fullu í sleðasportinu líka þá gefur auga leið að handstöðin á að koma fyrst.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá Óskar - Einfari » 11.sep 2011, 14:17

vel flestar handstöðvar bjóða upp á tengi fyrir hátalara og micrafón.... Ef handstöðin er mikið notuð í göngur, á sleða eða annað slíkt fylgir því ákveðin kostur að eiga mic á hana... kanski út fyrir efnið en ég get talið það upp ef menn vilja...
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá AgnarBen » 11.sep 2011, 14:21

Kalli wrote:Ég mæli með Radíóraf - Kenwood stöðvarnar eru mjög góðar og draga mjög langt.

kv. Kalli


Ég mæli líka með Radíóraf ehf, toppþjónusta þar á bæ sem skiptir MJÖG miklu máli finnst mér. Kenwood stöðin sem ég var með frá þeim var toppstöð og svo taka þeir ekkert gjald fyrir að forrita inn nýjar stöðvar :)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá Stebbi » 11.sep 2011, 14:34

Óskar - Einfari wrote:vel flestar handstöðvar bjóða upp á tengi fyrir hátalara og micrafón.......


Allar þær handstöðvar sem ég hef séð eru með 2 mini-jack tengjum fyrir headphone og mic ekki hátalara. Enda eru handstöðvar ekki hugsaðar sem bílstöðvar.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá Óskar - Einfari » 11.sep 2011, 14:52

Alveg hárrét og headphone tengið má vel tengja við hátalar með minijack eða tengja það við hljómkerfið í bílnu þar sem það stendur til boða.... bara rétt eins og MP3 spilara eða gsm síma.............
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá birgthor » 11.sep 2011, 15:17

Ég er ekki alveg sammála því að lélegri hljómu komi úr handstöð vð góð skilyrði. Það fer að sjálfsögðu eftir tegun en vönduð VHF handstöð hljómar mjög vel í mínum eyrum.

Ég get mælt með vertex/jésú þær haf mikið verið notaðar af bj. sveitum og komið að ég best veit, vel út.
Kveðja, Birgir

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá Stebbi » 11.sep 2011, 18:09

Enda sagði ég "Yfirleitt" ekki "Alltaf". Það er örugglega hægt að finna góða handstöð og bera hana saman við lélega bílstöð og halda því þá fram að þetta sé alltaf á hinn vegin. Bílstöðvar eru yfirleitt með stærri og betri innbyggðan hátalara og útgangurinn á þeim er ekki magnaður fyrir headphone heldur 4-8 ohm hátalara sem á að heyrast eitthvað í. En það er örugglega hægt að ná fram fínum gæðum með handstöð og hátalara eða að tengja hana inn á AUX tengið í útvarpinu ef það er til staðar. En mín meðmæli eru þau að kaupa fyrst bílstöð og eyða sem mestum tíma og púðri í að ganga vel frá öllu í kringum hana, rafmagni og loftnetslögnum og kaupa svo gott loftnet. Það er fátt eins pirrandi og að vera með fjarskipti í ólagi þegar maður er í skemmtilegri jeppaferð.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá Oskar K » 11.sep 2011, 18:11

Keypti mér í N1 vertex standard vx-2200 minnir mig , flott verð og einföld og góð stöð, heyrist vel í henni og þæginleg, sé ekki að það sé ókostur að það sé ekki ljós í tökkunum þegar maður er bara með 6 takka, þó finnst mér mic-inn í stærra lagi.
5/8 loftnet á toppinn og coaxin lagður frá öllum rafmagnslögnum og tækjum
næ sambandi við 58, 42, og 46 mjög auðveldlega í reykjavík, og ef ég er í hafnarfirði get ég auðveldlega talað við félaga minn í keflavík á beinni rás.

veit ekki með ykkur en ég þarf ekkert flóknari stöð bara í að fletta á milli 4x4 rásana
1992 MMC Pajero SWB

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá Svenni30 » 11.sep 2011, 20:07

Seigið mér eitt drengir. Ég er með yaesu og þarf að láta forrita stöðina eða setja inn fl rásir. hvaða rásir þarf maður ? hjá hverjum er það gert ? og hvað kostar þennig ? og þarf ekki að greiða af þeim iðngjöld til Póst og Fjarskiptastofnuna ?
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá Stebbi » 11.sep 2011, 21:41

Ef þú ert ekki borgandi meðlimur í F4x4 eða öðrum samskonar samkundum þá áttu bara að vera með rás 45 en svo er allur gangur á því hverjir áttu stöðina á undan þér og hvaða rásir þeir hafa látið setja inn. En ef að þú er greiðandi limur í Ferðaklúbbnum þá eiga þeir sem forrita stöðvarnar að vita hvað klúbburinn býður uppá og þú biður þá bara um allar þeirra rásir. Ef þú ert í björgunarsveit þá skilst mér að þú getir fengið björgunarsveitarásirnar settar inn líka, eins er með Ferðafélag Íslands.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Kalli
Innlegg: 410
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá Kalli » 11.sep 2011, 21:48

Ef þú ert félagi f4x4 þá er það innifalið í félagsgjöldunum, N1 setur rásirnar í á sirka 2000 kr. ef ég man rétt,

kv. Kalli


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá Heiðar Brodda » 11.sep 2011, 23:03

þarf að borga fyrir að setja rásir inná stöðina????? því hef ég nú aldrei lent í, kosturinn við n1 finnst mér að sjoppan er úti á landi og maður þarf ekki að senda stöðina suður til að fá lámarks þjónustu kv Heiðar Brodda U-119


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá Oskar K » 12.sep 2011, 00:15

N1 forritaði stöðina hjá mér frítt þegar ég keypti hana
1992 MMC Pajero SWB


TWIN 2
Innlegg: 211
Skráður: 15.apr 2010, 17:09
Fullt nafn: Óttar Þór Ágústsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Akranes

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá TWIN 2 » 08.okt 2011, 10:05

er hægt að nota sömu lagnir fyrir vhf og cb.

er með cb stöð og ætla að fá mér vhf og er að pæla hvort það þurfi að skipta um allt. þá er alveg eins gott að leifa cb stöðinni að vera.
Nissan Patrol 44" 3.0 ssk
Nissan Terrano II 33" 2.7 ssk


jongunnar
Innlegg: 220
Skráður: 14.jún 2011, 21:03
Fullt nafn: Jón Gunnar Mýrdal

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá jongunnar » 08.okt 2011, 10:17

Ótta þú getur nota sömu lagnir og sökkul fyrir loftnetið en þarft nýtt loftnet
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim


TWIN 2
Innlegg: 211
Skráður: 15.apr 2010, 17:09
Fullt nafn: Óttar Þór Ágústsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Akranes

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá TWIN 2 » 08.okt 2011, 10:21

okei glæsilegt
þá er þetta akkúrat ekkert vesen
takk
Nissan Patrol 44" 3.0 ssk
Nissan Terrano II 33" 2.7 ssk

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá ellisnorra » 04.nóv 2012, 17:07

Nú vantar mig loftnet fyrir vhf. Hvað kosta góð loftnet hér heima og í hvaða búð ætti maður að fara? Hvað kosta þessi góðu loftnet? Ef maður færi í að kaupa á ebay, hvað á maður að elta og forðast?
http://www.jeppafelgur.is/


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá kjartanbj » 04.nóv 2012, 17:19

bara kaupa þér 5/8 topp og láta klippa hann fyrir 4x4 rásirnar, þarft ekkert að kaupa eitthvað voðalega spes loftnet

það voru einhver skipaloftnet á mínum þegar ég keypti hann, ég skipti því út fyrir venjuleg 5/8 topp bara því mér fannst hin ekki vera að virka nógu vel

og þetta er ekki það dýrt að það borgi sig að vera panta að utan
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá Stebbi » 04.nóv 2012, 20:26

Afhverju ekki að fara í vel stillt 1/4 bylgu loftnet. Er enginn sem hefur prufað það á þessum jeppum okkar.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá ellisnorra » 04.nóv 2012, 21:21

Hvað er þessi bylgja löng sem þið eruð að brjóta niður í brot með loftnetslengdum?
Bátaloftnetin skipta metrum, hvaða kerfi er það?
Gaman væri að fá smá fræði hér líka :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá Stebbi » 04.nóv 2012, 22:04

þetta er 2m tíðnisvið. Heilbylgja er 2m og 1/4 augljóslega um 50cm. Svo þegar að loftnetið er stillt við viðkomandi stöð þá er fundið það tíðnisvið sem rásirnar í stöðini eru á og fundin miðja. Loftnetið er svo klippt miðað við þessa miðju og þá er búið að stilla loftnetið við stöðina.
Ef ég man rétt þá er notuð 5/8 bylgja til að losna við eitthvað standbylgjuvesen og fleira sem myndast þegar 1/2 bylgja er notuð.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá ellisnorra » 04.nóv 2012, 22:09

Eru loftnetin þá 125cm í 5/8 ? Einhverstaðar hef ég heyrt talað um 40cm loftnet, hvað er það þá?
http://www.jeppafelgur.is/


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá kjartanbj » 05.nóv 2012, 12:43

Stebbi wrote:Afhverju ekki að fara í vel stillt 1/4 bylgu loftnet. Er enginn sem hefur prufað það á þessum jeppum okkar.


ég var með 1/4 bylgju loftnet fyrst, skipti svo yfir í 5/8 og það var himin og haf á milli langdrægis , og hversu betur 5/8 mótekur líka fann ég líka stóran mun á, maður var lagður við hliðina á jeppum með 5/8 og talstöðin malaði í þeim bílum á meðan stöðin hjá mer steinþagði
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Vhf talstöðvar

Postfrá kjartanbj » 05.nóv 2012, 12:44

elliofur wrote:Eru loftnetin þá 125cm í 5/8 ? Einhverstaðar hef ég heyrt talað um 40cm loftnet, hvað er það þá?


minnir að loftnetið hjá mér sé Ca 122cm , en örugglega einhver sem veit 100% hvað þetta á að vera hér, annars er mitt bara klippt eftir töflu, en ekki mælt sérstaklega
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Til baka á “Ferlar og fjarskipti”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir